Morgunblaðið - 22.12.2022, Side 26
FRÉTTIR
Innlent26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022
VIKUR
Á LISTA
3
2
4
2
7
2
4
1
1
3
SÖGUR FYRIR JÓLIN
Höfundur: Eva Rún Þorgeirsdóttir
Lesari: Salka Sól Eyfeld
SKAÐI
Höfundur: Sólveig Pálsdóttir
Lesari: Sólveig Pálsdóttir
VOÐASKOT
Höfundur: Katrine Engberg
Lesari: Elva Ósk Ólafsdóttir
Í HEIMAHÖGUM
Höfundur: Guðrún frá Lundi
Lesari: Þórunn Hjartardóttir
LÁRA FER Í SVEITINA
Höfundur: Birgitta Haukdal
Lesari: Birgitta Haukdal
SVÍÐUR SÁRT BRENNDUM
Höfundur: Guðrún frá Lundi
Lesari: Þórunn Hjartardóttir
ÁÓKUNNUM SLÓÐUM
Höfundur: Guðrún frá Lundi
Lesari: Þórunn Hjartardóttir
RANDVER KJAFTAR FRÁ#2
Höfundur: Jeff Kinney
Lesari: Kristinn Óli Haraldsson
LÁRABAKAR
Höfundur: Birgitta Haukdal
Lesari: Birgitta Haukdal
VEÐURTEPPT UM JÓLIN
Höfundur: Sarah Morgan
Lesari: Sólveig Guðmundsdóttir
1.
2.
3.
4.
7.
8.
6.
10.
9.
5.
›
›
›
-
-
-
›
›
TOPP 10
VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKUR Á ÍSLANDI
VIKA 50
Forsvarsmenn Landsnets segja
að mikill kostnaður hafi skapast
vegna þeirra tafa sem orðið hafa
á framkvæmdum við lagningu á
Suðurnesjalínu 2. Tafirnar eru
vegna andstöðu sveitarstjórn-
ar Voga við að leggja loftlínu í
gegnum sveitarfélagið en Lands-
net hefur fengið leyfi annarra
sveitarfélaga til þess. Kostnaður
Landsnets hleypur á tugum
milljóna en aðaltapið felst í því að
ekki er hægt að verða við óskum
fyrirtækja sem hyggja á atvinnu-
uppbyggingu á Suðurnesjum um
tengingu. Tekjutap efnahags-
lífsins hefur verið metið á 4-5
milljarða króna á ári.
Undirbúið hefur verið um
árabil að styrkja flutningskerfi
raforku á Suðurnesjum með
því að leggja Suðurnesjalínu 2.
Síðasti kafli þeirrar sögu er að
eftir að úrskurðarnefnd ógilti
höfnun sveitarfélagsins Voga á
framkvæmdaleyfi fyrir línunni
sótti Landsnet að nýju um fram-
kvæmdaleyfi. Það var fyrir tveim-
ur árum og síðan hefur verið fjall-
að um málið í skipulagsnefnd og
bæjarstjórn. Nú síðast var málið
á dagskrá skipulagsnefndar 13.
desember. Þar var lagt fram mat
á nýlegum gögnum frá Landsneti
en afgreiðslu erindisins frestað til
næsta fundar.
Helstu ákvarðanir teknar
Sverrir Jan Norðfjörð, fram-
kvæmdastjóri þróunar- og
tæknisviðs hjá Landsneti, rifjar
upp að búið sé að taka ákvarðanir
um öll helstu atriði. Sveitarfé-
lögin fjögur séu með línuna á
aðalskipulagi og svæðisskipulagi
og þrjú þeirra búin að veita
framkvæmdaleyfi. Umhverfismat
hafi farið fram, Orkustofnun
veitt leyfi fyrir framkvæmdinni,
umhverfisvá verið metin og gert
sérstakt áhættumat. Semja þurfi
við yfir 100 landeigendur um
bætur og er samningum lokið
við flesta þeirra, meðal annars
sveitarfélagið sjálft sem þegar
hafi fengið bætur sínar greiddar.
Fá verkefni hafi verið skoðuð jafn
vandlega. Segir Sverrir að aðeins
vanti lokastimpilinn frá einu
sveitarfélaganna með því að gefa
út síðasta framkvæmdaleyfið. Sú
vinna ætti að felast í því að kanna
hvort rétt hafi verið staðið að
öllum undirbúningi.
Sverrir Jan segir að ný
Suðurnesjalína sé nauðsynleg
til að byggja upp atvinnulíf á
Suðurnesjum og vegna orku-
skipta. Þá sé línan öryggismál.
Setur hann það síðastnefnda í
samhengi við vandræðin sem
urðu á Reykjanesbrautinni um
og eftir helgina. Ef þessi einfalda
lína hefði einnig bilað í óveðrinu
hefði það gert stöðuna í flugstöð-
inni og á Suðurnesjum enn verri
en þó varð.
