Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 „Farðu fyrir mig til Siggu og athugaðu hvað hún vilji í kvöld- mat“ biður Bagga. Litla „stýr- ið“ trítlar upp í herbergi til Siggu sem liggur þar lasin, ber upp erindið og flytur svarið aft- ur niður. Nógu stór til að flytja skilaboð, enn of lítil til að vera treyst til að flytja bakkann með kvöldmatnum upp til frænku. Á þessum tíma dvaldi ég löngum stundum í vesturbæn- um í Steinsholti, hjá föður- systkinum mínum fjórum og ömmu sem orðin var háöldruð. Ég naut þeirra gæða að geta flakkað á milli tveggja heimila. Foreldrar mínir reistu aust- urbæinn fyrir sig og sinn fjör- uga barnahóp og bjuggu fé- lagsbúi með systkinum pabba. Ég man ekki hvenær ég fór að venja komur mínar í vesturbæ- inn. Held ég hafi verið mjög ung þegar ég fór að leita í ró- legheitin þar og athyglina sem ég naut óspart. Þar hafði hver sitt hlutverk, bræðurnir Nonni og Svenni voru í bústörfunum en Bagga sá um heimilið. Sigga tók þátt í heimilisstörfunum þegar heilsa leyfði en oft var hún lasin og þá þurftu bæði hún og amma á umönnun Böggu að halda. Báðar kvöddu þær sama ár, Sigga langt fyrir aldur fram. Það var erfitt. Bagga sat sjaldan auðum höndum. Það þurfti að þrífa húsið, þvo þvotta, elda mat og baka. Ef hún settist niður tók hún upp handavinnu. Ég man Böggu syngjandi við verkin, glaðværa og kvika á fæti. Hún vildi hafa liti í kringum sig, klæddist ekki svörtu. Gult, rautt, bleikt, það var hennar stíll. Í gula eldhúsinu fram- reiddi hún margar máltíðir og oft barst þaðan bökunarilmur. Þá var snjallt að lauma sér inn og sjá hvort ekki væri þörf á hjálparhönd, maður fengi þá eitthvað nýbakað að launum. Best var þegar hún steikti kleinur, ég lærði fljótt að snúa upp á þær og maður minn hvað þær smökkuðust vel. Mörgum árum síðar þegar Bagga var orðin ein í húsinu sem reist var fyrir hana og Nonna eftir fráfall Svenna, átti ég mér aftur athvarf hjá henni. Foreldrar mínir þá látnir og heimili þeirra komið með nýtt hlutverk. Þá var gott að geta gengið að vísum náttstað í Guðbjörg Eiríksdóttir ✝ Guðbjörg Ei- ríksdóttir fæddist 22. apríl 1919. Hún lést 7. desember 2022. Útför Guð- bjargar fer fram frá Stóra- Núpskirkju í dag, 22. desember 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. sveitinni, hvort sem var til einnar nætur eða til lengri tíma. Ávallt vel- komin og vinir mínir aufúsugestir. Þá ræddum við frænkur ýmislegt. Stundum rann upp úr henni gamall kveðskapur og hún spurði hvort ég kannaðist ekki við hann. Þegar ég neitaði sagði hún iðulega „æ, þú ert svo ung,“ þetta hafði hún þá lært sem barn eða unglingur 30-40 árum áður en ég fæddist. Oftar en ekki var það Bagga sem sagði mér fréttir af kunningjum og vinum. Hún var áhugasöm um velferð samferðafólks síns og gladdist þegar vel gekk. Sjálf fann ég vel fyrir þessum áhuga og umhyggju. Allt fram undir það síðasta fylgdist hún með velferð minni og fjölskyldu minnar. Bagga lifði langa ævi. Fram yfir 103 ára afmælisdag sinn gat hún búið á heimili sínu í sveitinni sem henni þótti svo vænt um. Fylgst með gangi tímans eftir því hvar sólin sett- ist handan við gamla bæinn hennar og árstíðabundnum verkefnum bændanna. Hún mat það mikils að geta verið heima og var þeim þakklát sem gerðu henni það kleift. Ég kveð nú mína kæru Böggu frænku, síðasta úr hópi þess góða fólks sem ól mig upp, þakklát fyrir veganestið. Takk fyrir allt, elsku Bagga, ég bið fyrir kveðjur í draumalandið. Þín Sigþrúður Loftsdóttir (Sissú). Það eru ekki allir það lán- samir að fæðast inn í öruggar aðstæður og alast upp við ást, umhyggju og allsnægtir. Ég er einn af þeim lánsömu hvað þetta varðar, fæddur og uppalinn í Steinsholti hjá móð- ur minni, systkinum hennar og afa og ömmu. Lífið er nú einu sinni þannig að fólk eldist og deyr og nú síð- ust af þessum stólpum úr lífi mínu kvaddi hún Bagga, mið- vikudaginn 7. desember. Heimilið í Steinsholti var að mörgu leyti merkilegt menn- ingarheimili þar sem var lagt upp úr því að tala góða ís- lensku, þar voru lesnar bækur og iðkuð tónlist. Þau systkinin sungu um árabil í kirkjukórn- um og fleiri kórum, voru þátt- takendur í leiklistarstarfi og fleira mætti upp telja. Það er til marks um heimilis- andann að krakkar sem komu til sumardvalar urðu gjarnan heimilisvinir ævilagt. Ég hef átt því láni að fagna að vera alltaf í góðu sambandi við þetta fólk, og nú síðustu árin við Böggu. Þegar við Björg tókum sam- an var henni tekið opnum örm- um sem og börnunum okkar. Þegar við vorum að fara austur í heimsókn hringdi Hjalti sonur okkar gjarnan í Böggu, og spurði „er til brúnka og hefur ísbíllinn komið?