Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
✝
Elínborg
Hanna Andr-
ésdóttir fæddist á
Akranesi 23. apríl
1957. Hún lést á
heimili sínu 4. des-
ember 2022.
Faðir hennar
var Andrés Árna-
son húsasmíða-
meistari, starfaði
lengst hjá Vita- og
hafnamálastofnun,
f. 2. mars 1926 í Vík í Mýrdal,
d. 5. nóvember 1988. Móðir
hennar var Halldóra Guð-
munda Davíðsdóttir, f. 19.
október 1926 í Dældarkoti í
Helgarfellssveit og ólst þar upp
hjá fósturforeldrunum Hannesi
og Elínborgu, d. 10. september
2019.
Systkini Elínborgar eru Arn-
björg, f. 30. janúar 1950, Davíð
Karl, húsasmíðameistari og
matsmaður, f. 23. ágúst 1951,
og Hannes Bergur, f. 8. júní
1958, húsasmiður og verktaki.
Eiginkona Hannesar er Ingi-
björg Jóna Baldursdóttir, f. 14.
maí 1955. Bróðir Elínborgar
samfeðra var Guðmundur, f.
31. maí 1948, d. 13. júní 2011.
Móðir hans er Guðbjörg Guð-
mundsdóttir, f. 28. maí 1927.
Elínborg giftist Árna Jó-
hannssyni viðskiptafræðingi, f.
20. júlí 1956. Þau skildu. Börn
þeirra eru: 1)
Andrés Heimir
verkfræðingur, f.
17. mars 1981.
Sambýliskona hans
er Berglind Rósa
Halldórsdóttir
verkfræðingur, f.
29. júní 1981. Þau
búa og starfa er-
lendis. Börn þeirra
eru Kristófer
Högni, f. 23. mars
2016, og Alexandra Rún, f. 9.
febrúar 2022. 2) Sandra Theó-
dóra lögfræðingur, f. 26. júní
1986. Sambýlismaður hennar
er Einar Jónsson vélfræðingur,
f. 4. september 1984. Börn
þeirra eru Aldís Eva, f. 2. júní
2014, og Elmar Theódór, f. 4.
ágúst 2019.
Elínborg ólst upp á Akranesi
til ársins 1961 er fjölskyldan
flutti í Kópavog. Hún gekk í
skóla í Kópavogi. Hún vann í
Prentsmiðjunni Odda á
Bræðraborgarstíg í mörg ár.
Elínborg starfaði sem einkarit-
ari í fjármálaráðuneytinu hjá
Indriða H. Þorlákssyni og hjá
Herði Sigurgestssyni, forstjóra
Eimskip. Elínborg bjó í Ála-
borg í Danmörku og í Svíþjóð í
nokkur ár þar sem hún lærði
m.a. guðfræði og leiðtogafræði.
Útför Elínborgar fór fram í
kyrrþey.
Elsku fallega litla systir mín.
Hugur minn hefur verið hjá
henni síðan mér var sagt hvað
hafði komið fyrir hana í byrjun
mánaðarins. Við vorum alltaf í
miklum samskiptum og áttum
góð tengsl. Þau ár sem Elínborg
var í Danmörku og Svíþjóð
heimsótti ég hana þó ekki oft.
Hún átti góðar vinkonur á ung-
lingsárunum, þær Brynju og
Siggu Mæju. Það var nóg að
gera hjá þeim, utanlandsferðir
og annað skemmtilegt. Önnur
þeirra, Sigga, giftist sænskum
manni og flutti til Svíþjóðar og
fleiri landa í tengslum við vinnu.
Ellý var áfram í sambandi við
Brynju, sem giftist og stofnaði
fjölskyldu. Þegar Elínborg vann
í Prentsmiðjunni Odda eignaðist
hún fleiri góðar vinkonur sem
hún var í sambandi við alla tíð.
Ekki má gleyma Hrafnhildi
Stellu sem Ellý var mikið í sam-
bandi við eftir að Stella flutti
aftur á höfuðborgarsvæðið.
Fyrstu minningar mínar um
elsku Ellý systur eru dásam-
legar. Hún var gullfallegt barn
með næstum því hvítt hár, með
sveip niður á ennið. Það vakti
fljótt athygli mína hvað hún var
lagin við að semja lög og texta
og oft söng hún þau af hjartans
lyst þegar hún var í baðkarinu.
