Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 64
MENNING64 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 U ngmennabókin Allt er svart í myrkrinu eftir Elísabetu Thoroddsen hverfist um hina ungu Tinnu og hefst á því að Tinna lendir í bílslysi með mömmu sinni og pabba á leið þeirra í sumarbústað. Slysið er alvarlegt og verður til þess að senda þarf foreldra hennar með sjúkraflugi til höfuðborgarinnar en Tinna, sem sleppur nokkuð vel, er send á sjúkrahúsið á Holtsvík. Tinna hefur eðlilega miklar áhyggj- ur af foreldrum sínum og ekki bætir úr skák að dagana eftir slys er aftakaveður á svæðinu og því illmögulegt að sækja hana á sjúkrahúsið. Líf- ið á sjúkrahús- inu er þó ekki sem verst. Á kvöldin kemur Dóra, sem er á aldur við Tinnu, með móð- ur sinni á kvöldvaktir og með þeim hefst fallegt og trúverðugt samband sem skilur fáa eftir ósnortna. Bókin er ekki löng, rétt um hund- rað blaðsíður. Undirrituð hóf lestur og leit ekki upp fyrr en að lestri loknum – svo spennandi er hún. Segja má að söguþráðurinn grípi lesanda og ríghaldi allt frá fyrstu blaðsíðunum. Kaflinn þar sem sagt er frá bílslysinu og afleiðingum þess er til að mynda einstaklega vel skrifaður og fullur af spennu. Þegar á sjúkrahúsið er komið fer lesandi síðan eflaust að velta fyrir sér hvert söguþráðurinn muni leiða en þá kemur í ljós að þar eru ýmis leyndarmál og skemmtilegir staðir, til að mynda gömul sjúkrahúsálma. Þangað leita hinar vösku Tinna og Dóra en fúli hjúkrunarfræðingurinn Sólveig virðist elta þær á röndum, að því er virðist til að koma í veg fyrir fjör og skemmtilegheit, og skammar þær fyrir þetta brölt á kvöldin. Þessir kvöldleiðangrar leiða þær stöllur, auk hins unga Elfars, sem einnig er veðurtepptur á sjúkrahúsinu, hins vegar að gömlu leyndarmáli sem setur svip á fram- vindu sögunnar. Söguþráður bókarinnar er heilt yfir frumlegur og vel heppnaður. Persónurnar eru sömuleiðis vel skapaðar og sambönd þeirra og samræður trúverðugar. Ástarsam- band Tinnu og Dóru er einstaklega fallegt og það er frábært að fá fleiri hinsegin ungmennabækur inn í bókmenntaflóruna. Þrátt fyrir að um sé að ræða fína bók í heild var eitt atriði sem féll ekki í kramið hjá gagnrýnanda: ungmenni með einstakan áhuga á skrautskrift. Þegar Dóra og Tinna finna dagbók sem er þeim ólæsileg vegna þess að hún er skrifuð með skrautskrift vill svo heppilega til að áðurnefndur Elfar er sérfræðingur í skrautskrift – án þess að nokkurn tímann hafi verið minnst á það áður. Skraut- skrift er óneitanlega áhugavert áhugamál fyrir ungmenni í skáld- sögu og því hefði verið æskilegt og eðlilegt að það hefði verið kynnt um leið og Elfar kom til sögunnar. Þar að auki heitir hann CalligraphElfar á Instagram – var ekki hægt að gera þennan hluta sögunnar aðeins trúverðugri? Að mati gagnrýnanda rauf þessi skakka persónulýsing frásögn sem flæddi annars vel. Þrátt fyrir þessar smávægilegu athugasemdir er Allt er svart í myrkrinu spennandi og vel heppnuð bók sem óhætt er að mæla með fyr- ir ungmenni og aðra lestrarhesta. Grípandi saga um ungar ástir BÆKUR INGIBJÖRG IÐA AUÐUNARDÓTTIR Ungmennabók Allt er svart í myrkrinu Eftir Elísabetu Thoroddsen. Bókabeitan, 2022. Innb., 104 bls. Morgunblaðið/Eggert Elísabet Allt er svart í myrkrinu er sögð „spennandi og vel heppnuð“. D rengurinn með ljáinn eftir Ævar Þór Benediktsson er þrítugasta bók þessa afkastamikla höfundar. Bókin, sem fjallar um hinn unga Hall, slær að mati gagnrýnanda nýjan tón hjá Ævari; yfirbragð hennar er allt annað en til dæmis í Skólaslitum, sem kom einnig út fyrir stuttu. Bókin hefst á því að Hallur verð- ur næstum því fyrir bíl en í kjölfar- ið, eftir að hafa komist í svona náin kynni við dauðann, hlýtur hann einhvers konar náðargáfu. Dauðinn sjálfur vitjar Halls, þó ekki til að nema hann á brott, heldur til þess að tjá honum að hann fái það hlutverk að fylgja nokkrum nýlátnum einstaklingum „heim“ eftir dauðann – ekki lítið verkefni fyrir pilt í ung- lingadeild. Ofan á þetta allt er Jana, sú sem fangað hefur hrifningu Halls, að leika aðalhlutverkið í leikriti skólans og hún að kyssa aðaltöffara skólans, og þar með ekki Hall, í lokasenunni. Þess á milli sem Hallur kvíðir fyrir yfirvofandi kossi draumastúlkunn- ar og dauðinn sjálfur vofir yfir þarf hann að redda og smíða alls kyns leikmuni fyrir leikritið. Líkt og fyrr segir ekki lítið lagt á ungan dreng. Myndheim