Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 20
FRÉTTIR Innlent20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 „Það munaði mjög litlu að ég veldi skógrækt sem ævistarf. Þegar ég kom til Noregs til að læra hrein- dýrarækt byrjaði ég á að fara í Skógtækniskólann á meðan ég beið eftir að komast á samning í hreindýraræktinni. Í Skógtækni- skólanum lærði ég að höggva skóg og vinna úr honum. Svo komst ég á samning og fór í hreindýrarækt- ina,“ segir Stefán Hrafn Magnús- son, hreindýrabóndi í Isortoq á Suður-Grænlandi. Hreindýrastöðin er ekki langt frá hinni fornu Eystri- byggð Íslendinga. Stefán býr fimm mánuði ársins í Isortoq en hefur vetursetu á Íslandi. „Mig vantaði íslenskan við til að smíða úr og smíðaaðstöðu. Ég fékk bæði efni og aðstöðu hjá Skógræktarfélagi Árnesinga á Snæfoksstöðum í Grímsnesi og hef reynt að hjálpa þeim öðru hvoru á móti.“ Skógræktarfélag Árnesinga er áhugamannafélag sem á sér langa sögu. Stefán hefur haft áhuga á skógrækt frá unglingsárum. „Það byrjaði þannig að ég fór að fara út í Hafnarfjarðarhraun með Birni Þorsteinssyni sagnfræðingi. Skógræktin hafði úthlutað þar landskikum til einstaklinga til að planta trjám. Við Björn fórum fjög- ur vor í röð og plöntuðum samtals um átta þúsund trjáplöntum. Í dag er þetta orðinn mjög fallegur skógur og allt að 16 metra há tré,” segir Stefán. Hann segir að ekki sé sama hvernig skógur er grisjaður og er Stefán á heimavelli þegar velja á tré til höggs. Hann hefur m.a. unnið við grisjun og sögun á Snæfoksstöðum. Þar eru íslenskir trjábolir sagaðir í húsaklæðningar. Undanfarið hafa þeir verið að saga klæðningu í bál- hús í Grindavík. Það er skýli fyrir útivistarfólk og hægt að kveikja varðeld inni í húsinu til að orna sér við. Skýlið ver bálið fyrir rokinu og rigningunni. Á Snæfoksstöðum er einnig hægt að kaupa íslensk jólatré, eldivið og viðarkurl. Um helgar á þessari aðventu hefur ver- ið haldinn markaður klukkan 11-16 þar sem seldar eru ýmsar skógar- afurðir, handverk, lummur og heitt súkkulaði. Stefán segir það einkenna íslenska skóga sem uxu upp eftir fyrstu plöntun að trén hafi haft mikla birtu og greinar trjánna orðið margar og mjög öflugar, sérstaklega á furunni. „Það gerir að verkum að það er mikill kvistur í bolunum og hann því ekki hentugur smíðavið- ur. Önnur kynslóð trjáa, sem er sjálfsáin og vex inn á milli trjáa í þroskuðum skógi, verður hins vegar með beina boli, minni undirgreinar og meiri vöxt í toppnum. Þessi tré verða að góðum nytjaskógi.“ Skógrækt á Grænlandi Stefán hefur lítillega plantað trjám á Suður-Grænlandi. Starfs- orkan hefur hins vegar farið í upp- byggingu hreindýrastöðvarinnar og lítill tími aflögu í áhugamál. „Grænlenska búnaðarfélagið hefur plantað miklum skógi og fleiri hafa unnið að skógrækt á Suð- ur-Grænlandi, þar á meðal nokkrir danskir skógræktarmenn. Trjám hefur meðal annars verið plantað í Eiríksfirði og Ketilsfirði. Það er orðinn mjög veglegur skógur. Í kringum Narsarsuaq-flugvöll hefur verið plantað um 250.000 trjám sem mynda stóran skógargarð. Þar er birki frá Finnlandi, fura frá Skandinavíu og Norður-Ameríku og mikið af rússalerki. Lerkið þrífst mjög vel á Suður-Grænlandi því loftslagið þar er svo stöðugt og líkist meginlandsloftslagi. Hér á Íslandi hefur verið erfitt fyrir lerkið að mynda frjóa köngla, fræ sem geta spírað. Það er vegna umhleypinganna sem koma þegar fræmyndunin fer fram og stöðva hana,” segir Stefán. Náttúrulegt lágvaxið fjallabirki er einnig á Suð- ur-Grænlandi. Stærstu birkitrén í fjarðarbotnum ná átta metra hæð og eru með þykkan stofn. Þau eru þó fremur kræklótt svipað og í birkiskógunum á Suðurlandi, að sögn Stefáns. Ísland er í barrskógabeltinu Hann bendir á að landið þar sem skógarnir eru í dag á Íslandi hafi áður verið berangur. Menn fengu þá hugsjón að klæða landið skógi. Frumkvöðlarnir hafi ekki endilega verið með skógarnytjar í huga heldur miklu frekar verið að friða slæma samvisku. Búið var að ofbeita landið um aldir og höggva skóga til að gera viðarkol og nota sem eldivið. Með batnandi efnahag þjóðarinnar efldist skógræktin. „Við erum í rauninni í barrskóga- beltinu þótt íslenska birkið sé lauftré,“ segir Stefán. „Barrskógar vaxa norðan við heimskautsbaug til dæmis á góðum stöðum í Norð- ur-Noregi og svo eftir allri Noregs- strönd. Í Svíþjóð og Finnlandi eru líka góðir skógar. Við sjáum núna að skógur vex mjög vel á Íslandi, ekkert ósvipað því sem gerist á sömu breiddargráðu annars staðar. Menn vöknuðu svo upp við að það hafði gleymst að grisja, að minnsta kosti sums staðar, og sáu að það var hægt að vinna timbur, kurl, eldivið og ýmislegt úr skógunum.“ Minni frjósemi í dýrunum En hvernig er staðan á hreindýra- búinu í Isortoq? „Eftir að loftslags- breytingarnar byrjuðu hafa verið miklir umhleypingar. Það snjóar og svo rignir ofan í snjóinn og frosthörkur á eftir. Þetta mynd- ar klamma eða ísbrynju ofan á beitilandinu. Hreindýrin þrífast því lStefánHrafnMagnússonhreindýrabóndi lærði skógtæknilHefur haft áhuga á skógrækt frá æskuárumlSmíðar þorratrog, trébolla og skipskistur úr íslenskumviðilHagur á tré og járn Hreindýrabóndinn og skógurinn VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is Á Snæfoksstöðum F.v.: Stefán HrafnMagnússon, Bergur Þór Björnsson, Ketil Nybø og Birgir Bergsson. Skipskista Smíðuð úr íslenskum viði eftir fyrirmynd frá 9. öld sem fannst við uppgröft á Osebergskipinu. Trébolli í smíðum Bollar tálgaðir úr viði eru hluti af norsku skógarmenningunni og vinsælt að drekka úr þeim. Morgunblaðið/Árni Sæberg Handverk Stefán HrafnMagnússon er að tálga þorratrog og notar ýmist íslenska ösp eða greni. Mikil vinna er í hverju trogi og tekur um viku að klára trog með skreytingum. Sum verkfæranna hefur Stefán smíðað. X SJÁ SÍÐU 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.