Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 ✝ Ingibjörg Ólafs- dóttir (Imba) fæddist í Reykjavík 21. júlí 1935. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. des- ember 2022. Ingibjörg var dóttir hjónanna Önnu Katrínar Jónsdóttur hús- móður frá Gamla- Hrauni, f. 1912, d. 1999, og Ólafs Þorleifssonar verslunarmanns frá Stykkishólmi, f. 1907, d. 1972. Systur hennar eru Ágústa Þór- dís, maki David John Osinski, og Anna Þóra (Stella), sem er látin, ur Björns er Þorbjörn, lögfræð- ingur sem starfar hjá Sameinuðu þjóðunum í Kenía. Hann er í sam- búð með Betty Odello mannrétt- indalögfræðingi og eiga þau son- inn Óðin Snorra Rande. 2) Ingibjörg, sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneyti. Dóttir hennar er Inga Borg, hag- fræðingur og fjármálasérfræð- ingur hjá Reykjavíkurborg. Þau Ingibjörg og Ólafur kynntust í Gaggó Vest þaðan sem þau luku gagnfræðaprófi. Einnig stundaði Ingibjörg nám við Hús- stjórnarskólann á Laugarvatni veturinn 1953 til 1954. Lengst af bjuggu þau á Mánabraut 18 í Kópavogi þar sem þau byggðu sér hús. Ingibjörg var með græna fingur og ræktaði garðinn sinn af einstakri alúð og smekk- vísi. Útförin fer fram frá Digra- neskirkju í dag, 22. desember 2022, klukkan 13. maki hennar var Anton Sigurðsson. Eftirlifandi eig- inmaður Ingibjarg- ar er Ólafur Steph- ensen Björnsson raffræðingur, f. í Reykjavík 23. jan- úar 1935. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Ólafs- dóttir Stephensen húsmóðir, f. í Skild- inganesi 1906, d. 1998, og Björn Jónsson vélstjóri, f. í Ánanaustum 1904, d. 1975. Börn þeirra eru: 1) Björn, matreiðslumeistari í Selja- hlíð og hundaatferlisfræðingur, kvæntur Láru Birgisdóttur. Son- Fegurðin, góðmennskan og já- kvæðnin var það sem var ein- stakt við hana Imbu tengdamóð- ur mína. Það munu fáir leika það eftir sem hún var í sínu lífi, til að lýsa henni finnst mér best að líkja henni við „Mary Poppins“. Það var eins og hún smellti fingr- um og allt var svo fínt hjá þeim Imbu og Óla, það var eiginlega allt óaðfinnanlegt á heimili þeirra, allt vel sett upp og smekklegt. Matar- og kaffiboð glæsilega framreidd, alveg sama hvort það var að koma við í kaffi óvænt eða í skipulagt boð, dásamlegt var að koma í heim- sókn á Mánabrautina og svo síð- ar á Gullsmárann. Imba gerði fal- lega handavinnu, það var svo vel gert að hvað sem hún tók sér fyr- ir hendur var hreint listaverk. Garðurinn og blómin hennar blómstruðu með hennar um- hyggju. Gaman var að gefa Imbu blóm, uppáhalds voru rósir og gat hún látið blómin endast heilu vikurnar. Sem ung kona var hún Ís- landsmeistari í handbolta með KR og fékk gullmerki KR. Imba starfaði áratugum sam- an í góðgerðarsamtökum sem hún hafði mikla ánægju af og lét svo margt gott af sér leiða með handavinnu sinni og söfnun. Imba var alltaf smekklega til fara og ekki má gleyma öllum skónum, hún elskaði fallega skó. Ég og tengdamóðir mín höfðum mikið gaman af að tala um fal- legan fatnað og fylgihluti. Ef það væri titill fyrir Ingi- björgu Ólafsdóttur þá væri það „vinsælasta stúlkan“. Hún átti margar góðar vinkon- ur, sérstaklega frá Húsmæðra- skólanum á Laugarvatni, en þær hittust síðast í vor. Imba hafði sérstaklega hlakkað til og urðu heldur betur fagnaðarfundir milli þessara vinkvenna til áratuga. Imba og Óli tengdafaðir minn hafa alltaf verið mjög samrýnd, dugleg við að hreyfa sig og halda sér í góðu formi og njóta ferða- laganna sem þau hafa farið inn- anlands og erlendis, þau nutu lífsins! Ég minnist aldrei hennar Imbu í leiðu skapi, alltaf jákvæð og glaðlynd. Spurði Björn son hennar hvort hún einhvern tím- ann hefði skammað hann, einu sinni man hann eftir því sem krakki, þar var honum bannað eitthvað og móðir hans varaði hann við að gera þetta aftur, ann- ars yrði hann rassskelltur. Hann óhlýðnaðist og Imba varð að rassskella drenginn, eflaust mjög erfitt fyrir hana Imbu. Imba elskaði barnabörn sín, Þorbjörn og Ingu, og þau heppin með afa og ömmu. Imba náði því miður ekki að hitta langömmu- drenginn sinn hann Óðin, en hann býr með foreldrum sínum í Kenía. Ingibjörg