Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 68
MENNING68
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022
Bíldshöfða 9 - 517 3900 | Trönuhrauni 8 - 565 2885 | stod.is
GÆÐASKÓR Á
LITLA FÆTUR
Þ
essi saga gerist að mestu
á upphafsárum 20. aldar
þegar spíritistar hösluðu
sér völl hér á landi með
stofnun Tilraunafélagsins 1905;
aðalforgöngumenn þess voru Einar
H. Kvaran, Björn H. Jónsson síðar
ráðherra, sr. Haraldur Níelsson o.fl.
Það kostaði sitt að vera í félaginu
og því voru meðlimir einkum hinir
betur megandi; nefna má Skúla
Thoroddsen alþingismann, Pál
Einarsson síðar borgarstjóra og
Björn Kristjánsson kaupmann.
Opinberlega galt kirkjan varhug við
spíritisma, en
margir prestar
aðhylltust þó
stefnuna. Enn
er það svo að
Íslendingar eru
meðal trúuðustu
þjóða á annað
líf hvaða skoðun
sem þeir síðan
hafa á sambandi
við framliðna. Tilraunafélagið var í
raun stofnað kringum Indriða Ind-
riðason miðil sem fór mikinn. Reist
var sérstakt hús undir starfsemina
við Þingholtsstræti þar sem Indriði
bjó. Spíritismi er oft kallaður
andatrú því margir trúðu því að
andinn lifði þótt holdið fúnaði og
hægt væri að ná sambandi við hina
látnu fyrir milligöngu miðils. Ýmsir
höfðu starfsemina í flimtingum, töl-
uðu um draugafélagið, uppnefndu
fundarstaðinn Andalúsíu o.fl.
Og ekki vantaði sögurnar, uppá-
komurnar. Borð svifu upp undir
loft, hljóðfæri þeyttust um sali, ljós
leiftruðu og ýmis hljóð heyrðust.
Handleggur var tekinn af Tindra og
tengdur aftur. Sagt var að drukkn-
aður Eyjamaður ofsækti miðilinn og
menn skiptust á að vaka yfir hon-
um, svo nokkuð sé nú nefnt. Ýmsir
töldu að allur þessi fyrirgangur
renndi stoðum undir frásagnir af
kraftaverkum Biblíunnar (255).
Sagan er reist á heimildum og
margar persónur bera sín réttu
nöfn, en nokkrir þátttakendur fá
önnur heiti en þeir báru. Aðal-
persóna bókarinnar, Guðmundur
Hannesson læknir, heitir t.d. Jann-
es, kona hans fær nafnið Mekkín,
Haraldur verður Húnbogi Níelsson
og Indriði miðill Tindri Jónsson;
dó ungur. Dr. Guðmundur Finn-
bogason heitir Guðmann. Jannes er
miðlægur í frásögninni og Mekkín
kona hans. Hann og þau hjón bæði
eru efasemdarmenn um „andana“;
ávallt „skulu íslenzkir taka öðrum
„þjóðum“ fram í einhug um það, er
eigi skiptir nokkru máli“ (9). Hann
lendir nú samt í því að rannsaka
starfsemi Tindra, millibilsmanns-
ins, með miklum tilfæringum sem
sumar hverjar eru býsna skondnar.
Jannes trúði að eftir dauðann „tók
ekkert við nema myrkrið“ (143). En
niðurstaða hans var óljós. „Honum
hafði mistekist að afsanna dularfull
fyrirbrigði og orð yrðu að standa.
