Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! AUDI E-tron 50 Sportback S-line Nýskráður 03/2021 ekinn 28þkm. Rafmagnsbíll, uppgefin drægni 360 km. S-line innan og utan, 21“ álfelgur, Bang & Olufsen hljómtæki, glerþak, myndavélaspeglar, miðstöð afturí, S-line leðursæti o.fl! Glæsilegt eintak til afhendingar strax! Raðnúmer 111277 00 M.BENZ EQB350 4MATIC POWER Nýskrá . Rafmagnsbíll, uppgefin drægni 438 km. AMG line innan og utan. Glerþak, 20“ álfelgur, sjónlínuskjár, 360° bakkmyndavél, rafmagn og minni í fram- sætum og margt fleira. Designo Patagonia rauður! Stórglæsilegur bíll til afhendingar strax! Raðnúmer 505251 M.Benz EQA250 Power First Edition Nýskráður 04/2022 ekinn 52 km. Ókeyrður sýningarbíll! Rafmagnsbíll, uppgefin drægni 488 km. AMG line innan og utan. 20“ álfelgur. Mountain grey magno mattgrár! Stórglæsilegt eintak til afhendingar strax! Raðnúmer 739266 0 0 ðu 2 k n þ Fullur salur af rafmagnsbílum Gleðilega hátíð með þökk fyrir viðskiptin á árinu Síungu strákarnir Indriði Jónsson og Árni Sveinsson Sjáðu úrvalið Börn eru mér og okkur í Flokki fólksins hugleikin alla daga. Ástæðan fyrir því að ég gekk til liðs við Flokk fólksins á sínum tíma var ekki síst sú að stefna flokksins setur börn og barna- fjölskyldur í forgang. Fólkið fyrst og svo allt hitt er okkar kjörorð. Flokkur fólksins vill útrýma fátækt, enda ætti enginn að þurfa að vera fátækur á Íslandi. Hér er í raun gnótt fyrir alla ef stjórnvöld halda vel á spilunum. Pólitíkin er ekki að standa sig þegar kemur að þjónustu við börn, öryrkja og eldra fólk sem ekki hef- ur nóg að bíta og brenna. Hjálp- arstofnanir hafa ekki undan. Þeir sem eiga einna mest bágt koma úr röðum einstæðra foreldra, öryrkja og eldra fólks sem eru á leigumark- aði. Fátæktin fer verst með börnin. Áhrifin eru neikvæðust á þau vegna þess að þau eru börn og þarf það varla frekari útskýringar við. Þrátt fyrir ný farsældarlög þá eru biðlistar langir hjá stofnunum ríkisins eins og Þroska- og hegð- unarstöð og Barna- og unglingageð- deild. Barn í djúpstæðri vanlíðan kann að þurfa að bíða mánuðum saman eftir greiningu og meðferð. Biðlistar barna eftir fagþjónustu skóla hafa lengst jafnt og þétt. Árið 2018 biðu 400 börn ýmist eftir sál- fræðiþjónustu eða talmeinaþjón- ustu, árið 2021 biðu 1600 börn og nú bíða 2048 börn. Niðurskurðarhnífurinn hjó til þeirra sem minnst mega sín Seinni umræða fjárhagsáætlunar var lögð fram í borgarstjórn 6. des- ember sl. og lagði meirihlutinn þá fram 92 tillögur. Enginn þeirra hafði neitt að gera með að draga úr biðlistum barna eftir sálfræði- eða talmeinaþjónustu. Þvert á móti voru meðal tillagna, tillögur sem skerða þjónustu til barna og ung- linga, fólks með geðröskun og þjón- ustu við eldra fólk. Flokkur fólksins sættir sig ekki við þetta og lögðum við til á síðasta borgarráðsfundi að meirihlutinn endur- skoði að leggja niður starfsemi Vinjar. Það hlýtur að vera hægt að spara á öðrum sviðum en að taka vettvang frá fólki með geðrask- anir þar sem þau njóta félagsskapar. Margir líta á Vin sem sitt ann- að heimili. Víst má þó telja að þessi tillaga Flokks fólksins um að endurskoða nið- urskurðinn til Vinjar verður felld eða henni vísað frá. Jólin koma Margar fjölskyldur standa frammi fyrir kaldranalegum veru- leika allt árið en um jólin er eins og hinn kaldi veruleiki verði enn meira áberandi. Flokkur fólksins heldur