Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 10
FRÉTTIR Innlent10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is FUNI unisex dúnúlpa Kr.33.990.- BRIMN meðalþy Kr.2.1 Hlýjar gjafir ASOLO Falcon Kr. 29.990.- HVÍTANESMerino peysa Kr. 13.990.- ES kkir sokkar 50.- VIGUR ullarhúfa kr. 3.990.- FÍFA Ecodown® úlpa Kr.29.990.- RANGÁ Ullarkápa Kr.33.990.- RUMUR Flannel skyrta Kr. 9.990.- HVERAGIL Merino húfa Kr. 3 990 SKRÚÐUR Ullarvettlingar kr.4.990.- . .- HLÝJAUllarteppi kr. 15.990.- Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin JÓLASÖFNUN Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma S. 551 4349, netfang:maedur@maedur.is www.vest.is • Ármúli 17 • Sími: 620 7200 Øya skipin Dettifoss, Brúarfoss og svo Tukjuma Arctica sem er í eigu Royal Arctic Line. Eimskip og skipafélagið grænlenska eru í samsiglingum um þessa áætlun, í samstarfi sem hefur gilt í tæp þrjú ár. Frá Grænlandi, með viðkomu á Íslandi, fara skipin svo til Færeyja og í hafnir á Norður- löndunum í þriggja vikna hringferð. Oft verið á sjó um jólahátíðina „Siglingar til og frá Grænlandi eru oft krefjandi. Allur er varinn góður og hjá okkur er regla að þegar kem- ur að landinu eru með stýrimanni á vakt alltaf tveir hásetar, sem standa hvor á sínum brúarvæng. Þeirra er þá að fylgjast með til dæmis hafís sem hefur verið mjög áberandi að undanförnu, svo sem stórir flekar sem borist hafa úr fjörðum út á Svo áætlanir haldist og varningur skili sér á tilsettum tíma nærri ára- mótum verða nokkur íslensk flutn- ingaskip á sjó um jólin. Í gærkvöldi, á vetrarsólstöðum, sigldi Brúarfoss, skip Eimskips, frá Reykjavík út í kolsvart skammdegismyrkrið áleiðis til Nuuk á Grænlandi. Þangað er ætlunin að ná um hádegi á að- fangadag. Áhöfnin mun því halda jól í grænlenskri höfn og þykir ekki tiltökumál. Hvassviðri og háar öldur „Veðurspáin er þannig að búast má við hvassviðri og háum öldum á siglingu okkar hér yfir hafið. Þetta ætti þó að ganga vandræðalaust, því Brúarfoss er gott sjóskip sem fer vel með mannskap og farm. Sterkbyggt með andveltitörnum, nærri 180 metra langt og 26 þúsund tonn að þyngd. Einstakur gripur,“ segir Jón Ingi Þórarinsson skipstjóri. Hann var að gera skipið sjóklárt og aðrir að lesta það þegar blaðamaður kom við í Sundahöfn á þriðjudag. Þá var áhöfnin, alls fimmtán manns, að tín- ast um borð. Sumir voru með pinkla og jólapakka. „Stopp í hverri höfn er aldrei langt. Skipið er afgreitt í Nuuk á aðfangadag og þar verðum við fram á kvöldið. Brytinn verður með eitt- hvað gott í matinn um það leyti sem jólin eru hringd inn. Í framhaldinu var ætlunin að kalla mannskap- inn saman upp í brú og skapa hér skemmtilega stemningu þegar pakk- ar verða opnaðir. Seint um kvöldið förum við svo aftur frá Nuuk og verðum væntanlega hér í Reykjavík aftur á miðvikudag í næstu viku, 28. desember,“ segir Jón Ingi. Þrjú skip sigla Rauðu leiðina sem Eimskip kallar svo, það eru systur- rúmsjó. Öfgar í veðurfari hér á Norður-Atlantshafi eru oft miklar og hafa færst mjög í aukana á allra síðustu misserum,“ segir Jón Ingi sem hefur verið til sjós hjá Eimskip nánast óslitið síðan um 1980. Talar því af reynslu og þekkingu. „Ég hef oft verið á sjó um jólin, einu sinni á miðju Kyrrrahafi og einnig í siglingu á Miðjarðarhafinu. Í eitt skiptið var ég svo á Svartahaf- inu á leið til Poti í Georgíu. Man líka eftir að hafa verið í Bandaríkjunum og í Immingham á Englandi. Þetta hafa alltaf verið alveg ljómandi góð jól og hátíðleg. Ég býst síðan ekki við öðru en svo verði einnig nú, þótt það að halda hátíðina um borð í flutningaskipi í grænlenskri höfn sé væntanlega flestum framandi,“ segir skipstjórinn á Brúarfossi. lRauða leiðin til NuuklBrúarfoss verður í Nuuk að morgni aðfangadagslJólaferð og fimmtán manns í áhöfnlHásetar fylgjast með hafísnumlJólastemning í brúnni þar sem pakkar að heiman verða opnaðir Halda jólin í höfn á Grænlandi Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjómenn Knáir kappar áður en lagt var af stað til Nuuk. Frá vinstri talið eru hér: Jón Ingi Þórarinsson skipstjóri, Stefán Vigfússon háseti, Pétur Bogi Hockett bryti, Jökull Harðarson rafvirki og Þorgils Þórarinsson yfirstýrimaður. Valinn maður í hverju rúmi eins og þarf í vetrarferð yfir Atlantshafið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stórskip Brúarfoss fyrir brottför; 179 metra langur og 26 þúsund tonn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.