Þar með var ekki sagt að alt væri
satt og rétt sem sagt var um orsak-
irnar. En einhver andskotinn var
það“ (289). Inn í þetta allt saman
blandast pólitík og fjögur Reykja-
víkurblöð skiptust til helminga á
sinn málstaðinn hvor og deildu
hart. Sambandslagasamningurinn
var á döfinni og flestir spíritistarnir
vildu sem minnst hafa saman við
Dani að sælda. Þar áttu þeir sam-
leið með Jannesi sem vildi strax
slíta á öll tengsl við sambandsþjóð-
ina. Jannes, alias Guðmundur, hafði
ríka skoðun á flestum samfélags-
málum. „Lotning fyrir valdi getur
af sér hugsunarleysi“ (121). Lýðræði
væri gott ef ekki væru allar þessar
kosningar þegar menn níddu hver
annan niður. Hann barðist fyrir
hreinlæti og skrifaði einna fyrstur
manna um skipulag bæja af mikilli
framsýni, byggði sjálfur merki-
legt hús við Hverfisgötu 12 sem
enn stendur. Jannes lætur ekki
skíra börn sín, finnst trúarbrögð
einskis nýt. Hann lætur þó undan
frúnni um síðir, en ekki var hann
viðstaddur skírn sonar síns. Hann
hóf fyrstur manna mannfræðirann-
sóknir hér á landi, mældi menn hátt
og lágt og aðhylltist mannkynbætur,
góðkynjun eins og það var stundum
kallað. Björn Jónsson ráðherra vildi
hins vegar rækta hér upp þjóð sem
yrði „einstök ofurþjóð“, „andleg-
ur leiðtogi þjóðanna“ – ef Tindri
eignaðist börn (149). Íslendingar
voru heimalningar á þessari tíð.
„Heimahagarnir voru á stærð við
vasaklút“ (14). Menn deildu um
réttmæti þess að rannsaka miðla og
starfsemi þeirra, en féllust þó á að
hér væri rannsókna- og hugsjóna-
frelsi (67).
Söguþráðurinn er fjörlegur eins
og efnið býður upp á. Stafsetning
lýtur ýmsum reglum eins og raunin
var á sögutíma og að vísu lengur.
Mekkín er flámælt þegar henni
býður svo að mæla og litar það
stafsetninguna, en of langt er geng-
ið í því. Bráðskemmtileg frásögn
af veikindum Konkordíu er reist
á raunverulegum atburði þegar
Guðmundur Hannesson sneri við
heila konu með þykjustuaðgerð og
var hún alsæl upp frá því.
Bókarkápa Ragnars Ólafssonar
er bráðfalleg og hugmyndarík.
Guðmundur Hannesson átti apa
og var hann ljósmyndaður í bandi
fyrir dyrum á heimili þeirra hjóna
á Akureyri. Vísar myndin til þess
að allt var þetta eitt apaspil? Eða
varðar hún veg að mannkynbóta-
hugmyndum Guðmundar? Á
bókarkápu eru innbrotnir flipar
og á þeim eru litmyndir af olíu-
málverkum eiginkonu Guðmundar,
Karólínu M.S. Ísleifsdóttur Breið-
fjörð, en Mekkín sögunnar fæst
einmitt við málverk. Millibilsmaður
er forvitnileg bók um skrítna tíma
og umdeildar skoðanir þar sem
menn gengu hiklaust til verks, fullir
sannfæringar um líf í margvíslegum
myndum – eða ekki. Að sínu leyti
er Jannes sögunnar millibilsmað-
ur eins og Tindri en með öðrum
formerkjum.
Villtir andar á sveimi?
BÆKUR
SÖLVI SVEINSSON
Skáldsaga
Millibilsmaður
Eftir Hermann Stefánsson.
Sæmundur 2022. Kilja í stóru broti,
311 bls.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höfundurinn „Millibilsmaður er forvitnileg bók um skrítna tíma og um-
deildar skoðanir,“ segir gagnrýnandi um sögu Hermanns Stefánssonar.
Tónlistargagnrýnandi The Times,
RichardMorrison, eys píanóleik-
arann Víking Heiðar Ólafsson
og þýska barítóninnMatthias
Goerne lofi í nýjum dómi um tón-
leika þeirra félaga sem fram fóru
þann 9. desember síðastliðinn í
Royal Festival Hall í Lundúnum.