“. En Bagga passaði alltaf að eiga brúntertu og Böggubrauð sem var upp- skrift úr hennar kolli og þetta brauð var sérlega gott. Það er margs að minnast úr samskiptum okkar Böggu sem aldrei bar skugga á. Í nokkur ár fór ég með þeim systkinum í ferðir á sumrin og eru þær ferðir mjög dýrmætar perlur í minningasjóðnum. Síðustu árin sem hún bjó ein voru Sigurður og Sigríður hennar stoð og styttur. Þegar þau brugðu sér að heiman var hóað í mig til að vera hjá Böggu. Var þá gjarnan ein- hverja daga. Þær samveru- stundir eru mjög dýrmætar. Mig langar með þessum fáu orðum að þakka henni Böggu fyrir allt sem hún var mér og mínu fólki. Þórir Haraldsson og fjölskylda. Við bræður viljum með nokkrum orðum minnast Böggu í Steinsholti. Við tveir sem eldri erum fengum að dvelja nokkur sumur hjá Böggu og bræðrum hennar Nonna og Svenna og síðar hjá Lofti og Björgu konu hans. Gísli var svo vinnumaður í mörg sumur hjá Silla og mikið á sumrum með foreldrum okkar hjá þeim systkinum um lengri og skemmri tíma. Bagga var einstök húsmóðir og hamhleypa til allra verka innanhúss. Þá hljóp hún í störf utandyra þeg- ar á þurfti að halda en þó minna eftir því sem árin liðu. Við eigum einstakar minningar frá árum okkar í Steinsholti og hefur vinskapur fjölskyldu okk- ar við Steinshyltinga haldist ekki síst fyrir þær sakir að Steinsholtsbæirnir hafa alltaf staðið okkur opnir hvernig sem staðið hefur á. Bagga var ein- staklega ljúf og gekk okkur í raun í móðurstað á sumrin. Við áttum okkur á því nú að það er ekki sjálfsagður hlutur. Skammir fyrir strákapör okkar voru aldrei leið þeirra systkina í að leiðbeina okkur borgar- börnunum við mistök okkar. Okkur var treyst fyrir ýmsum verkefnum og fengum að ganga lausir innan um slæga hesta, mannýgar kýr og vélar á hlaðinu. Við minnumst þess þó að hafa einu sinni brugðist þessu trausti og höfum líklega sært og hrætt Böggu og þá bræður. Þá áttum við að vera að raka dreif frá girðingum inni á nýrækt á sólríkum og heitum sumardegi en stukkum út að Kálfá til að stökkva í hyli okkur til skemmtunar. Þegar við kom- um svo heim blautir og sneypu- legir seint í kvöldmat og ekki búnir að skila okkar skyldu- störfum var lítið sagt. Við feng- um góðan kvöldverð en vorum svo sendir í háttinn snemma. Þetta var aldrei rætt aftur og lífið hélt áfram sinn vanagang. Við skildum heldur aldrei af hverju Bagga kom svo seint í réttirnar og fór snemma heim, fyrr en við seinna áttuðum okk- ur á þeim fjölda fólks sem gisti í Steinsholti næturnar í kring- um réttir í uppbúnum rúmum og kræsingunum sem á boð- stólum voru í öll mál. Hún vann störf sín í hljóði og settist sjald- an og stutt til borðs með öðrum en skaut viskulegum athuga- semdum inn í samæður við borðhaldið og tók þátt í um- ræðunni. Við minnumst þess líka að hún söng iðulega við eldhússtörfin enda söngelsk og söng lengi í kirkjukórnum. Við fáum enn vatn í munninn þegar við hugsum um Böggubrauð og Böggukleinur sem hún bakar nú hinum megin fyrir þá sem á undan fóru. Innilegar samúðarkveðjur kæru Steinshyltingar nær og fjær. Jón Bragi, Óttar Már og Gísli Björn. Frá fyrstu stundu man ég eftir mér með henni Böggu. Ein af mínum fyrstu minning- um er úr eldhúsinu í gamla bænum. Ég sit á stólnum við endann á borðinu og narta í eitthvert góðgæti sem Bagga hafði gaukað að mér. Ég er lík- lega líka að drekka úr einu af litlu glösunum hennar. Það er verið að leita að mér úti, greini- lega enginn séð á eftir mér yfir hlaðið. Okkur frænkum þótti fátið þó óþarft enda fátt eðli- legra en að ég sæti þarna hjá henni og spjallaði um daginn og veginn. Það eru margar minn- ingarnar sem ég á af henni frá mínum uppvaxtarárum enda var ég alltaf eitthvað að stússa og snúast í kringum hana. Það var alla tíð gott að vera hjá henni. Það rennur margt um huga manns á þessum