Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 36
FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022
ECCO KULDASKÓR
Á ALLA FJÖLSKYLDUNA
16.995.- / St. 27-35
Vnr.: E-711242
22.995.- / St. 40-47
Vnr.: E-214714
22.995.- / St. 36-46
Vnr.: E-214703/4
16.995.- / St. 27-35
Vnr.: E-711242
22.995.- / St. 36-40
Vnr.: E-214723
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
22. desember 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 142.94
Sterlingspund 173.08
Kanadadalur 104.84
Dönsk króna 20.366
Norsk króna 14.415
Sænsk króna 13.696
Svissn. franki 153.74
Japanskt jen 1.0777
SDR 190.3
Evra 151.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.4801
Selst hægar upp en
áður á jólatónleika
z Jólatónleikahald er komið aftur á fullt
skrið án takmarkana eftir að hafa að
mestu legið niðri síðustu tvö ár sökum
faraldurs. Í fyrra voru þó haldnir tónleik-
ar en þar var bæði grímuskylda og krafa
um neikvætt hraðpróf, sem óneitanlega
setti svip sinn á hátíðarhöldin. Tónleikar
í streymi voru algengir í fyrra en heyra
til undantekninga í ár, þótt það sé í boði
hjá einhverjum tónleikahöldurum.
„Það kemur ekkert í staðinn fyrir að
mæta á lifandi viðburði,” segir Hrefna
Sif Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Tixly.
„Miðasala á jólatónleika sem og aðra
viðburði hefur gengið heilt yfir vel. Við
erum mjög ánægð með hvernig salan
hefur gengið, það hefur selst vel í sam-
anburði við árin fyrir faraldur, og er árið
í ár mjög sambærilegt við árið 2019.”
Ólíkt fyrri árum hefur miðasalan hins
vegar gengið hægar og viðburðir eru
lengur að seljast upp.
„Fólk kaupir miða með skemmri
fyrirvara og ákveður sig seinna en það
gerði,“ segir Hrefna Sif.
„Þeir sem eru vanir því að selja upp
snemma urðu kannski fyrir vonbrigð-
um. En nú þarf að leggja aðeins meira á
sig til að klára dæmið.“
Hrefna tekur undir með blaðamanni
að kannski sé skýringin sú að fólk sé
orðið vant því að eitthvað komi upp á og
viðburðum sé frestað.
„Við lentum auðvitað í því að þurfa
að fresta sumum viðburðum allt að sex
sinnum þar til þeir urðu loksins haldnir.“
Til viðbótar við jólatónleikana, sem
auðvitað eru mest áberandi í kring-
um hátíðarnar, þá hefur miðasala á
uppistönd gengið áberandi vel. Hrefna
telur að það skýrist að einhverju leyti af
því að miðarnir séu ódýrari, enda fáir á
sviðinu.
Hrefna Sif Jónasdóttir,
framkvæmdastjóri Tixly.
Skapaði leiksviðið sjálfur
Hann bendir á að það verði að
teljast einstakt að forystumaður
á vettvangi mikilvægra fyrirtækja
hafi einnig og á sama tíma mótað
umgjörð stjórnarstarfsins. Það hafi
t.d. átt við á vettvangi Eimskipa-
félagsins þar sem Halldór teiknaði
viðbyggingu við skrifstofubyggingu
félagsins (en hann hannaði einnig
vöruhús í þess eigu). Og hann lét
ekki þar við sitja heldur hannaði
og stýrði endurbótum á húsnæðinu
innanvert. Það varð til þess að allar
innréttingar og m.a. sjálft stjórnar-
borðið voru höfundarverk stjórnar-
formannsins.
Pétur segir hæpið að nokkur muni
geta fetað í fótspor Halldórs.
„Ég tel afar ólíklegt að það komi
fram maður sem sameini þetta
tvennt eins og Halldór gerði. Hann
var kannski líka réttur maður á
réttum tíma þegar kom að að-
komu hans að íslensku atvinnulífi
og hvernig þetta tvennt fléttaðist
saman. Ég held að það séu jafnvel
fá dæmi um það erlendis að einn
maður hafi náð þessum árangri á
þessum annars ólíku sviðum.“
Pétur bendir á að höfundarverk
Halldórs sé mikið að vöxtum. Eftir
hann liggja ekki ómerkari byggingar
en Bændahöllin á Melunum, Há-
teigskirkja, Borgarneskirkja, kirkj-
an á Bæ í Borgarfirði auk margra
annarra smærri og stærri húsa.
Einhverjir kunni að halda að þessi
aðsópsmikli maður í viðskiptalífinu
hafi haft her manna á sínum snær-
um. Ekkert sé þó fjær sanni enda
hafi Halldór ætíð rekið teiknistofu í
eigin nafni og í mesta lagi verið með
einn til tvo starfsmenn. Hann hafi
nýtt kvöld og jafnvel nætur til þess
að teikna og hanna. Um þetta vitni
m.a. teikningar hans af Bænda-
höllinni þar sem hann teiknaði og
útfærði öll stærstu og smæstu atriði
byggingarinnar.