Hún hefur ekki verið nema um
tveggja ára gömul á þessum
tíma.
Við erum fjögur systkinin og
því var oft mikið að gera hjá
móður okkar. Þar sem ég er elst
fékk ég oft það hlutverk að
gæta Ellýjar og oftar en ekki
fórum við vinkonurnar með
hana í göngutúra í kerrunni. Ég
man að ég reyndi að fá Ellý til
að hætta með snuð, þegar mér
þótti tími kominn til þess, en
það gekk ekki vel. Henni tókst,
með þessu ómótstæðilega andliti
og sínu rólega svipmóti, að
koma í veg fyrir að mér tækist
það.
Oft létum við systurnar okk-
ur dreyma, töluðum um ferðir
til Suðurhafseyja, járnbrautar-
lestarferðir til borga í Evrópu
og að búa á Spáni í einhvern
tíma. Ekki munu þessir
draumar verða að veruleika úr
þessu en draumarnir gáfu okkur
mikið. Andrés Heimir og
Sandra Theódóra, börnin henn-
ar Elínborgar, eru orðin vel
menntuð og búin að stofna fjöl-
skyldur. Elínborg var afar stolt
af börnunum sínum og ánægð
yfir því hversu vel þeim hefur
gengið.
Ég mun sakna Elínborgar
Hönnu systur minnar meira en
orð fá lýst. Blessuð sé minning
hennar.
Arnbjörg Andrésdóttir.
Elínborg Hanna
Andrésdóttir
✝
Anna Ragn-
heiður Thor-
arensen fæddist 6.
janúar 1935 á Flat-
eyri við Önundar-
fjörð. Hún lést 9.
desember 2022.
Foreldrar hennar
voru hjónin Ragnar
Daníel Bjarnason
Thorarensen,
fæddur á Skarðs-
stöð á Skarðs-
strönd í Dalasýslu, og Ingibjörg
Markúsdóttir Thorarensen frá
Reyðarfirði í Suður-Múlasýslu.
Anna Ragnheiður var næstyngst
fimm systkina og kveður síðust
þeirra. Þau voru, auk hennar, í
aldursröð talin: Ebba, Pétur
Hamar, Sigrún og Bjarni Páll.
Anna Ragnheiður lauk gagn-
fræðaprófi frá Gagnfræðaskól-
anum á Akureyri, en fór síðan
grímssyni úr Látravík í Eyrar-
sveit, Snæfellsnesi. Foreldrar
Sigurðar voru hjónin Hall-
grímur Sigurðsson og Bjarnína
Guðrún Jakobsdóttir.
Synir Önnu Ragnheiðar og
Sigurðar eru þrír. Elstur er
Ragnar Thor, ljósmyndari, f.
1958, kvæntur Ásdísi Giss-
urardóttur. Þau eiga þrjú börn;
Hilmar Þórarin, Elías Ragnar
og Ragnheiði Mekkín. Eigin-
kona Hilmars er Hjördís Sif
Bjarnadóttir og þeirra börn eru
Birta, Atli og Hjörtur. Maður
Ragnheiðar Mekkínar er Andri
Karel Ásgeirsson og þeirra barn
er Ásdís Vala. Hallgrímur Gunn-
ar er næstelstur, f. 1959. Hann
er verkfræðingur, kvæntur
Önnu Þórhallsdóttur. Dóttir
þeirra er Guðrún Andrea.
Yngstur er Sigurður Árni, f.
1963, sagnfræðingur. Kona hans
er Ester O’Hara.
Útförin fór fram 21. desem-
ber 2022.
Vegna mistaka birtust grein-
ar ekki á útfarardegi og eru
hlutaðeigandi beðnir afsökunar
á því.
til náms í Hånd-
arbejdets Fremme í
Kaupmannahöfn
þar sem hún lauk
handavinnukenn-
araprófi. Hún hóf
störf við iðjuþjálfun
á geðdeild Borg-
arspítalans en
færði sig eftir
nokkur ár til Fé-
lagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar
þar sem hún kenndi handavinnu
á ýmsum félagsmiðstöðvum
borgarinnar fyrir aldraða uns
hún fór á eftirlaun. Árið 1985
hóf hún að flytja inn vefn-
aðarvörur frá Georg Jensen Da-
mask í Danmörku og sinnti hún
því starfi næstu 20 árin ásamt
starfi sínu hjá Reykjavíkurborg.