tímamótum. Fyrst og fremst er það þó þak- kæti fyrir hartnær þrjátíu ára vináttu. Vináttu sem óx og dafnaði með árunum. Bagga er og verður mér mikil fyrirmynd í lífinu. Jákvæðni hennar og æðruleysi reyni ég að temja mér eftir fremsta megni. Hún var hjartahlý og umhyggjusöm og eru það einstök forréttindi að hafa fengið að kynnast henni. Þegar ég halla aftur aug- unum og kalla fram mynd af Böggu birtist hún ljóslifandi í græna stólnum sínum í stof- unni. Hún raular eitthvað með sjálfri sér og slær fingrunum létt á stólarminn, böðuð sól- skini. Ég verð henni ævinlega þakklát fyrir hlut sinn í uppeldi mínu og vináttu alla tíð. Ég mun ávallt minnast hennar en sérstaklega þegar sólin skín og fíflarnir springa út. Ég veit að hún nýtur nú samveru í sum- arlandinu með fólkinu sínu sem farið var að lengja eftir henni. Ég leyfi broti úr Vikivaka Jó- hannesar úr Kötlum að fylgja því allir dagar með Böggu voru dagar sólarinnar. Allt hið liðna er ljúft að geyma, láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, segðu engum manni hitt! Vorið kemur heimur hlýnar, hjartað mitt! Hafðu það gott elsku Bagga mín! Gígja Sigurðardóttir. Þakklæti er mér efst í huga þegar við kveðjum Böggu í Steinsholti, Guðbjörgu Eiríks- dóttur. Hennar langa lífshlaupi er nú lokið. Guðrún ömmusystir mín var vinnukona í Steinsholti og tók hún með sér systurdóttur sína, Margréti Aðalheiði mömmu mína. Þar upphófust ævilöng vináttubönd við Steinsholtsfólk- ið og ég var þeirra forréttinda aðnjótandi seinna meir að dvelja þar í níu sumur hjá því góða fólki. Margar góðar minn- ingar koma fram í hugann sem of langt væri upp að telja. Ég sé ég Böggu fyrir mér, alltaf að sýsla eitthvað heima við með sitt glaðværa viðmót, stutt í hláturinn og sönginn meðan á húsverkum stóð. Bagga var einstök manneskja í alla staði. Í seinni tíð kom ég oft í heimsóknir í Steinsholt og allt- af var tekið á móti manni með hlýju og glaðværð. Ég minnist Steinsholts, ætt- mennanna og Böggu með hlýju í hjarta. Takk fyrir allt og allt. Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir. Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, KRISTÍNAR INGUNNAR HARALDSDÓTTUR, Kiddýjar í Haga. Starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Patreksfirði eru færðar sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Björg G. Bjarnadóttir Eiríkur Jónsson Margrét Á. Bjarnadóttir Kristján Finnsson Jóhanna B. Bjarnadóttir Árni V. Þórðarson Hákon Bjarnason Birna J. Jónasdóttir J. Kristín Bjarnadóttir Haraldur Bjarnason María Úlfarsdóttir Gunnar I. Bjarnason Regína Haraldsdóttir og ömmubörn Kæru ættingjar og vinir. Við þökkum innilega hluttekningu við andlát okkar ástkæra RICHARDS GUÐMUNDAR JÓNASSONAR framreiðslumeistara, Sléttuvegi 17, Reykjavík. Sérstakar þakkir fá englarnir á L5 á Landakoti og 11 EG á Landspítalanum við Hringbraut, ásamt Örvari Gunnarssyni krabbameinslækni, fyrir einstaka umönnun og umhyggju á erfiðum stundum. Gleðilega hátíð ljóss og friðar. Guðrún Egilsdóttir Hjördís Kristinsdóttir Ingvi Kristinn Skjaldarson Ingibjörg Kristinsdóttir Þórarinn Halldór Kristinsson Úrsúla Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri BJARNI FREYR BJARNASON lést laugardaginn 10. desember. Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 28. desember klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Þórunn Adda Eggertsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN REYNIR EYJÓLFSSON skipstjóri, lést á Landspítalanum mánudaginn 5. desember. Hann var kvaddur í kyrrþey með ástvinum sínum. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir Þórir Jóhannsson Elfa Björk Jónsdóttir Eydís Þuríður Jónsdóttir Gylfi Kristinn Sigurgeirsson Guðrún Halldóra Jónsdóttir Julian Mark Williams og afabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN BJÖRGVIN SIGURÐSSON prentari, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, lést á Landakotsspítala mánudaginn 19. desember. Útför hans fer fram frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 28. desember klukkan 13. Gylfi Kristinsson Jónína Vala Kristinsdóttir Hilmar Kristinsson Margrét Hauksdóttir Snorri Kristinsson Kristjana J. Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.