Borgarneskirkja stórmerk
Spurður út í hvaða bygging
Halldórs veki mestan áhuga hans,
segir Pétur að það hljóti að vera
Borgarneskirkja. Hún sé á margan
hátt óuppgötvaður gimsteinn fyrir
margra hluta sakir. Hún vitni einnig
um að Halldór gat sameinað með
smekklegum hætti klassískan stíl
og það sem nýir tímar kölluðu á. Þá
vekur hann einnig athygli á því að
þegar Halldór teiknaði viðbyggingar
við eldri hús hafi hann ætíð látið
stíl upprunalegrar byggingar halda
sér. Það átti t.d. við um viðbyggingu
Eimskipafélagshússins. Hafi Hall-
dór raunar fengið athugasemdir frá
yfirvöldum í Reykjavíkurborg fyrir
að hafa ekki sett persónulegra mark
á bygginguna.
Hið íslenska bókmenntafélag
hafði útgáfu bókarinnar um Halldór
H. Jónsson með höndum en hún er
hluti af ritröð um íslenska arki-
tekta sem settu svip sinn á íslenska
byggingarlist á 20. öld. Í þessum
flokki hefur áður verið fjallað um
Manfreð Vilhjálmsson, Gunnlaug
Halldórsson og Guðjón Samúelsson.
Tvær síðarnefndu bækurnar eru
höfundarverk Péturs. Fleiri bækur í
flokknum eru á teikniborðinu.
Í Halldóri H. Jónssyni (1912-
1992) arkitekt komu saman ólíkir
hæfileikar sem urðu til þess að
hann varð ekki aðeins áhrifamikill
á því sviði um sína daga heldur
einnig einn valdamesti maður ís-
lensks viðskiptalífs. Á þetta bendir
Pétur H. Ármannsson arkitekt,
sem ásamt Birni Jóni Bragasyni,
sagnfræðingi og lögfræðingi, hefur
sent frá sér bók um ævi og störf
Halldórs. Pétur er gestur Dag-
mála.
Halldór var um áratugaskeið
stjórnarformaður í burðarás-
um íslensks atvinnulífs, m.a. í
Eimskipafélagi Íslands en einnig
Íslenska álfélaginu sem reisti
fyrstu álbræðsluna hér á landi í
Straumsvík. Segir Pétur að færa
megi rök fyrir því að Halldór hafi
rutt braut listamanna á vettvangi
viðskiptalífsins.
Skapandi fólk hafi mótandi
áhrif á viðskiptalífið
„Ég held að það sé mikilvægt
að hafa fest þessa sögu á blað og
reyna að draga upp heildstæðari
mynd af þessum manni og framlagi
hans á þessu sviði. Í dag tala menn
mikið um skapandi greinar, að
fólk með ólíkan bakgrunn, að fólk
úr listgreinum og hönnun eigi að
koma inn í viðskiptalífið og móta
það og samfélagið. Það má segja
að Halldór H. hafi verið fyrsti
fulltrúi hinna skapandi greina í
íslensku viðskiptalífi.“
Pétur segir auk þess að Halldór
hafi ekki aðeins beitt viðskiptalíf-
inu á sviði byggingarlistarinnar.
Flest bendi til þess að hann hafi
einmitt beitt arkitektúrnum á
vettvangi viðskiptanna.
„Hans menntun gerði honum
kleift að vera mjög skipulagður.
Hann var mikill verkmaður og
kunni mjög vel að skipuleggja
verkferla og framgang verkefna
og hagnýtti það sem stjórnarfor-
maður. Það hefur mótað alla hans
ákvarðanatöku að hann kunni að
standa að stórframkvæmdum.
Hann var einnig listamaður. Hafði
vald á hinni listrænu sköpun og að
vera arkitekt sem getur skapað er
líka vald. Áhrifamenn eins og þjóð-
höfðingjar og stjórnmálamenn og
forstjórar þurfa að kaupa arkitekt-
ana til að móta þær byggingar sem
þeir vilja reisa en þarna var maður
sem hafði þetta hvort tveggja með
höndum,“ segir Pétur.
Tvinnaði saman ólíka heima
DAGMÁL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Dagmál Pétur H. Ármannsson arkitekt er gestur Dagmála en þátturinn er sýndur á mbl.is í dag.
Halldór H. Jónsson var mögulega
fyrsti fulltrúi hinna skapandi
greina í íslensku viðskiptalífi.
zNý bók um Halldór H. Jónsson varpar ljósi á feril hanszVar arkitekt og
„stjórnarformaður“ ÍslandszHeimsborgari og sveitapiltur úr Borgarfirði