Anna Ragnheiður giftist 28.
september 1957 Sigurði Hall-
Elsku amma danska, amma
mín í Safamýri, hefur kvatt þessa
jarðvist. Ég mun temja mér svo
marga góða siði frá þessari góðu
konu sem var mér sönn fyrir-
mynd. Amma var heilsteypt,
hjartahlý og hæfileikarík lista-
kona og kennari.
Alla tíð, eða þar til amma fékk
heilablóðfall og lamaðist árið
2017, fékk hún mig til þess að
setjast í fang sér í smá knús og
kjass. Síðasta skiptið sem ég sat
eins og barn í fangi ömmu var ég
þrítug og þrátt fyrir að það væri
undarlegt eftir að ég varð stærri
og þyngri en hún þá var ég alltaf
til í það.
Eftir gott knús bað amma iðu-
lega um að skoða í mér tenn-
urnar. Annar kannski skrítinn
síður en eftir stend ég 35 ára, hef
aldrei fengið skemmd og tann-
heilsa í fullkomnu standi. Þannig
að takk fyrir virkt eftirlit amma
mín.
Hún amma var ávallt vel til-
höfð, talaði vandað og fallegt
mál, blótaði aldrei og heimili
hennar var smekklegt og sjaldan
öðruvísi en hvítskúrað. Amma
var eins konar heilari sem nærði
alla þá sem komu henni nærri.
Hún gat bjargað deyjandi blóm-
um og um leið róað rafmagnaðar
taugar MH-unglingsins sem oft
sótti til ömmu í Safamýri til þess
að næra sig, læra og hvílast.
Amma kenndi mér einnig að
sauma og þótt ég hafi ekki haft
úthald í að sauma heilu listaverk-
in með örþunnum silkiþráðum
eins og hún þá bý ég enn að
þeirri góðu þekkingu í dag. Sú
færni nýtist til dæmis til þess að
sauma hjörtu og blóm yfir mistök
sem ég geri við það að prjóna.
Aftur á móti gat hún líka farið
í mínar fínustu taugar, sérstak-
lega þegar ég reyndi fyrir mér
sem uppreisnargjörn ung kona.
Amma mín þoldi nefnilega ekki
að sjá litlu stelpuna sína fylgja
straumum og stefnum unglings-
áranna. Og hún var þrjóskari en
ég. Amma tók ekki í mál að galla-
buxur væru rifnar, saumaði í öll
göt og bætti við litlum útsaumuð-
um hjörtum og blómum, nema
hvað. Þá tókst henni alltaf að
senda mig frá sér vel gyrta og
með dömulega slæðu. Þetta trufl-
aði mig mikið en oftar en ekki
truflaði það mig meira að ég var
bara frekar flott eftir yfirhaln-
ingu frá ömmu.
Þá má ég til með að nefna að
alltaf fannst mér súkkatblæti
ömmu óhóflegt. Hún bakaði mik-
ið og oftar en ekki með súkkati
sem mér fannst, og finnst, skelfi-
lega vont. Amma heyrði engar
mótbárur og tókst að troða í mig
súkkatbollum og þurfti ég að
reyna að drekkja óbragðinu með
kakóinu sem einnig var í boði.
Nú þarf ég aldrei aftur að borða
súkkat og mun sakna þess.
Sögurnar af ömmu minni eru
fjölmargar og þakkir mínar til
hennar fleiri. Elsku besta amma
mín, takk fyrir allt sem þú
kenndir mér, listauppeldið,
hannyrðirnar, ferðirnar allar á
listasöfn, í leikhús, grasagarðinn
og ísbúðir þar sem þú baðst alltaf
um stóóóóran barnaís handa okk-
ur tveimur.
Ég elska þig inn í eilífðina.
Ragnheiður Mekkín Th.
Ragnarsdóttir.
Anna Ragnheiður
Thorarensen
HINSTA KVEÐJA
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Elísabet, Hildur og Sigrún.
✝
Jón Vídalín
Jónsson fædd-
ist á Herríðarhóli í
Ásahreppi í Rang-
árvallasýslu 27.
júní 1934. Hann lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Nesvöllum í
Reykjanesbæ 16.
nóvember 2022.
Foreldrar hans
voru hjónin Jón
Jónsson frá Hár-
laugsstöðum, f. 1.2. 1897, d.
