Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022
DAGLEGTLÍF14
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
ELITE stólalínan
3 gerðir: Wiliam, Alex, Charles,
3 möguleikar: Rafdrifinn, manual
eða með skammeli.
3 litir Cognac, dökk brúnt, svart, albólstraður með anelin leðri.
Komið og
skoðið úrvalið
Hækkanlegur rafdrifinn
tóll með innb. skammel.
örtu leðri og gráu tauáklæði.
LIVER Hækkanlegur rafdrifinn hvíldarstóll,
2 mótorar, með innb. skammel.
Til í svörtu leðri og gráu tauáklæði.
Óskum
landsmönnum
gleðilegra
jóla
Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM
með og án rafmagns lyftibúnaði
A
ð hafa komið hingað til
Íslands og fá að búa og
starfa er mikil heppni.
Ég gleymi samt ekkert
uppruna mínum og hugsa oft til
fjölskyldu minnar og landa í Íran.
Óskandi væri að þau hefðu frelsið
og mannréttindin sem fólk nýtur
hér á Íslandi,“ segir Alek Ramezan-
pour, íranskur maður búsettur á
Íslandi.
Nærri lætur að innflytjendur, það
er fólk sem á uppruna sinn í útlönd-
um en hefur sest að Íslandi, sé um
fimmtungur landsmanna. Margt af
þessu fólk er hér aðeins í mánuði
eða misseri í vinnu en heldur svo
annað, eins og alltaf stóð til. Aðrir
nýbúar, sem kannski ætluðu aldrei
að staldra lengi við, finna þó hér
sína fjöl og velja að vera, ef hægt
er. Skapa sína framtíð hér og bera
samfélaginu ný viðhorf, reynslu
sína og þekkingu. Alek er einn
þeirra; fimleikaþjálfari hjá Gerplu í
Kópavogi.
Gull, silfur og brons
á fjölþjóðlegummótum
Gerpla er eitt af öflugustu
íþróttafélögum landsins með
nærri 2.000 iðkendur innan sinna
vébanda. Þau börn og unglingar
sem æfa með félaginu mynda því
fjölbreyttan hóp rétt eins og um 130
þjálfarar og starfsmenn félagsins. Í
því liði eru fjórir þjálfarar frá Íran.
Frábærir íþróttamenn og hæfileika-
ríkir, segir Olga Bjarnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Gerplu.
„Ég kom til Ísland á allra síðustu
dögum ársins 2017. Segja má að
hingað sé ég komin af því eitt leiddi
af öðru og stundum réðu tilviljanir,“
sagði Alek sem settist niður með
blaðamanni nú í vikunni og fór yfir
sögu sína. Hann er fæddur árið
1988 í Ardabil; fjallaborg í norðvest-
urhluta Írans, ekki fjarri landa-
mærum Aserbaídjans, Armeníu og
Tyrklands. Aðeins fimm ára gamall
byrjaði Alek að æfa áhaldafimleika
í heimaborg sinni, náði góðum
árangri og vann til margvíslegra
verðlauna. Fékk gull-, silfur- og
bronsverðlaun á ýmsum fjölþjóðleg-
um mótum.
Fimleikar henta sterk-
byggðum Íslendingum
Í keppnisferðum utan heimalands
síns kynntist Alek fólki víða, meðal
annars í Tyrklandi, þangað sem
hann hélt árið 2014 og tók að sér
þjálfun. Svo má segja að hann hafi,
í óeiginlegri merkingu en nærtækri
þó, sveiflað sér af einni ránni yfir á
aðra. Kynni við fólk á Evrópumót-
um leiddu til samskipta á félags-
miðlum og í tölvupósti. Fimleikafólk
í Danmörku falaðist eftir honum
þangað til þjálfarastarfa en eftir
aðeins skamman tíma þar lá leiðin
til Þórshafnar í Færeyjum.
Í Færeyjum var Alek frá 2016 og
næstu misserin á eftir, eða þar til
hróður hans hafði borist til Íslands.
Gerpla stimplaði sig inn og hingað
kom okkar maður milli jóla og
nýárs 2017. Hóf störf hjá félaginu á
fyrstu dögum ársins 2018 og hefur
þar haft með höndum þjálfun í
áhaldafimleikum karla. Er þjálfur-
um ýmissa annarra flokka félagsins
til halds og trausts, auk þess að
sinna verkefnum fyrir Fimleikasam-
band Íslands við hæfileikamótun
efnilegra iðkenda.
„Já, ég vil endilega fá fleiri í
fimleika, sem henta sterkbyggðum
Íslendingum vel. Því fleiri sem æfa,
hvert sem félagið er, gerir fimleik-
ana öflugri grein,“ segir Alek sem
nú hefur verið í fimm ár á Íslandi.
