Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 KLAPPARSTÍG 29 ÍSLENSK HÁTÍÐARHÖNNUN Hvað fór svo skelfilega úrskeiðis í þessu voveiflega máli? „Það sem er sérstakt við þetta mál er hvernig það hófst. Manndrápið er framið árið 1995 og svo leið rúmt ár þar til frændinn svokallaði var handtekinn. Hann er úrskurðaður í gæsluvarðhald án þess að hafa játað nokkuð og svo líður og bíður og að lokum játar hann og þá hverfur lögreglan frá öllum öðrum þáttum sem rannsóknin snerist um, hún var komin með játningu,“ segir Elden. Vantrúaðir foreldrar Hætt hafi verið að skoða framburð vitna sem benti í aðrar áttir og svo, þegar frændinn dró játningu sína til baka nokkrum mánuðum síðar, hafi rannsóknin verið komin á byrjun- arreit á ný. „Hann er svo sakfelldur í héraði en sýknaður í lögmanns- rétti. En norska kerfið er þannig að hér eru refsimál og bótamál rekin saman og hann var ekki sýknaður af bótakröfunni, það gerðist ekki fyrr en núna nýlega,“ segir lögmað- urinn af frændanum sem kom fyrir héraðsdóm sem vitni í síðustu viku en í fyrrahaust féll grunur á annan mann, Johny Vassbakk, sem nú er réttað yfir. Foreldrar Birgitte Tengs eru að sögn Eldens fullir vantrúar nú, þegar lögreglan kemur til þeirra öðru sinni og segist vera með mann sem hún sé handviss um að sé sá rétti. „Þau bíða því átekta nú við rekstur málsins og ætla sér ekki að trúa því fyrir fram að þessi maður sé sá seki, þau vilja ekki ganga í sömu gildru aftur,“ segir Elden. Hann lýsir velþóknun sinni á erindi Rachlews fyrir héraðsdómi. „Það var mjög jákvætt og hann hefur sýnt lögreglunni fram á að aðferðir hennar við yfirheyrslur frændans á sínum tíma voru rangar, nokkuð sem fyrirbyggir að slíkar aðferðir verði nýttar á ný. Þarna er maðurinn leiddur inn í ákveðinn raunveruleika og honum talin trú um að hann hafi framið glæpinn þar til hann að lokum játar hann á sig. Á slíkri játningu er ótækt að byggja og það sem Rachlew kennir [við norska Lögregluháskólann] er að lög- reglunni sé ekki stætt á að ákveða að hún sé með hinn seka og fara svo í það að knýja fram játningu. Yfirheyrslan verður að snúast um efnisatriði sem hinn grunaði hefur upplifað og fá hann til að greina frá þeim,“ segir Elden. Vinnubrögðin í Tengs-málinu á sínum tíma hafi gert það að verkum að rannsakendur hafi talið sig vera með skothelda sakfellingu fram und- an og látið allar aðrar vísbendingar lönd og leið. „Hefði málið verið unnið „Ég fékk nú bara ósköp venjulegt norskt uppeldi en pabbi og afi voru lögmenn og lögfræðin var algengt umræðuefni í fjölskyldunni svo leiðin lá þangað, það sem var kannski óvæntast var að sakamálaréttarfar yrði minn vettvangur,“ segir John Christian Elden, hæstaréttarlög- maður, einn eigenda lögmannsstof- unnar Elden Advokatfirma og án nokkurs vafa þekktasti verjandi Noregs hin síðustu ár. Elden kemur um þessar mundir að réttarhöldum í máli Birgitte Tengs sem fannst hrottalega myrt á Karmøy í maí 1995 og mbl.is hefur fjallað um undan- farið. Málið er enn óleyst, en nú er réttað yfir nýjum sakborningi sem kaldmálahópur norsku rann- sóknarlögreglunnar Kripos fékk augastað á í fyrra eftir að hafa tekið þráðinn upp að nýju. Elden kemur þó ekki fram sem verjandi að þessu sinni heldur réttargæslulögmaður fjölskyldu hinnar myrtu. Við sitjum á stofu Eldens í miðbæ Óslóar í kjölfar þess er lögmaðurinn féllst á að ræða Tengs-málið við Morgunblaðið auk þess að fara yfir nokkur minnisstæð mál á ferlinum sem spannar þrjá áratugi. Elden sinnir ýmsum aukabúgreinum, hann er fyrirlesari við Lögregluháskóla Noregs, hjá Kripos og Lögfræðinga- félagi Noregs og ritstýrir skrifum um refsirétt í alfræðiorðabókinni Store norske leksikon og á réttar- farsvefsíðunni Lovdata. Þá er hann fastur álitsgjafi í afbrotamálaþættinum Åsted Norge á TV2 auk þess sem Dagbladet út- nefndi hann verjanda ársins 2001 og Finansavisen valdi vinnu hans við mál Ivars Petters Røeggens gegn DnB-bankanum lögmennsku ársins árið 2014, en bankinn var dæmdur bótaskyldur í Hæstarétti árið áður eftir að hafa ginnt viðskiptavin sinn til að taka lán fyrir sparnaðarleið á vegum bankans sem ekki borgaði sig. Í kjölfar dóms Hæstaréttar þurfti bankinn að endurgreiða fjölda viðskiptavina upphæð sem nemur um 6,3 milljörðum íslenskra króna. Án þess að hafa játað nokkuð Við komum aftur að téðum föður og afa. Elden er sonur nafna síns Johns Eldens lögmanns en afinn, Oscar Christian Gundersen, var í raun ekki afi Eldens heldur afabróð- ir. „Raunverulegur móðurafi minn dó snemma svo ég kallaði hann bara afa í staðinn,“ segir Elden frá en Gundersen var í tvígang dómsmála- ráðherra Noregs, viðskiptaráðherra eitt tímabil, hæstaréttardómari og sendiherra Noregs í Moskvu árin 1958 til 1961. „Eitt af fyrstu málunum mínum snerist um manndráp og þrjár nauðganir svo það má kannski segja að ég hafi hreinlega steypst inn í sakamálaréttarfarið snemma á ferl- inum. Þetta var snemma á tíunda áratugnum og þá vann ég með mál manns sem grunaður var um þetta allt saman,“ segir Elden frá. Sem fyrr segir er Elden nú um stundir réttargæslulögmaður fjölskyldu Birgitte Tengs. Rann- sókn málsins fyrir aldarfjórðungi hefur verið gagnrýnd harðlega, ekki eingöngu fyrir að lögreglan sjálf hafi stórspillt vettvangi líkfundarins heldur einnig fyrir yfirheyrsluað- ferðir stjórnanda rannsóknarinnar, Stians Elle, en þær rakkaði Asbjørn Rachlew, fremsti sérfræðingur Noregs í yfirheyrslutækni, niður við nýja aðalmeðferð málsins sem nú stendur yfir, en um framburð hans fjallaði mbl.is fyrir hálfum mánuði. lRéttargæslumaður foreldra í 27 ára gömlumálil„Þau vilja ekki ganga í sömugildruna aftur“ lVerjandi yfirlögregluþjónsins í hassmálinu lNOKAS-ránið eitt alvarlegasta sakamál landsins Þumalputtareglan tvö dráp á mánuði VIÐTAL Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson Verjandinn John Christian Elden er einn eigenda lögmannsstofunnar Elden Advokatfirma sem hefur á að skipa 140 starfsmönnum í átta sveitarfélögum. Í heimsókn Elden við inngang Héraðsdóms Reykjavíkur í Íslandsför árið 2004. Hann hefur séð sinn skerf af húsnæði norskra dómstóla innan frá. Norsk sakamál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.