31.10. 1970, og Rósa Runólfs-
dóttir frá Snjallsteinshöfða, f.
8.2. 1908, d. 12.7. 1987.
Systkini Jóns Vídalíns eru:
Guðrún, f. 22.5. 1928, d. 16.3.
2014, Knútur, f. 20.7. 1929, d.
4.3. 2015, Sigurður, f. 23.7.
1931, d. 12.8. 2016, Sigrún, f.
18.1. 1933, d. 8.11. 2021, Her-
borg, f. 4.5. 1936, d. 7.12. 2005,
Helgi, f. 31.8. 1937, d. 12.1. 1997,
Inga, f. 3.8. 1939, Lóa, f. 29.5.
1941, Kristín, f. 26.6. 1943, Ásta,
f. 24.3. 1945, María, f. 20.10.
1947, d. 5.7. 1949, Maja, f. 21.6.
1950, Ólafur Arnar, f. 12.12.
1951, og Kristín Herríður, f.
21.10. 1953, d. 11.12. 1957.
Jón Vídalín, eða Nonni eins
og hann var alltaf kallaður, ólst
upp í stórum systkinahópi hjá
ákváðu Nonni og Vilborg að
selja jörðina og leggja land und-
ir fót. Í rúman áratug bjuggu
þau vítt og breitt um landið, má
þar nefna Mundakot á Eyrar-
bakka, Bakkagerði í Jökuldal,
Strönd á Völlum og Hellisholt
við Flúðir. Nonni var áhuga-
maður um nýtingu timburreka
og eyddi nokkrum sumrum á
þessum árum norður á Mel-
rakkasléttu við vinnslu rekavið-
ar. Þar naut hann útiveru og
sinnti áhugamáli sínu. Þegar
gæta tók heilsubrests hjá Vil-
borgu keyptu þau hjónin íbúð í
Vogum á Vatnsleysuströnd. Til
að byrja með vann Nonni hjá
varnarliðinu á Keflavík-
urflugvelli en þegar veikindi
Vilborgar ágerðust sagði hann
starfi sínu lausu og einbeitti sér
að umönnun eiginkonu sinnar.
Vilborg andaðist 5. febrúar
2007.
Nonni var alla tíð mjög
áhugasamur um veiði í vötnum
og lækjum og sinnti henni allan
ársins hring meðan kraftar ent-
ust. Af þessum veiðiferðum
hafði hann mikla ánægju. Síð-
ustu æviárin dvaldi hann á
hjúkrunarheimilinu Nesvöllum í
Reykjanesbæ.
Útför Jóns Vídalíns var gerð í
kyrrþey að ósk hins látna frá
Kálfatjarnarkirkju á Vatns-
leysuströnd 2. desember.
Röng mynd birtist í gær með
greinum, því eru þær endur-
birtar hér. Beðist er velvirð-
ingar á mistökunum.
foreldrum sínum á
Herríðarhóli. Hann
naut hefðbund-
innar barnafræðslu
í farskóla, m.a. á
Hárlaugsstöðum
og í Kálfholti eins
og tíðkaðist á hans
uppvaxtarárum.
Hann fór snemma
að sækja vinnu þótt
alltaf væri hann
með annan fótinn á
æskuheimilinu á Herríðarhóli.
Hann fór á vertíðir til Vest-
mannaeyja 1955-1967 og sinnti
þar vinnu bæði til sjós og lands.
Á sumrin var hann í búskapnum
á Herríðarhóli og aðstoðaði við
uppbyggingu þar, m.a. við
byggingu á fjósi, hlöðu og íbúð-
arhúsi.
Á þessum árum kynntist
Nonni eiginkonu sinni, Vilborgu
Gunnarsdóttur. Hún fæddist á
Akureyri 18. júlí 1924. Þau
hjónin hófu búskap á jörðinni
Kambi, næstu jörð við Herr-
íðarhól, árið 1971. Þar byggðu
þau hjónin upp mikinn húsa-
kost, íbúðarhús, vélaskemmu,
hlöðu og fjárhús. Þau juku við
ræktun jarðarinnar og stækk-
uðu bústofninn. Eftir tæpan
áratug í búskapnum á Kambi
Nonni frændi hefur kvatt.
