Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 38
FRÉTTIR Erlent38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 Góð melting er undirstaða góðrar heilsu! Heilbrigð þarmaflóra með góðgerlunum frá Bio-Kult. Meltingarensímin hjálpa þér að brjóta niður fæðuna og melta betur. Betri melting & öflug þarmaflóra Sölustaðir: Apótek og heilsuhillur stórmarkaða Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Gjafakort Einstök jólagjöf KANADA Stúlknahópur myrti karlmann Átta stúlkur á tánings- aldri hafa verið ákærðar fyrir morð á 59 ára gömlum karlmanni í kanadísku borginni Toronto. Eru stúlkurnar á aldrinum 13 til 16 ára og segir lögregla þær hafa ráðist samtímis á manninn og stungið hann ítrekað með þeim afleiðingum að bani hlaust af. Hinn látni var heimilislaus. Stúlkurnar voru handteknar nærri vettvangi árásarinnar og lagði lögregla hald á fjölmörg egg- vopn. Talið er líklegt að þær hafi fyrr þennan sama dag ráðist gegn öðrum heimilislausummanni. Sá var stunginn í kviðinn eftir að stúlkurnar gerðu tilraun til að stela af honum áfengispela. Hann er ekki í lífshættu. MorðMaðurinn var heimilislaus. dýrasta flugvél heims, kostar um 740 milljónir bandaríkjadala, eða hátt í 1.000 milljónir dala þegar litið er til þeirrar tækni- og hugbúnaðar- uppfærslu sem hver vél hefur farið í gegnum, kostnað vegna varahluta og fleiri þátta. Vélar af þessari gerð eru torséðar á ratsjám og eru hannaðar með flutning kjarnavopna í huga. Getur hver þota flutt allt að 23 tonn af hefðbundnum sprengjum, eða 16 kjarnaodda. Eitt altjón frá árinu 1987 Árin 1987 til 2000 smíðuðu Banda- ríkjamenn alls 21 B-2. Þrjár þeirra hafa nú lent í alvarlegu flugatviki. Tvær hafa skemmst á Whiteman, heimavelli B-2-kjarnasprengjuvéla, og sú þriðja á Kyrrahafseyjunni Guam. Sú vél brann til kaldra kola, brotlenti eftir rakabilun í tölvu- kerfi. Fjórða B-2-sprengjuvélin til að skemmast var flugvél sem brann að hluta í viðhaldsflugskýli. Þrjú ár tók að gera þá vél upp. Bandaríski flugherinn kynnti í síðasta mánuði ásamt Lockheed Martin arftaka B-2, hina svonefndu B-21 Raider. Sú vél verður tekin í notkun á komandi árum eftir próf- anir. Búið er að kyrrsetja allar þær 20 B-2-sprengjuvélar sem Bandarík- in hafa yfir að ráða. Ástæðan er flugóhapp sem átti sér stað á her- flugvellinum Whiteman í Missouri í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði. Kom þá upp alvarleg bilun í tæknibúnaði sem neyddi flugmenn vélarinnar til að nauðlenda vélinni, sem leiddi svo til frekari skemmda, m.a. vegna elds sem braust út. Nánari upplýsingar um tjón á sprengjuvélinni hafa ekki verið gefnar út en flugmenn sakaði ekki. Er þetta í annað skipti á rétt rúmu ári sem B-2 lendir í alvar- legu flugatviki. Í hinu tilfellinu gaf sig lendingarbúnaður með þeim afleiðingum að vængur vélarinnar féll til jarðar og þotan hafnaði utan flugbrautar. Tjónið var þá metið á rúmlega 10 milljónir bandaríkjadala. Northrop Grumman B-2 er Kjarnavélaflotinnkyrrsettur lTvö alvarleg flugatvik á rétt rúmlega ári valda áhyggjum innan bandaríska flug- hersinslAllar B-2-sprengjuvélar smíðaðar árin 1987 til 2000lStutt í arftakann Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ljósmynd/Bandaríski flugherinn (USAF) Tjónuð Þessi B-2 hafnaði utan flugbrautar eftir að hjólabúnaður gaf sig. TAÍLAND Of fá björgunar- vesti voru um borð Skortur var á björgunarvestum um borð í taílensku korvettunni HTMS Sukhothai sem sökk í vonskuveðri á Taílandsflóa sl. sunnudag. Alls var 76 bjargað úr hafinu, en í gær voru sex sagðir látnir og 23 enn saknað. Varnarmálaráðuneyti Taílands segir 30 manns hafa verið ofaukið um borð þegar skipið sökk, sem útskýrir skortinn á björgunar- vestum. Enn er leitað að fólki og verið er að rannsaka tildrög slyssins. Sjóslys Taílenska korvettan lagðist á hliðina áður en hún sökk að lokum. Volodimír Selenskí Úkraínufor- seti hitti Joe Biden Bandaríkja- forseta í Washington í gær og ávarpaði þingið. Um er að ræða fyrstu utanlandsferð Selenskís frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu, en 300 dagar voru liðnir frá innrásinni í gær. „Við munum halda áfram að styðja við her Úkraínumanna, sérstaklega á sviði loftvarna,“ sagði Biden á fundinum. „Pútín Rússlandsforseti reynir að nota veturinn sem vopn en Úkra- ínumenn halda áfram að koma heimsbyggðinni á óvart.“ Í Hvíta húsinu kynnti Biden nýjan vopnapakka fyrir Úkraínumenn, að andvirði næstum tveggja milljarða dala, eða um 286 millj- arða íslenskra króna. Söguleg heimsókn Ljósmynd/AFP Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.