Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022
Kynntu þér úrval á vefverslun
Heildarlausnir í
umbúðum
Silkipappír í örkum
Pappír
Pokar Borðar
Kort
Sellófan
Fyrirtæki og verslanir
Mikið úrval af silkipappír og borðum
Mikið úrval af umbúðarrúllum
rva a
afa okum
i ú l f
www.da . s
p
www.danco.is
Heildsöludreifing
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
„Heilt yfir hefur staða lúsamála á
Vestfjörðum verið í góðum farvegi allt
þetta ár,“ svarar Gísli Jónsson, sér-
greinadýralæknir fiskisjúkdóma hjá
Matvælastofnun, spurður um aukinn
fjölda lúsa. Fiski- og laxalús er aðeins
árlegt viðfangsefni á Vestfjörðum þar
sem umhverfisskilyrðin á Austfjörð-
um henta þessum sníkjudýrum illa.
Það var hins vegar ekki laxalúsin
sem var fyrirferðarmest þetta haustið
að sögn Gísla. „Fiskilúsin Caligus
elongatus færði sig svolítið „upp á
skaftið“ þegar kom fram á haust og
byrjun vetrar, en það ermeð nákvæm-
lega sama hætti og við höfum séð öll
undanfarin haust.
Þessi tegund lúsar er mikill tæki-
færissinni og færir sig frá þorski, ufsa
og fleiri tegundum yfir á laxfiska á
þessum tíma. Hún veldur yfirleitt engu
tjóni, en getur verið hvimleið og valdið
„kláða“ – ekki síst hjá laxaseiðum sem
eru að fara inn í sinn fyrsta vetur í sjó.
Það voru heimilaðar alls sjömeðhöndl-
anir í haust sem voru framkvæmdar
í október (kvíaból í Tálknafirði, Pat-
reksfirði og Arnarfirði). Af þessum
meðhöndlunum var einungis ein sem
var beint gagngert gegn laxalús, allar
hinar voru gegn fiskilús. Staða laxalús-
ar hefur sem sagt verið mjög góð í
þessum suðurfjörðum í ár.“
Slátrað í Dýrafirði
Í Dýrafirði var áberandi fjölgun
laxalúsar á fiskum í þeim kvíum sem
þar eru. Samkvæmt mælaborði fisk-
eldis var fjöldi kvenlúsa á hverjum
fiski talinn vera 3,94 í október síð-
astliðnum, en áhættumörk í mörgum
ríkjum eru 1,5 til 3 fullorðnar lýs á
hverjum fiski.
Gísli segir fjörðinn skera sig frá hin-
um fjörðunumhvað laxalúsina varðar.
„Þar er alinn lax sem er kominn í slát-
urstærðir og þar jókst tíðni laxalúsar
þegar leið á haustið. Viðbrögð í Dýra-
firði eru á þann hátt að öllum laxi þar
verður slátrað í vetur og fram á vor.“
Það hefur því ekki og verður ekki beitt
lyfjum gegn lúsinni í firðinum.
„Þegar mat er lagt á viðbrögð gegn
laxalús ber að taka tilllit til árstíðar,
sjávarhita og ekki síst í þessu tilfelli
stærðar laxins. Þrjár til fjórar lýs hafa
engin líffræðileg áhrif á fimm til sjö
kílóa lax – þegar villtur lax kemur frá
beitarstöðvum sínum eftir vetrardvöl
í byrjun sumars ár hvert er hann að
jafnaði með 30-40 fullorðnar laxalýs
á sér og þykir eðlilegt í villtri náttúru.
Nú er kominn sá árstími að sjávarhiti
er að nálgast sín lægstu mörk – 1,5 til
2,5 gráður – og við slíkar aðstæður er
laxalús nánast komin í dvala – engin
lífvænleg afkvæmi að koma fram – og
það sem er eftir af fiskilús á kvíafiski
er í þann veginn að „stinga af“ og flytja
sig yfir á botnlægari tegundir þar sem
fer betur um hana í vetur og fram á
síðsumar,“ útskýrir Gísli.
Beittu slice
Beitt hefur verið lyfinu emamectin
benzoate eða svokölluðu „slice“ í kvía-
stæðum við Hvannadal í Tálknafirði,
Kvígindisdal í Patreksfirði ogHvestu-
dal í Arnarfirði í október og nóvember
vegna lúsafjölgunar.