Hann hefur sagt mér síðustu
veiðisöguna. Nonni var að jafnaði
ekki maður margra orða. Hann
lét ekki mikið yfir sér eða barst á,
heldur fór hann sínar eigin leiðir.
Hann var trúr sinni sannfæringu,
nægjusamur, nýtinn og fór vel
með það sem hann hafði. Það var
alltaf gott að koma til hans í Vog-
ana. Það var eins og maður hefði
alltaf hitt hann síðast í gær. Mað-
ur náði honum á flug með því að
ræða um veiði. Áhuginn fyrir
veiðinni var ódrepandi.
Nonni var verkmaður góður.
Hann var alltaf eitthvað að brasa,
innanhúss, í bílskúrnum, sinna
veiðarfærum eða eitthvað allt
annað. Hvort sem maður var með
honum í girðingarvinnu eða að
sinna húsaviðhaldi, þá vildi hann
alltaf leggja sitt af mörkum og
dró ekki af sér. Eftirminnilegast-
ar eru þó veiðiferðirnar. Þær
voru því miður ekki margar en
þar var Nonni á heimavelli. Hann
var búinn að hugsa þetta fram og
aftur. Hvar og hvenær væri helst
veiðivon og hvernig væri best að
meðhöndla aflann.
Nú er dagur að kveldi kominn.
Heimsóknirnar til Nonna suður
með sjó verða ekki fleiri. Hvíl í
friði, Nonni, með hjartans þökk
fyrir samfylgdina.
Eggert Þröstur
Þórarinsson.
Þrautseigja og þolinmæði
– kostir sem að prýða þig.
Bjölluhlátur, birtuljómi,
barlóm lætur eiga sig.
(Anna Þóra)
Þessar ljóðlínur draga vel
saman mannkosti Nonna frænda.
Nonni var hæglátur maður sem
lét ekki mikið fyrir sér fara.
Þrátt fyrir áföll og andstreymi
lífsins, sem á köflum léku hann
grátt, lét hann aldrei buga sig.
Þrautseigjan og eljusemin var
ódrepandi. Hann gafst aldrei
upp, enda þrjóskur frá náttúr-
unnar hendi. Fæddur á milli-
stríðsárunum á barnmörgu heim-
ili, þar sem stundum var þröngt
um kost, þekkti Nonni ekki ann-
að frá unga aldri en vinnusemi og
útsjónarsemi. Nonni var ekki
vinamargur né kaus hann að
blanda geði við of marga. Hann
fór ekki alltaf sömu slóð og sam-
ferðamennirnir. Þeir sem komust
undir hrjúft yfirborðið kynntust
einstöku ljúfmenni, með mikla
hjartahlýju og náungakærleika.
Eftir því sem árin liðu fann mað-
ur ríkari þörf hjá honum fyrir fé-
lagsskap og nærveru. Ég get
ekki annað en hugsað til þeirra
góðu nágranna og vina sem
Nonni átti í Vogunum og voru
honum ómetanlegir á síðustu
æviárunum, hafi þeir mikla þökk
fyrir.
Andlát Nonna var þó ekki
óvænt, hann hafði átt við vaxandi
heilsubrest að stríða sl. misseri.
Eftir langa starfsævi líkamlegrar
vinnu er hvíldin á endanum vel-
komin. Þrátt fyrir að fátt væri
Nonna ómögulegt í lifandi lífi ef
hann setti undir sig höfuðið og
hófst handa við verkefnið, af
sinni þrjósku og eljusemi, varð
hann eins og aðrir að lúta í lægra
haldi fyrir skaparanum.
Elsku frændi, það er synd að
samferðin hafi ekki orðið lengri.
Einn dag munum við Nonni hitt-
ast í sumarlandinu, þar verða
veiðisögur og broslegar hliðar til-
verunnar reifaðar.
Á sólríkum vetrardegi þann 2.
desember sl. komu saman nokkr-
ir ættingjar og vinir Nonna í
Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysu-
strönd til að fylgja honum síðasta
spölinn. Það var fámenn en hjart-
næm athöfn. Útförin fór fram í
kyrrþey að einlægri ósk Nonna, í
góðu samræmi við hans persónu-
leika, sem kærði sig lítt um glys
og glaum, en kunni þeim mun
betur að meta fegurð og kærleika
samferðamannanna.
Oddur Þórir
Þórarinsson.
Jón Vídalín
Jónsson