„Vissulega var talsverð fyrirhöfn
að setja sig niður hér. Því fylgdi
mikil pappírsvinna og afla þurfti
ýmissa leyfa svo ég gæti sest hér
að. Þar hjálpaði Gerplufólk mér
mikið. Og nú er ég búsettur hér í
Kórahverfinu, þaðan sem er stutt í
þessa frábæru aðstöðu sem Gerpla
hefur í Versölum hér í Kópavogi.“
Mannréttindi fótum
troðin í Írak
Margvísleg mótmæli hafa verið
uppi í Íran að undanförnu. Sú ólga
hefur meðal annars verið í háskól-
um í norðvesturhluta landsins, það
er nærri heimaslóðum Aleks. Andóf
þetta hófst í haust þegar ung kona
var handtekin fyrir að hafa brotið
gegn reglum um klæðaburð kvenna
þar í landi og lést í haldi lögreglu.
„Íran er lögregluríki og þar eru
mannréttindi fótum troðin,“ segir
Alek um stöðu mála í heimalandi
sínu.
Mótmælin sem því hafa fylgt eru
orðin hin víðtækustu síðan andófið
gegn klerkastjórninni í landinu
hófst árið 1979. Þessi mótmælaalda
hefur haldið áfram og fólk sem
vill breytingar hefur sótt fram.
Lögregla veitir andspyrnu og hefur
skotið fólk til bana. Í október sl. var
staða mála í Íran rædd á Alþingi Ís-
lendinga. Af því tilefni voru nokkrir
Íranir búsettur á Íslandi mættir á
þingpalla til að fylgjast með. Vildu
með því vekja athygli á stöðu mála í
heimalandi sínu.
Íranir á Íslandi halda hópinn
Íranir búsettir á Íslandi eru í dag
um 200 talsins. „Við erum nokkur
í þessum hópi sem fylgjumst að
og gerum ýmislegt skemmtilegt
saman, förum í ferðalög og æfum
íþróttir. Sjálfur er ég fyrir utan fim-
leikana í crossfit og hlaupum og svo
nýt ég þessi alveg innilega að fara
í sund. Sérstaklega þegar veðrið
er vont; snjór, bylur og frost. En
annars tekur þjálfun mestan minn
tíma, þetta eru sex dagar í viku og
stundum margar æfingar á dag.“
Alek kveðst nú líta á sig sem
Íslending. „Já, ég fór til Írans fyrir
tveimur árum þar sem stórfjöl-
skyldan á heima; fólk sem von-
andi á eftir að heimsækja Ísland
einhvern tíma í framtíðinni. Mér
fannst frábært að vera í Ardabil en
tilfinningin sem greip mig þegar
flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli
var einstök. Velkomin heim, sagði
flugfreyjan, og gæsahúðin braust
fram og straumur fór um líkamann.
Engu líkt. Ísland er heima.“
Fimleikakappi frá fjarlægu landi
Hæfileikamaður! Alek Ramezanpour frá Íran er
þjálfari hjá Gerplu. Þjálfari og frábær íþrótta-
maður. Sveiflar sér á milli ránna. Fyrir tilviljun
á Íslandi þar sem um 200 Íranir njóta frelsis og
mannréttinda. Velkominn heim!
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sveifla Alek er sprækur og kattliðugur. Á æfingu nú í vikunni brá hann á leik með jólasveinahúfuna á höfðinu.
Æfing Ungar fimleikastúlkur í Gerplu. Iðkendur innan vébanda félagsins
eru nærri 2.000. Áhugi barnanna er mikill og árangur þeirra góður.
Neyðin er víða og Rauði krossinn er á veraldarvakt
Milljónir fólks í Afríku í vanda
Neyðarsöfnun Rauða krossins á
Íslandi vegna fæðuskorts í fjölda
Afríkuríkja er lokið. Söfnunin stóð
í rúman mánuð og á þeim tíma
safnaðist um ein milljón króna, pen-
ingar sem notaðir verða til að veita
lífsbjargandi aðstoð með aðgangi að
vatni, matvælum, heilbrigðisþjónustu
og fleiru. Söfnuninni var ætlað að
standa undir kostnaði við hjálpar-
starf sem þörf er á í fjölda ríkja í
Afríku sunnan Sahara. Ástandið er,
segir Rauði krossinn, verst í Sómalíu,
þar sem milljónir eru á barmi
hungursneyðar. Skorturinn hefur
einnig leitt til ýmissa samfélagslegra
vandamála.
Að sögn Atla Viðars Thorstensen,
sviðsstjóra alþjóðasviðs Rauða
krossins, hefðu undirtektir við söfn-
unni mátt vera betri, því langt er um
liðið síðan viðlíka neyð hefur verið
ríkjandi og nú er svo víða í Afríku.
Inneign fyrir samstöðu
og stuðningi
„Átökin í Úkraínu hafa beint sjón-
um ríkja og almennings að neyðinni
þar, sem er gríðarlega mikil. Vert er
að þakka fyrir þá aðstoð sem bæði
ríkisstjórnir og almenningur víða um
heim hafa sýnt þolendum átakanna
þar í landi. Þó er vonandi að það sé til
inneign fyrir sambærilegri samstöðu
og stuðningi fyrir þá tugi milljóna
sem standa frammi fyrir verstu
þurrkum og fæðuskorti í fjóra áratugi
í fjölmörgum löndum Afríku sunnan
Sahara,“ segir Atli Viðar um stöðu
mála og framvinduna.
Afríka Ungar mæður með börn sín að afla nauðsynja í hjálparmiðstöð.