áfram að gera sitt besta á Alþingi og í borgarstjórn. Hinn almenni borgari hefur einnig mikilvægu hlutverki að gegna. Hvert svo sem hlutverk okkar er berum við ábyrgð sem samfélagsþegnar. Um- fram allt er að vera meðvitaður um þessi mál og láta sig þau varða. Fyrir hvern þann sem líður illa af einhverjum ástæðum þá skipta tengsl við aðra manneskju sköpum. Ef vandinn er inn á heimilinu þá geta tengsl við manneskju utan heimilisins verið akkeri og hald- reipi, styrkur og stuðningur á erf- iðum tímum. Málefni barna varða okkur öll. Ef við höfum áhyggjur af einhverju þessara barna eða teljum að það sé ekki allt með felldu þá þarf að spyrja: Hvað get ég gert í stöðunni sem gagnast þessu barni?“ Stundum þarf þor og kjark til að skipta sér af, spyrja áleitinna spurninga ef þess er þörf og stíga inn í aðstæður eða atburðarás ef óttast er að hagsmunum barns sé ábótavant eða aðstæður óboðlegar. Ekki láta röddina sem segir “þetta kemur mér ekki við“ stýra för. Við erum öll ábyrg sem samfélagsþegn þessa lands. Stundum er nauðsyn- legt að tilkynna mál til Barna- verndar eða hringja á lögreglu í til- fellum þar sem grunur leikur á um að heimilisofbeldi og/eða stjórnlaus neysla sé í gangi. Ef við verðum þess áskynja að hagsmunum barns sé ógnað er aðeins eitt sem má ekki gera og það er að gera ekki neitt. Erfitt hlutskipti að fá engu ráðið Það er erfitt að vera í stjórn- málum og fá litlu eða í raun engu ráðið. Það tekur á að þurfa að horfa upp á það ár eftir ár að ekki er tek- ið á nauðsynlegum málum fólksins. En hér er lýðræðið í hnotskurn. Ekki er langt síðan Íslendingar völdu leiðtoga bæði til þings og borgar. Vissulega eru ekki allir óánægðir með hvernig kökunni eru skipt. Stór hópur á Íslandi hefur það gott. Ef húsnæðismarkaðurinn væri ekki eins brenglaður og raun ber vitni væri heilmikið betra. Hús- næðisvandinn er á ábyrgð ráða- manna. Nú eiga þeir bágast sem eru nauðbeygðir til að greiða ok- urleigu, leigu sem þeir eiga sjálfir ekki fyrir og þurfa að skrapa sam- an í hverjum mánuði með ýmsum leiðum. Áhyggjur eru að sliga þennan hóp og verst settir eru þeir sem eru eina fyrirvinna heimilis og öryrkjar sem ekki fá notið sinna fáu króna vegna skerðingarlaga rík- isstjórnarinnar. Við kjörnir fulltrúar minnihlut- ans getum fátt annað en hrópað úr pontu, lagt fram tillögur í þeirri von að þær fái áheyrn og jákvæða af- greiðslu og vonast til að brátt sjái ráðamenn ljósið. Flokkur fólksins vill að tekið sé utan um þá verst settu með sértækum ráðum, enda eina leiðin til að auka jöfnuð í sam- félagi þar sem ójöfnuður vex með hverri viku. En áfram skal haldið. Við í Flokki fólksins erum þrautseig og stöndum okkar vakt. Málefni barna varða okkur öll Kolbrún Baldursdóttir » Pólitíkin er ekki að standa sig þegar kemur að þjónustu við börn og fólk sem ekki hefur nóg að bíta og brenna. Hjálparstofn- anir hafa ekki undan. