Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 62
MENNING62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 Myndlistarmaðurinn Guðmundur Thoroddsen sýnir abstrakt olíumál- verk á sýningunni Kannski, kannski sem stendur opin í Hverfisgalleríi til 7. janúar. Guðmundur hefur undanfarin ár unnið með fígúrur af ólíku tagi en nú má segja að málverkin séu hrein abstraktverk. Karlmenn hafa til dæmis verið áberandi en á síðustu einkasýningu hans í sama galleríi, Hundaholt, hundahæðir (2020), voru það hundar sem voru í fyrirrúmi í myndmálinu. „Þegar ég var að fela hundana og það allt í landslaginu var ég í raun að afsaka það að ég væri í raun og veru bara að leika mér með liti, áferðir og form. Og núna langaði mig að taka þetta fígúratíva lag frá og einbeita mér að því sem mig langaði virkilega að vera að gera. Vera heiðarlegur við sjálfan mig um að ég vildi bara einfaldlega spila saman litum, formum og áferðum og kannski andrúmslofti og láta ekkert myndmál vera að flækja það.“ Spurður hvort þetta skýra mynd- mál sé horfið fyrir fullt og allt segir hann að allt gangi í bylgjum og í hringi. Því geti vel verið að hann snúi aftur til þessara fígúra síðar. „Að sumu leyti á það að mála alveg abstrakt ekki alveg við mig því að á meðan ég er að mála leitar hug- urinn alltaf í eitthvað þekkjanlegt. Svo ég er ekki viss um að ég haldist í pjúra abstrakt lengi.“ Litir úr íslensku umhverfi Þótt verkin séu vissulega abstrakt þá minna þau sumpart á landslags- myndir. Guðmundur segist áður hafa meðvitað unnið verk sem hafi átt að vísa í einhvers konar í lands- lag. En að þessu sinni segir hann tenginguna ekki meðvitaða. Hún sé þó óhjákvæmileg vegna þess að það liggi beint við að þeir litir sem hann notar, þau form sem hann velur og þær áferðir sem eru á verkunum lesist sem einhvers konar landslag. „Ég held að íslensk náttúra sé alltaf á bak við eyrað. Litirnir koma svolítið úr íslensku umhverfi hvort sem það er úr náttúrunni eða bara héðan úr borginni. Ég fer mikið út að ganga með hundinn og geng Ægisíðuna og í Öskjuhlíðinni,“ segir hann. Á þessum nýju myndum teflir Guðmundur saman ryðbrúnum tónum og sterkum bláum lit. Hann segir litina ekki hafa neina beina merkingu heldur hafi hann valið þá vegna þess að honum þyki þeir harmónera vel á fletinum. „Ég hugsa að smekkur manns á litum geti tengst því sem er í tísku hverju sinni. Ég held maður sé ekkert ónæmur fyrir því. Og minn smekkur hefur breyst í gegnum tíð- ina og er enn að breytast. Ég finn að ég er aðeins að koma út úr þessum lágstemmdu grátónum og aðeins farinn að leyfa mér meira að setja sterka liti hér og þar. Þessi sterki blái hefur fylgt mér í svolítinn tíma, kannski fjögur eða fimm ár. Ég hef notað hann í litlu magni til þess að brjóta upp eintóna grámóskulegu liti en nú er ég farinn að nota hann á stærri flötum án þess þó að hann taki alveg yfir.“ Frelsi í blekskissunum Guðmundur hefur málað með olíu í nokkur ár en áður vann hann mest með akrýl. „Mér finnst ég enn frekar nýr í olíunni. Hef aldrei lært formlega að meðhöndla olíuliti en maður hefur internetið til að segja sér til. Svo eru þetta engin geim- vísindi. En ég hef meiri stjórn á því hvernig áferðirnar eru með olíu.“ Spurður hvað gerist þegar hann setjist fyrir framan auðan striga segir Guðmundur að hann vinni ekki út frá neinni fyrirframgefinni hugmynd. Hann byrji þess í stað oft á því að gera nokkrar skissur þar sem hann málar með bleki, með frekar stórum pensli, á pappír. Þar geti hann leyft sér ákveðið frelsi sem hann getur ekki leyft sér þegar hann vinnur með olíumálningu á striga. „Þessar blekskissur leyfa mér að vera alveg frjáls. Ég geri kannski fimm til tíu í einni beit og raða þeim síðan upp og vel þær sem mér líst á. Og það skiptir engu máli þótt helm- ingurinn af þeim sé ljótur því þá vel ég bara þær sem koma vel út. Svo vinn ég svolítið eftir þessum skiss- um. Þær eru bara svartar og hvítar svo ég vel þær bara út frá formi og ljósi en hef áfram fullkomið val um hvaða liti ég nota í málverkinu.