bókarinnar skapar Sigurjón Líndal Benediktsson, ung- ur bróðir Ævars, sem greinilega er upprennandi myndlistarmaður sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Myndir hans, sem verka raunar á lesandann eins og tilviljunarkennt kolakrass eftir einhvern hæfileikaríkan einstakling sem komst í bókina beint úr prent- smiðjunni, auðga frásögnina til muna. Gagnrýnandi hefði ábyggi- lega ekki orðið jafn skelkaður við lýsingar á dauðanum sem bíður Halls fyrir utan skólalóðina ef ekki fylgdi þessi óhugnanlega teikning af óskýrum manni með hryllilegt bros. Og það eru ekki bara myndskreytingarnar sem hitta í mark heldur gefur texti Ævars ekkert eftir. Bókinni er skipt upp í fleiri styttri kafla sem færir hraða í lestrarupplifunina og því ættu ungmenni ekki að þurfa að óttast þessa tæplega fjögur hundruð blaðsíðna bók. Myndskreytingar og kaflaskil brjóta upp frásögnina en auðga hana um leið. Í senn lýkur mörgum köflum á ystu bjargbrún sem veldur því að lesandinn á erfitt með að leggja bókina frá sér fyrr en hann hefur komist að því hvað gerist næst. En raunin er sú og frá- sagnarhraðinn er slíkur að ekki er dauð stund í bókinni og engu er of- aukið. Fullorðinn gagnrýnandi tætti bókina í sig á einu kvöldi og efni hennar situr enn eftir. Sem ákveðin hrollvekja tengir hún sig einnig innbyrðis sem slík. Pó, ein auka- persóna sögunnar, dregur nafn sitt af einum af meisturum hrollvekj- unnar, rithöfundinum Edgar Allan Poe, og veit hán allt um drauga og dauðann. Pó er einstök viðbót við söguna sem tengir frásögnina við hefðina og kynnir lesendum hennar bókmenntasögu hrollvekjunnar. Bókin er síðan ekki aðeins vel skrifuð og myndskreytt heldur tek- ur hún sömuleiðis fyrir eitt erfið- asta – en að sama skapi þarfasta – viðfangsefni sem maðurinn stendur frammi fyrir – dauðann. Söguþráð- urinn kann að vera einsleitur við fyrstu sýn en bókin er, þegar lengra er komið, afar marglaga og bera endalok sögunnar þess vitni. Ævar ber virðingu fyrir umfjöllunarefni sínu og lesendum og maður getur ekki annað en verið þakklátur fyrir að hér á landi starfi svona frjóir höfundar sem svara kalli þyrstra lestrarhesta allt árið um kring. Framlag Ævars til íslensku barna- og ungmennabókasenunnar er ótvírætt og frábærum ungmenna- bókum ber að hrósa. Þrítugasta þrusugóð BÆKUR INGIBJÖRG IÐA AUÐUNARDÓTTIR Ungmennabók Drengurinn með ljáinn Eftir Ævar Þór Benediktsson. Mál og menning. 2022. Innb. 384 bls. Morgunblaðið/Haraldur Jónasson Ævar Þór Sagan er „vel skrifuð og myndskreytt“ og tekur fyrir eitt erfið- asta „viðfangsefni semmaðurinn stendur frammi fyrir – dauðann“. C O L L E C T I O N B R A N D S O N . I S Gleðilegahátíð BRANDSON ÓSKAR ÞÉR OG Þ Í NUM GLEÐ I L EGRA HÁT Í ÐAR OG FARSÆLS KOMAND I ÁRS Fjöldi stórstjarna úr kvikmynda- heiminum hefur undirritað opið bréf þar sem krafist er lausnar írönsku leikkonunnar Taraneh Alidoosti úr fangelsi. Írönsk stjórnvöld hnepptu hana í varð- hald þann 17. desember eftir að hún birti mynd á Instagram til stuðnings mótmælendum þar í landi. Alidoosti er þekktust fyrir leik sinn í Óskarsverðlaunamyndinni The Salesman. Meðal þeirra sem hafa undirritað bréfið eru Emma Thompson, Mark Rylance, Mark Ruffalo, Ken Loach, Mike Leigh, Steve McQueen, Penélope Cruz, KateWinslet, Pedro Almodóvar og Jeremy Irons. Í bréfinu lýsa undirrituð yfir samstöðu með Alidoosti og krefjast tafarlausrar lausnar hennar. Þau segja einnig ljóst að írönsk stjórnvöld hafi handtekið leikkonuna í aðdraganda jólanna til þess að tryggja að alþjóðlegir kollegar hennar væru annars hugar. Það hafi hins vegar mis- heppnast, þeir séu ekki annars hugar heldur stórlega misboðið. Fleiri hafa fordæmt handtökuna opinberlega, svo sem Evrópska kvikmyndaakademían. Í færslu sinni fordæmdi Alidoosti írönsku stjórnina fyrir að dæma fólk til dauða fyrir að hafa tekið þátt í mótmælaöldunni sem braust út eftir dráp írönsku lögreglunnar áMahsa Amini í byrjun hausts. Amini birti mynd af sér slæðulausri með slagorðun- um „Konur, líf, frelsi“. Í frétt The Times, þar sem vísað er í íranskan ríkismiðil, kemur fram að Alidoosti hafi verið handtekin vegna „órökstuddra athugasemda ummálefni líðandi stundar“ og „birtingar ögrandi efnis“. ragnheidurb@mbl.is Stjörnur krefjast lausnar Alidoosti Mótmæli Alidoosti hefur sýnt írönsk- um mótmælendum stuðning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.