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. „Í öngum mínum erlendis/yrki ég skemmsta daginn“ hripaði Jónas niður á vetrarsólstöðum fyrir 178 árum og átti þá aðeins fimm mánuði ólifaða. Stökurnar urðu fjórar. Á nýársdaginn næsta á eftir orti hann snilldarkvæðið Svo rís um aldir árið hvurt um sig, eilífðar lítið blóm í skini hreinu. Mér er það svosem ekki neitt í neinu, því tíminn vill ei tengja sig við mig. Seinna um veturinn, þann síð- asta sem hann lifði, orti hann vor- vísuna hugljúfu Tinda fjalla, áður alla undir snjá, sín til kallar sólin há; Fleira gott orti hann þennan vetur og seinast Leiðarljóðið til Jóns Sigurðssonar. Andinn var sem sagt ekki út- brunninn þótt líkaminn væri orð- inn hrör, er Jónas deyði eftir slys- farir, hinn 26. maí 1845 og var jarðsettur í Assistens-kirkjugarð- inum hinn 31. sama mánaðar. Því fór ég að hugsa um þetta, og kirkjugarðinn, sem landar í Höfn kölluðu á sinn máta Hjástoð- arkirkjugarð, að ég horfði fyrir stuttu á fræga mynd eftir sögu Martins Andersens Nexö, Pelle erobreren, sem fjallar um hjúa- þrælkun og fátækt á síðari hluta nítjándu aldar í Svíþjóð og Dan- mörku. Ég hef vitað af þeirri bók alla tíð en langt síðan ég las hana. Önnur fræg bók eftir Nexö er Ditte menneskebarn, sem sumir Danir segja að sé fyrirmyndin að Sölku Völku, en við Íslendingar mótmælum því að sjálfsögðu. Ditte hlaut líka aðra frægð seinna er sovéskur stjörnufræðingur nefndi smástirni eftir henni. Til að gera langa sögu stutta var Nexö sannfærður kommúnisti og sovétvinur og flutti til Dresden í Austur-Þýskalandi eftir stríð og bjó þar til dauðadags 1954. Þá var hann fluttur heim og jarðaður í Assistens-kirkjugarðinum við Norðurport. Þessi garður var lagð- ur 1760 og var upphaflega ætlaður fátæklingum eftir skæða farsótt sem herjaði á Kaupmannahöfn á þeim tíma. Sá fyrsti utan borg- armúranna og varð skjótlega vin- sæll pikknikkstaður um helgar og á hátíðum. Síðan gerist það að kunnur góðborgari, stjörnufræðingur og herráðsmaður, sækir um leyfi til að fá að hvíla þar og fær. Upp úr því verður það eins konar „cult“ og hinsta æra að liggja í þessum garði og eftirsótt af skáldum og öðrum andans mönnum og er til langur listi af slík- um. Ekki er Jónas á þeim lista, enda á hann að hafa verið fluttur heim, þótt einhverjir efist, en á hinn bóg- inn er velgjörðamaður Jónasar, Finnur Magnússon prófessor, þar nefndur ásamt t.d. H.C. Andersen, Niels Bohr og Sören Kierkegaard, og svo öðrum velgjörðamanni Jón- asar, Japhetus Steenstrup (1813- 1897), en þeir ferðuðust saman um Ísland og unnu í félagi að Íslands- lýsingu í Sórey um nokkurt skeið. Já, bein Jónasar voru – eða ekki – flutt heim og jarðsett – eða ekki – á Þingvöllum. Þegar lesin er lýsing sænska skáldsins Karls Augusts Nicanders á Assistens-kirkjugarðinum frá 1827 fer ekki hjá því að manni finnist sem Jónas hafi verið snuð- aður um huggulegan hvíldarstað til að bíða dómsdags, að Þingvöllum annars ólöstuðum. Nicander segir: „Til að njóta annarrar upphafinnar hátíðar gekk ég eitt kvöld gegn um Norðurport inn í hinn svokallaða Assistens-kirkjugarð. Hann er sannarlega einn allra fallegasti kirkjugarður Evrópu. Laufprúð tré, skuggsælir stígar, opin svæði þakin blómskrúði. Grafhýsi í skugga blæaspa, marmaralegstein- ar, grátvíðir, vafningsviður og í lofti fuglasöngur. Allt þetta gerir þennan stað dauðans að sannri Paradís.“ Þetta sagði sænska skáldið þá, og enn er jarðsett í hluta garðsins og enn leita menn sér þar afþrey- ingar og tilbreytni ofanjarðar, þótt margt sé breytt síðan lagsbræður Jónasar báru hann harmþrungnir til grafar í „blíða sólskini“ vorið 1845. Var Jónas snuðaður? Ólafur Stefánsson Ólafur Stefánsson » Já, bein Jónasar voru – eða ekki – flutt heim og jarðsett – eða ekki – á Þingvöll- um. Höfundur er garðyrkjubóndi og grúskari. olstef4@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.