Lyfið hefur verið notað víða gegn
laxa- og fiskilús með góðum árangri
allt frá aldamótum, svo sem í Nor-
egi, Skotlandi og Kanada. Margar
vísbendingar eru um að lyfið sé
skaðminna fyrir umhverfið en mörg
önnur lyf sem notuð eru á heimsvísu
gegn sníkjudýrum í fiskeldi. Þó eru
vísbendingar um að lúsin geti myndað
ónæmi gegn lyfinu.
Umhverfisstofnun sagðist í byrjun
ársætla að skoða umhverfisáhrif notk-
unar lyfja gegn laxalús hér á landi, þar
með talið slice. Niðurstöður þeirrar
skoðunar hafa enn ekki verið birtar.
lEðlileg fjölgun fiski- og laxalúsalÓvenju mikið í Dýrafirði
Staða lúsamála á
Vestfjörðumgóð
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Ljósmynd/Ágúst Atlason
Laxalús Laxinn í sjókvíunum í Dýrafirði er í sláturstærð og eru nokkrar
lýs á slíkum fiski ekki sagðar hafa nein líffræðileg áhrif á hann.
Fyrsta þver-
hyrnan veidd
lVeiddist á 1.400metra dýpi
Þverhyrna, eða Lophodolos acant-
hognadus, veiddist í fyrsta sinn í
efnahagslögsögu Íslands í síðasta
haustralli Hafrannsóknastofnunar.
Greining sjaldgæfra tegunda getur
tekið nokkurn tíma en að þessu
sinni gat Jónbjörn Pálsson greint
tegundina við fyrstu sýn.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í tilkynningu á vef Hafrann-
sóknastofnunar. Þar segir að þver-
hyrna tilheyri hyrnuætt af ættbálki
kjaftagelgna en flestir fiskar þessa
ættbálks eru djúpfiskar, ýmist botn-
fiskar eða botn- og miðsævisfiskar.
Algengt er að misalgengar tegundir
veiðist í þeim hluta haustrallsins
þar sem togað er á miklu dýpi, en
að þessu sinni var togað á 1.400
metra dýpi. Þar veiðast tegundir
sem eru lítt þekktar þótt sumar séu
algengar. „Einnig fást sjaldgæfar
tegundir og sumar þeirra hafa fund-
ist aðeins nokkrum sinnum á þeim
25 árum sem haustrallið hefur farið
fram,“ segir í tilkynningunni.
Vakin er athygli á að sjaldgæfar
tegundir sem fást í leiðöngrum
eru frystar og skoðaðar nánar við
betri aðstæður á rannsóknastofu.
„Jónbjörn Pálsson hefur oft verið
innan handar við greiningar. Venju-
lega kostar þessi greiningarvinna
þó nokkra yfirlegu en í þetta sinn
þurfti Jónbjörn ekki annað en að
berja fiskinn augum í nokkrar sek-
úndur til að þekkja tegundina. Kom
þá upp úr dúrnum að þessi tegund
hefur verið þeim Gunnari Jóns-
syni kunn í nokkurn tíma en hún
hefur veiðst áður utan íslenskrar
efnahagslögsögu, t.d. í leiðöngrum
í Grænlandshafi. Í ár veiddist þver-
hyrna innan íslenskrar efnahagslög-
sögu og getur hún því hér með talist
til íslenskrar fiskafánu.“
Jónbjörn og Gunnar eru báðir
meðal höfunda bókarinnar Íslenskir
fiskar.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Svanhidur Egilsdóttir
Fiskur Þverhyrna veiddist í fyrsta sinn í efnahagslögsögunni í haust.
Afurðaverð á markaði
19-21. desember,meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 378,09
Þorskur, slægður 305,08
Ýsa, óslægð 59,00
Ýsa, slægð 196,59
Ufsi, óslægður 20,00
Ufsi, slægður 298,84
Djúpkarfi 317,00
Gullkarfi 425,78
Blálanga, slægð 247,13
Langa, slægð 268,05
Keila, óslægð 93,00
Keila, slægð 92,60
Steinbítur, slægður 261,70
Skötuselur, slægður 807,00
Grálúða, slægð 494,60
Skarkoli, slægður 496,15
Þykkvalúra, slægð 649,51
Hlýri, slægður 490,00
Lúða, slægð 746,22
Lýsa, óslægð 10,00
Lýsa, slægð 90,14
Skata, slægð 82,00
Stóra brosma, slægð 25,00
Stórkjafta, slægð 302,00
Tindaskata, óslægð 8,00
Undirmálsýsa, slægð 30,00
Undirmálsþorskur, slægður 232,84