Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 8
FRÉTTIR Innlent8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 STAKSTEINAR Leysir verðþakið orkuskortinn? Geir Ágústsson verkfræðing- ur skrifar um orkukreppu og verðþak á blog.is og segir: „Orku- málaráðherrar aðildarríkja Evrópusam- bandsins hafa loks komið sér saman um verð- þak á jarðefna- eldsneyti. Mark- miðið með verðþakinu er að vinna bug á orkukreppunni sem skekur nú meginland Evrópu. Er þá ekki búið að leysa öll vandamál? Verðþak, og mál- ið er leyst! Þeir sem hafa lesið eina blaðsíðu (eða meira) í hagfræðibók hljóta að hrista hausinn. Þeir sem fylgjast með orkumörkuðum sömuleiðis. Evrópa dregur ekki til sín meiri orku með því að borga minna fyrir hana en aðrir. Hún þarf þvert á móti að yfirbjóða orku úr höndum heimshluta með minna á milli handanna.“ Geir bendir ennfremur á að þetta „verðþak mun hafa sömu afleiðingar og önnur slík þök: Valda skorti. Skortur leiðir til skammtana. Skömmtunum þarf að útdeila, og ætli orku- málaráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins séu þá ekki til í að framkvæma þær útdeil- ingar?“ Þá segir hann að lausnin sé ekki verðþak heldur meiri orkuframleiðsla. „Fyrir suma þýðir það vatnsfallsvirkjun, fyrir aðra þýðir það nýtt kola- orkuver. Hérna má ekki láta loftslagsprestana hræða sig með röngum spám um hlýnun jarðar vegna athafna manna.“ Geir Ágústsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni www.mbl.is/mogginn/leidarar Varað við svikahröppum sem herja nú á LinkedIn lFólk er opið fyrir samskiptum við ókunnuga á miðlinum Netöryggissveit Fjarskiptastofu, Cert-is, varar fólk við aukinni svikastarfsemi á samfélagsmiðlin- um LinkedIn. Sem kunnugt er hafa netsvikarar herjað á fólk í síauknum mæli í gegnum tölvupósta, samfé- lagsmiðla og ýmiss konar viðskipti og dreifingarfyrirtæki að undanförnu. Með vaxandi vinsældum LinkedIn hafa svikarar farið að beina sjónum sínum þangað. Sífellt fleiri nota LinkedIn til að stofna til og viðhalda tengslum í at- vinnulífinu. Þar birtir fólk helstu upp- lýsingar um sig, starfsferilsskrá og þá áfanga sem það nær í starfi. Miðill- inn hefur nýst mörgum Íslendingum vel til að halda sambandi við gamla skólafélaga að utan og kollega sem þeir kynnast á ráðstefnum svo dæmi séu tekin. Svikin snúa hins vegar mest að því að fyrirtæki eru farin að nota LinkedIn til að veiða til sín feitu- stu bitana á markaði og leita uppi efnilegt starfsfólk. Þannig hefur mannauðsfólk samband við fólk í gegnum LinkedIn og margir leita ráða hjá fólki í sinni starfsgrein um vinnustaði og starfstilboð. „Þetta hef- ur leitt af sér að fólk er mun opnara fyrir samskiptum við ókunnuga en á mörgum öðrum samfélagsmiðlum,“ segir á vef Cert-is þar sem rakið er að algengustu svikin séu einmitt frá fólki sem segist vinna við ráðningar hjá spennandi fyrirtæki, sölumenn sem vilja selja fólki eða vinnuveit- anda þess einhverja þjónustu eða einstaklingar sem bjóða viðkomandi að kaupa rafmynt. „Ástæðurnar á bak við svindlið geta verið mismunandi. Sumir vonast eftir að geta grætt af fórnarlambinu peninga meðan aðrir eru á eftir upp- lýsingunum þeirra. Í þeim tilvikum þar sem leitast er við að stela upplýs- ingum reynir árásaraðilinn að byggja upp traust til að geta sent skjöl með óværum í von um að komast inn í tölvu einstaklingsins eða jafnvel fyrirtækisins sem einstaklingurinn vinnur fyrir,“ segir á vef Cert-is. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is AFP/Greg Baker Miðill Margir nota samfélagsmiðilinn LinkedIn í tengslum við atvinnu sína. Nú reyna svikahrappar að komast að fólki í gegnum miðilinn. Efla á samfélagið á Vestfjörðum lStarfshópur á að skila tillögum til ráðherralÝmsar áhugaverðar hugmyndir með tillögum sem starfshópur um raforkumál á Vestfjörðum skil- aði í fyrra. Fram kemur hjá Guð- laugi Þór Þórðar- syni að sveitar- stjórnarfólk á Vestfjörðum hafi kallað eftir að stjórnvöld styrki samkeppnisstöðu Vestfjarða til bú- setu. Ýmsar áhugaverðar hugmynd- ir hafi kviknað hjá íbúum á svæðinu um hvernig bregðast skuli við þessari áskorun. „Stjórnvöld og samfélagið og atvinnulífið á Vestfjörðum þurfa að taka höndum saman við að móta frekar þessar hugmyndir. Það er von mín að tillögur starfshópsins verði lóð á þær vogarskálar og að þær muni efla og styrkja Vestfirði.“ sisi@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverf- is-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp sem hefur það hlut- verk að vinna tillögur um aðgerðir sem stuðlað geta að því að efla sam- félagið á Vestfjörðum. Starfshópinn skipa: Einar K. Guðfinnsson, fyrrver- andi ráðherra, formaður, Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðar- bæjar, og Jón Árnason, forseti bæj- arstjórnar í Vesturbyggð. Með hópnum starfa Kjartan Ingvarsson, Steinar Kaldal og Erla Sigríður Gestsdóttir frá umhverf- is-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Starfshópurinn á að skila tillögum til ráðherra fyrir 1. maí 2023. Fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins að gert sé ráð fyrir að tillögur hópsins snúi að jarðhitaleit, aukinni orkuöflun, þjóðgarði á Vest- fjörðum, eflingu hringrásarhagkerf- isins og grænni atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum. Enn fremur eftirfylgni Einar K. Guðfinnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.