Víkingur og Goerne fluttu verk
eftir Schubert, Schumann and
Brahms sem öll áttu það sam-
eiginlegt að hverfast um þungar
tilfinningar; dauða, ástarsorg
eða brostna drauma. Morrison
lýsir með aðdáun því afreki á
sviði túlkunar að láta jafn þunga
efnisskrá ganga upp. Tónlistar-
mennirnir hafi nefnilega haft
„fötufylli“ af þeirri hugkvæmni
á sviði túlkunar sem til þyrfti.
Hann segir einnig aðdáunarvert
að þeir hafi leikið tuttugu lög í
röð án þess að yfirgefa nokkurn
tímann sviðið eða taka sér hlé.
Morrison segir tónlistarmenn-
ina tvo vera sannar stjörnur
klassískrar tónlistar. Hann kallar
Goerne keisara sinnar kynslóðar
þegar kemur að söngljóðahefð-
inni og segir Víking virðast geta
sveipað allt sem hann spilar
töfraljóma. Því hafi það ekki
komið á óvart að tónleikarnir
hafi verið grípandi frá upphafi til
enda.
Gagnrýnandinn segir Vík-
ing hafa framkvæmt smágerð
kraftaverk nánast með hverjum
hljómi. Hann hafi sýnt tónræna
fjölbreytni sem hafi hæft hverri
ljóðrænumynd sem dregin hafi
verið upp en einnig hamagang og
óvæntar áherslur sem gæfi vel
til kynna þá nístandi angist sem
liggur að baki hinum blekkjandi
glæsibrag. ragnheidurb@mbl.is
lTheTimes lofarVíkingHeiðar
Framkallar „smá-
gerð kraftaverk“
Morgunblaðið/Einar Falur
Lofaður Gagnrýnandi The Times
segir Víking Heiðar stjörnu.
Málarinn Philip
Pearlstein allur
Bandaríski myndlistarmaður-
inn Philip Pearlstein, sem sneri
á sínum tíma baki við ríkjandi
abstrakt-expressjónisma í
myndlist heimalandsins og fór að
mála portrettmyndir af nöktum
módelum sem slógu í gegn og
höfðu mikil áhrif, er látinn, 98
ára að aldri.
Listfræðingar segja að Pearl-
stein hafi átt stóran þátt í því að
endurvekja áhuga á fígúratífu
málverki en verk hans hafa verið
eftirsótt af söfnurum og eru í eigu
helstu listasafna vestanhafs.
Eftir að Pearlstein lauk her-
skyldu árið 1946 hóf hann nám í
myndlist og hönnun í Carnegie
Mellon-skólanum í Pittsburg.
Þar var hann í bekk með Dorothy
Cantor, sem varð eiginkona hans,
og AndyWarhol. Þeir Pearlstein
ogWarhol urðu vinir og 1949
fluttu þeir til New York og voru
samleigjendur um hríð.
Málverk Pearlsteins urðu með
tímanum sýnd víða og voru til
að byrja með í anda abstrakt-
expressjónismans. En þegar hann
var orðinn prófessor við Pratt
Institute í Brooklyn fyrir 1960
fékk hann sífellt meiri áhuga á
fígúratífri myndlist. Samkvæmt
The Art Newspaper söðlaði hann
að lokum um og fór alfarið að
mála nakin módel í óformlegum
uppstillingum.
Pearlstein átti eftir að segja að
hann hefði frelsað manneskjuna
frá þeim kvalafullu aðstæðum
sem listamenn expressjónismans
hefðu þröngvað henni í. „Ég hef
túlkað mannslíkamann hans
sjálfs vegna, leyft honum að halda
formrænni virðingu sinni meðal
annarra forma náttúrunnar,“
sagði hann.
Skólafélagar Hjónin Philip Pearlstein
og Dorothy Cantor með Andy Warhol.