Landsnet hóf í sumar að
leggja línu og byggja upp nýtt
tengivirki á Njarðvíkurheiði og
tilheyrandi háspennulínu til að
tengja virkjanirnar í Svartsengi
og á Reykjanesi betur inn til
Reykjanesbæjar. Einnig hefur
aðeins verið unnið Hafnar-
fjarðarmegin en Sverrir segir
ekki hægt að hefja undirbúning
vegna framkvæmda við línuna
sjálfa vegna þess að hún myndi
enda á sveitarfélagamörkum
Voga og það væri sóun á fjár-
munum. Því væru framkvæmdir
að mestu í bið.
Kostnaður aukist
Sverrir segir að tafirnar séu
dýrar fyrir Landsnet og kostn-
aðurinn hlaupi á tugum milljóna.
Búið sé að leggja í kostnað við
ýmsan undirbúning Suðurnesja-
línu 2 sem ekki nýtist. Hann
hleypur á hundruðum milljóna,
samkvæmt upplýsingum Lands-
nets. Sverrir segir að aðfanga-
keðjan hafi einnig lengst vegna
aðstæðna í heiminum og kostn-
aður við framkvæmdir aukist.
Meginkostnaðurinn við tafirnar
liggi hins vegar hjá atvinnulífinu
á Suðurnesjum. Um fjórðungur
fyrirspurna sem Landsnet hefur
fengið um orkuafhendingu hafa
verið vegna nýrra atvinnutæki-
færa á Suðurnesjum. Þeim hafi
orðið að hafna þar sem aðgengi
að orku sé takmarkað á svæðinu.
Sverrir rifjar upp að efnahagsleg
greining sem gerð var fyrir
Landsnet fyrir rúmu ári hafi
sýnt að tap efnahagslífsins á
Suðurnesjum vegna þessa nemi
4-5 milljörðum á ári.
lLandsnet hefur beðið í tvö ár eftir framkvæmdaleyfi sveitarfélagsinsVoga fyrir Suðurnesjalínu
lForsvarsmenn fyrirtækisins segja að tafirnar séu dýrkeyptar fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum
Mikið tap vegna tafa við framkvæmdir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tölvumynd/Landsnet
Línan Tölvugerð mynd sýnir hvernig Suðurnesjalína 2 mun liggja samsíða eldri línu og Reykjanesbrautinni.
„Þetta er fyrsta og eina hellamál-
verkið sem fundist hefur á Íslandi
og er stórmerki-
legur fundur,”
segir Þorvaldur
Friðriksson,
fornleifafræðing-
ur og höfundur
bókarinnar
Kelta sem fjallar
um keltneska
kristna land-
námsmenn á
Íslandi. Í bókinni
er í fyrsta sinn birt mynd af þessu
fyrsta hellamálverki Íslands.
„Málverkið er í botni þessa
manngerða hellis, Kverkarhellis, og
við Seljaland undir Eyjafjöllum. Það
er að öllum líkindum helgimynd,
hugsanlega frá tímum keltneskra
kristinna einsetumanna, papa.
Þar er sterkmálað krossmark og
mannsmynd sem gæti átt að sýna
Krist með þyrnikórónu. Vísinda-
menn hafa nú staðfest að málverkið
í Kverkarhelli er málað með rauðum
okkurlit, járnoxíði, þ.e. mýrarrauða
blönduðum með dýrablóði og
eða fitu. Tekist hefur að greina
erfðaefni í litarefninu sem notað
var,” segir Þorvaldur og bætir við
að okkurrauði liturinn sé sam-
bærilegur við lit sem notaður var í
hellamálverkum í Evrópu.
„Þessir hellar á Seljalandi eru
einhverjir flottustu manngerðu
hellar sem til eru á Íslandi og það
er merkilegt að málverkið finnst í
þessum helli vegna þess að þetta
er eini hellirinn sem hefur verið
aldursgreindur. Kverkarhellir
var aldursgreindur af fornleifa-
fræðingnum Kristjáni Ahronssyni
sem er Kanadamaður af íslenskum
ættum og prófessor í háskólanum í
Wales. Hann komst að því að hellir-
inn hefði verið höggvinn út fyrir
871, því öskulag frá 871 liggur ofan
á steinflísum úr hellinum. Þetta er
mjög merkileg aldursgreining hjá
honum því þetta er fyrir norrænt
landnám á Íslandi sem er miðað við
Ingólf Arnarson 874.“
Þorvaldur segir að enn sé ekki
komin aldursgreining á hellamál-
verkið sjálft, en rannsókn á því
stendur nú yfir. Hann segir að
hellarnir séu höggnir í móbergshól
fyrir ofan bæjarstæðið á Seljalandi
og líti út eins og uppistandandi
mannvirki sem er þá væntanlega
hið elsta sinnar tegundar á landinu.
lMyndlistarsaga landsins lengist umnokkur hundruð ár
Fyrsta hellamálverk Ís-
lands finnst í Kverkarhelli
Ljósmynd/Friðþjófur Helgason
HellamyndHellamálverkið í Kverkarhelli var málað með mýrarrauða blönduðummeð dýrablóði eða fitu.
Þorvaldur
Friðriksson
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is