“ Guðmundur leitar innblásturs víða og nefnir hann einna helst sænska myndlistarmanninn Andre- as Eriksson. „Ég var orðinn ansi lík- ur honum á tímabili og var að reyna að komast burt frá þeim áhrifum á þessari sýningu. En mér finnst þetta enn vera svolítið líkt honum.” Hann nefnir líka annan samtíma- mann sinn, danska listamanninn Tal R, og segir að áhrif frá honum megi einnig finna í verkunum á sýningunni. Þá nefnir hann tvo listamenn sem voru áberandi um miðja síðustu öld, hinn bandarísk-kanadíska Philip Guston og Frakkann Jean Dubuffet. „Guston gerir eiginlega ógeðslega ljótar og klunnalegar teiknimynda- legar myndir en það er eitthvað sem ég sæki í frá honum þó ég geti ekki sagt hvað það er núna. Það hvernig Dubuffet skilur eftir bjartar útlínur er eitthvað nýtt, eða nýtt fyrir mér, og ég hef tekið frá honum.“ Af ís- lenskum listamönnum nefnir hann loks Kjarval og Jóhann Briem. Í lausu lofti Titill sýningarinnar, Kannski, kannski, varð til eftir að Guð- mundur var búinn að raða saman sýningunni og gat virt fyrir sér það sem hann var með í höndunum. „Þetta vísar fyrst og fremst í einhverja óvissu. Það tekur mann alltaf svolítinn tíma að átta sig á því hvað maður er með í höndunum þegar maður er að gera eitthvað nýtt. Þessi titill lýsir þannig kannski einhverri óvissu með merkingu verkanna, hvað þau eiga að sýna og hvert þau stefna.“ Hann segir einnig óvíst hvert hann sjálfur sé að stefna í list sinni. „Suma daga er maður vissari en aðra. Núna er ég í lausu lofti en það er líka oft góður staður til að vera á því þá er maður ekki með ákveðnar væntingar um hvað maður ætli að gera og leyfir frekar hlutum að gerast af sjálfu sér.“ lSýning Guðmundar Thoroddsen, Kannski, kannski, í HverfisgalleríilPrófar sig áfram með hrein abstraktverklFinnur innblástur í íslenskri náttúru og öðrum myndlistarmönnum Leikur að litum, formum og áferð Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Listamaðurinn „Ég vildi bara einfaldlega spila saman litum, formum og áferðum og kannski andrúmslofti.“ Dönsk stjórnvöld líta það alvarleg- um augum að úkraínsk stjórnvöld hafi svipt dönsku fréttakonuna Matilde Kimer starfsleyfi sínu í Úkraínu. Kimer, sem er marg- verðlaunaður blaðamaður hjá DR, hefur frá 2009 flutt fréttir frá öllum löndum fyrrverandi Sovétríkjanna. Í ágúst, þegar hún hugðist halda til Rússlands eins og svo oft áður, var hún stöðvuð á landamærunum og henni meinað- ur aðgangur að Rússlandi næstu tíu árin vegna fréttaflutnings hennar frá Úkraínu. Í sama mánuði var Kimer einnig fyrirvaralaust svipt starfsleyfi sínu í Úkraínu, en greindi fyrst frá því í dönskum fjölmiðlum fyrr í vikunni. Síðustu mánuði hefur hún með aðstoð danskra stjórnvalda reynt að fá skýringar á starfsleyfissviptingunni. Sam- kvæmt fréttDR og Politiken um málið hafa fulltrúar úkraínsku leyniþjónustunnar sakað Kimer um rússneskan áróður í fréttum hennar, sem hún vísar á bug. Þau munu hafa boðið henni að starfa áfram í Úkraínu ef hún notaðist aðeins við myndefni frá þeim og flytti jákvæðari fréttir, en Kimer segist ekki geta undirgengist slíka ritskoðun. „Þetta er alvarleg árás á frjálsa fjölmiðlun. Ef ríki vill skilgreina sig sem lýðræðisríki þá verða stjórnvöld að verja frelsi fjöl- miðla,“ segir Tine Johansen, for- maður Danska blaðamannafélags- ins. Lars Løkke Rasmussen, nýr utanríkisráðherra Dana, segist líta málið alvarlegum augum. Hann segist hafa rætt við sendiherra Úkraínu í Danmörku og áréttað þar mikilvægi þess að staðinn sé vörður um fjölmiðlafrelsi. l Dönsk fréttakona svipt starfsleyfi Úkraínsk stjórn- völd gagnrýnd Vönduð Matilde Kimer var nýverið tilnefnd til Cavling-verðlaunanna fyrir fréttaflutning sinn í Úkraínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.