Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 30
FRÉTTIR
Innlent30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022
Skeifan 8 | Kringlan | Hafnartorg Gallery | Glerártorg | casa.is
SoyWitch
ilmkerti í jólapakkann
250 ml – 2.990 kr.
Hvað er dásamlegra en að fara
fram úr rúminu fyrir allar aldir og
drífa sig af stað í öllum veðrum út í
sundlaug og hlaupa þar hálfnakinn
í frostinu út í laug að synda? Vinir
Dóra er hópur morgunhana sem
finnst það vera toppurinn á tilver-
unni. Hópurinn hittist alla virka
daga í Vesturbæjarlauginni og
syndir, spjallar í heitu pottunum og
gerir síðan Müllersæfingar á sund-
laugarbakkanum – í öllum veðrum.
Vinir Dóra hafa hist í lauginni í 40
ár og á þeim tíma hafa einhverjir
helst úr lestinni og nýir bæst við.
Fyrir fjörutíu árum var Halldór
Bergmann Þorvaldsson að vinna
við hús vestast við Sólvallagötuna
og þá hafði hann fyrir vana að fara
í laugina áður en hann byrjaði að
vinna. „Stuttu eftir að ég byrjaði
að synda slasaðist ég og var frá í
níu vikur. Þá var ég sendur niður í
Brautarholt til Stefáns Hallgríms-
sonar frjálsíþróttamanns sem
rak þar líkamsræktarstöð og þar
lærði ég þessar Müllersæfingar.
Svo þegar ég var orðinn þokka-
legur þá fór ég aftur að synda og
fór að gera Müllersæfingarnar á
sundlaugarbakkanum. Einn daginn
kemur maður til mín í lauginni og
spyr hvort hann megi ekki gera
æfingarnar með mér, sem var
sjálfsagt mál. Smám saman fór að
fjölga í hópnum, sem við fórum að
kalla Vini Dóra. Fyrst hlupum við
alltaf í kringum laugina og gerðum
svo æfingarnar en núna gerum við
bara æfingarnar. Þær eru líka mjög
skemmtilegar og við syngjum líka í
sumum æfingunum.“
Morgunverður á Bessastöðum
Í fyrstu voru Vinir Dóra karla-
klúbbur en í kringum 1990 fór
hópurinn að stækka verulega og í
dag eru bæði karlar og konur virkir
þátttakendur. „Ef ég þarf að fara
eitthvert þá taka þær við, stelpurn-
ar,“ segir Dóri sem allir í hópnum
kalla foringjann. „Þessi hópur er
líka búinn að vera mikill vinahópur
alveg frá upphafi og við hittumst
mikið fyrir utan laugina. Við förum
í Kaffivagninn úti á Granda eftir
sund, stundum tvisvar í viku en
alltaf á föstudögum,“ segir Dóri og
segir að einnig sé skipst á að bjóða
heim í morgunverð eftir sundið.
Í dag eru Vinir Dóra hátt í 30
manns og foringinn segir að Vigdís
Finnbogadóttir forseti hafi verið
hluti af hópnum lengi vel og hitti
þau oft enn fyrir utan laugina.
„Hún kemur inn í hópinn á seinna
skeiði sínu sem forseti, upp úr
1990. Á þeim árum fórum við alltaf
einu sinni í mánuði í Bláa lónið. Í
eitt skiptið fórum við tíu saman
og syntum í lóninu og ég var að
keyra hópinn til baka á tíu manna
bíl. Þegar við erum að sigla inn í
Hafnarfjörð segir Vigdís: „Heyrðu
Dóri, geturðu komið við í Fjarðar-
kaup aðeins. Ég ætla að skjótast
inn og kaupa rúnstykki og bjóða
ykkur í morgunverð á Bessastöð-
um.“ Svo setti hún á sig slæðu svo
hún þekktist síður, fór inn og svo
keyrðum við beint á Bessastaði í
morgunkaffi. Það var mjög gaman.
Hún er svo blátt áfram og skemmti-
leg, hún Vigdís.“
Fréttir frá 16. og 17. öld
Foringinn segir að Litlu jólin séu
haldin á hverju ári úti á Granda-
garði og þá mæti margir félagar
sem stundi ekki sundið reglulega
lengur, alveg upp í 60 manns. Þar
eru veittar viðurkenningar, sungin
jólalög undir harmonikkuleik og
fleira skemmtilegt. „Svo tók ég upp
á því á árum áður, þegar einhver
bauð í morgunverð á föstudegi, að
koma við í blómabúð og færa frúnni
á heimilinu blómvönd. Við erum
með nokkrar þannig skemmtilegar
hefðir og á stórafmælum fá með-
limir hópsins Sundlaugarbikarinn.“
Ég setti ákveðna reglu þegar ég
stofnaði þennan hóp, að það væri
bannað að tala um pólitík. Gylfi
(Kristinsson) segir að í pottinum sé
farið yfir nýjustu fréttir frá 16. og
17. öld, og aðrir kalla pottinn „Gáfu-
mannapottinn“, en fyrst og fremst
reynum við að hafa gaman af. Við
tölum um daginn, hvað við erum að
gera, rannsóknir og aðgerðir, börn-
in okkar og þar fram eftir götun-
um.“ Það er víst nóg af pexi í þessu
þjóðfélagi í dag.“ Reglan hefur
eflaust verið skynsamleg því innan
hópsins eru nokkrir fyrrverandi
ráðherrar, eins og Jón Kristjáns-
son, Kolbrún Halldórsdóttir og
Valgerður Sverrisdóttir.
„Þá verða allir að hlýða“
Hópurinn er orðinn heimsfrægur
og var hluti af Sundlaugasögum
Jóns Karls Helgasonar. Einnig
kynntu Vinir Dóra kvikmyndir
úr heita pottinum á nýafstaðinni
kvikmyndahátíð í Hörpu þar sem
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin
voru veitt. Nú býr Dóri í Mosfells-
bænum en telur það ekki eftir sér
að keyra í Vesturbæinn fimm sinn-
um í viku. „Ég stunda sundlaugina í
Mosó um helgar og á líka góða vini
þar, en við erum orðin svo mikill
vinahópur í Vesturbænum að það
væri ekki hægt að hætta því.“
Halldór segir að sundið og útiver-
an sé mikil heilsubót og efli hugann.
„Svo mýkist maður upp í pottinum.
Við syndum minna en við gerðum,
en erum meira að spjalla í pottinum
og í gufu. En þegar klukkan slær
7:25 þá kalla ég að það sé kominn
tími og þá gerum við Müllersæf-
ingarnar. Ég kalla bara einu sinni
og þá verða allir að hlýða,“ segir
Dóri foringi hress í bragði. Hann
segir sundið vera allra meina bót.
„Ég fór í mjaðmaaðgerð í sumar, en
er orðinn eins og unglingur. Svo má
ekki gleyma að brosa framan í lífið,
það hefur svo mikið að segja.“
lVinir Dóra hafa hist í Vesturbæjarlauginni í 40 árl Sund og MüllersæfingarlÓmetanleg vin-
átta og samveralHafa synt út um allt land og víðarlForseti og ráðherrar hlýða foringjanum
Aldrei minnst á pólitík í pottinum
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Müllersæfingar Vinir Dóra stunda æfingarnar í lauginni sem kenndar eru við Jørgen Peter Müller hinn danska.Foringinn Ragna Þórhallsdóttir, foringinn Halldór og Unnur Hansdóttir.
Húsavík Vinir Dóra í sjóböðunum á Húsavíkurhöfða sumarið 2020 en árlega eru farnar tvær ferðir út á land.