og Ólafur hefðu náð 65 ára brúðkaupsafmæli á Þor- láksmessu á þessu ári. Við hittumst aftur elsku Imba, þú með faðminn fullan af rósum og í gullskónum! Lára Birgisdóttir. Ingibjörg Ólafsdóttir, eða amma í Kópó eins og ég kallaði hana, var einstök og yndisleg kona. Hún hélt heimili með afa sem var alltaf til fyrirmyndar, hún var dásamlegur kokkur og bakari og kunni öll brögðin í bók- inni þegar kom að heimilishaldi, enda útskrifuð úr húsmæðraskól- anum á Laugarvatni. Minningarnar sem koma upp í hugann eru ótalmargar, sem barn fórum við í ófáar ferðirnar saman til Þingvalla og hringinn í kringum landið. Við fórum sam- an að skoða blóm sem hún þekkti betur en flestir enda var garð- urinn hennar heima á Mánabraut alltaf óaðfinnanlegur með glæsi- legum túlípönum og rifsberjar- unnum og jarðarberjaplöntum sem ég elskaði að laumast í. Ein af ferðunum sem verða alltaf í uppáhaldi er fjölskyldu- ferðin sem við fórum til Flórída þegar amma og afi áttu fimmtíu ára brúðkaupsafmæli. Við fórum nokkrar ferðir í Disney-garðana og síðasta ferðin var sérstaklega skemmtileg. Við amma stóðum tvær eftir þegar allir aðrir sem voru með í ferðinni höfðu týnst og við fórum í röð fyrir það sem okkur sýndist vera útsýnisferð um garðinn. Eftir meira en klukkutíma bið var loksins komið að okkur og við settumst í lest sem lagði af stað og byrjaði nokk- uð vel. Við sáum yfir dýragarð og sannarlega yfir allan garðinn. Allt í einu byrjum við að hífast upp bratta brekku í lestinni. Við erum komin nokkuð ofarlega þegar við loksins föttum að ekki var um neina útsýnisferð að ræða, hún var hinum megin, við vorum komin í stærsta rússíbana garðsins sem nauðhemlaði langt fyrir ofan garðinn og við okkur blasti brött rússíbanabrekka. Við horfðum hvor á aðra, öskurhlóg- um og brunuðum svo áfram. Þegar ég var komin í mennta- skóla hentaði vel hvað amma var dugleg að lesa. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa og hreinlega mataði ofan í mig Íslandsklukk- una eftir Halldór Laxness, sem ég hefði aldrei náð að skilja eins vel ef hún hefði ekki aðstoðað. Það verður erfitt að eiga fyrstu jólin án ömmu, jólaboðin á Mánabrautinni voru eitthvað það allra skemmtilegasta sem ég gerði sem barn. Dýrindis cordon bleu, ris a la mande og gómsætur ís í eftirrétt sem amma bar fram í mörg ár þar til mamma tók við. Það voru heldur ekki jól nema með piparkökunum sem amma bakaði alltaf, með rúsínum og súkkulaði. Amma greindist með sjúkdóm sem dró hana niður síðustu árin. Hún var ótrúlega sterk og barð- ist af hörku við erfitt krabbamein og ætlaði sannarlega að láta sér batna, halda áfram að ferðast og njóta lífsins. Hvíldu í friði elsku amma. Þín Inga. Elskuleg vinkona mín er látin. Mig langar að minnast hennar í nokkrum orðum og þakka henni fyrir trygga vináttu öll þessi ár. Það var haustið 1954 að ég var ráðin í afgreiðslustörf í dömu- deild Haraldarbúðar í Austur- stræti í Reykjavík. Þar vann ég í eitt ár. Í annarri deild sem kall- aðist Skemman voru seld tilbúin föt og þar vann Imba vinkona mín. Ég fékk mig færða þangað og vann þar í nokkur ár. Voru þessi kynni upphafið að okkar góðu vináttu. Imba var á þessum tíma trú- lofuð Ólafi eftirlifandi manni sín- um. Þau giftust og eignuðust börn og síðar barnabörn og voru alla tíð mjög samhent hjón. Þau bjuggu lengi á Mánabraut og ræktuðu þar mjög fallegan garð. Þau fluttu síðan í Gullsmára þeg- ar þau ákváðu að minnka við sig. Þeim leið alltaf vel í Kópavogi. Imba hafði verið í Húsmæðra- skólanum á Laugarvatni og bjó að þeirri reynslu alla tíð. Hún var mjög skipulögð og naut ég góðs af hennar ráðum í mínum bú- skap. Í gegnum árin fórum við í marga góða bíltúra. Þá fórum við t.d. í kaffisopa í Hveragerði, á Þingvelli, á Selfoss, á Stokkseyri og í Hellisgerði, sem okkur fund- ust allt vera mjög notalegir stað- ir. Ég minnist þessara bíltúra og samverustunda með innilegu þakklæti. Imba var yndisleg vinkona sem ég kveð með þakklæti í hjarta og vil ég einnig þakka henni fyrir artarsemina við börn- in mín og barnabörn. Ég vil að lokum votta Ólafi og allri fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Hvíl í friði. Herdís Óskarsdóttir. Ingibjörg Ólafsdóttir ✝ Gísli Örn Gunnarsson fæddist 26. maí 1940 á Höfn í Hornafirði. Hann lést 12. desember 2022 á Landspít- alanum við Hring- braut. Foreldrar hans voru Jónína Ástríð- ur Jónsdóttir, f. 28. ágúst 1912, d. 29. október 2001, og Gunnar Snjólfsson, f. 2. nóvember 1899, d. 30. ágúst 1983. Systkini Gísla eru: Bertha Ingibjörg, f. 9. september 1934, Sambýliskona Gísla er Hall- dóra Sigurbjörg Stefánsdóttir. Foreldrar hennar voru Nanna Halldóra Jónsdóttir, f. 14. júlí 1920, d. 12. nóvember 2009, og Stefán Sigursveinn Þor- steinsson, f. 29. desember 1910, d. 7. febrúar 1997. Börn Gísla og Halldóru eru: Gunnhildur Lilja, f. 25. ágúst 1969, gift Valgeiri Þór Stein- arssyni; Halldór Bragi, f. 17. febrúar 1971, kvæntur Eydísi Dóru Einarsdóttur; Sigurrós Guðbjörg, f. 27. maí 1972, gift Arnari Má Hall Guðmundssyni. Dóttir Halldóru: Hafdís Stef- anía, f. 15. ágúst 1967, gift Birni Þór Imsland. Barnabörn Gísla og Halldóru eru 12, þar af eitt látið, og barnabarnabörnin 14. Útför Gísla er gerð frá Hafn- arkirkju í dag, 22. desember 2022, klukkan 13. d. 31. mars 2016, Ásta Bryndís, f. 23. nóvember 1935, Svava Guðrún, f. 13. nóvember 1936, Bragi, f. 8. mars 1942, d. 15. sept- ember 1961, Gunn- hildur, f. 19. nóv- ember 1943, d. 22. mars 2006, Stein- laug, f. 19. nóv- ember 1943, Jón Gunnar, f. 11. júní 1948, and- vana fæddur drengur 20. des- ember 1951. Hálfbróðir sam- feðra Ólafur, f. 30. ágúst 1917, d. 25. desember 1988. Afi Gísli var einstakur maður sem var mjög ræðinn og hafði alltaf mikið að segja. Hann fylgdist vel með fréttum og íþróttum, vissi alltaf nákvæm- lega hvað væri í gangi. Var mjög virkur, fór oft á dag í göngutúra, klippti runnana í garðinum og hitti spilafélagana. Frá því að ég man eftir mér fórum við fjölskyldan árlega á sumrin í heimsókn til ömmu og afa á Höfn. Ég hef reynt að halda í þá hefð og fórum við Baldvin til þeirra sumrin 2020, 2021 og í ár 2022 og þau tóku alltaf jafn vel á móti okkur. Amma fór alltaf snemma að sofa en afi vakti mun lengur og sett- ist oft hjá okkur á kvöldin í eld- húsinu og spjallaði við okkur. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á því sem maður hafði að segja og það var alltaf jafn notalegt að spjalla við hann. Í byrjun október komu þau síðan í bæinn til að kíkja á Heið- ar Smára. Við hittum þau tvisv- ar sinnum, einu sinni hjá for- eldrum mínum og einu sinni heima hjá okkur. Þegar þau kvöddu okkur man ég eftir að afi veifaði síðan bless í eldhús- gluggann og brosti glaðlega, það er síðasta minningin sem ég á um afa. Það sem ég er þakklát fyrir að hann fékk að hitta barnabarnabarnið sitt, þakklát fyrir að hafa eytt góðri viku í sumar með honum og ömmu og þakklát fyrir allar góðu minn- ingarnar. Ég mun sakna þín afi Gísli og mun halda fast í minn- ingarnar af þér. Arna Rós. Gísli Örn Gunnarsson Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS V. PÉTURSSON, verslunarmaður og knattspyrnudómari, Fremristekk 6, Reykjavík, lést föstudaginn 9. desember í faðmi fjölskyldunnar á hjartadeild LHS við Hringbraut. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 30. desember klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á hjartadeild LHS við Hringbraut. Innilegar þakkir færum við starfsfólki hjartadeildar LHS við Hringbraut fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Eyþóra Valdimarsdóttir Kristín Magnúsdóttir Guðmundur Alfreðsson Valdimar P. Magnússon Bára Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA ÚLFHEIÐUR ÚLFARSDÓTTIR, Ölduslóð 47, Hafnarfirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Fossheimum á Selfossi sunnudaginn 18. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 30. desember klukkan 10. Magnús Waage Fríða Ágústsdóttir Ingimar Ólafsson Waage Aðalheiður Matthíasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Föðurbróðir minn og frændi okkar, GYLFI MARINÓ GARÐARSSON frá Uppsölum í Eyjafjarðarsveit, lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri mánudaginn 12. desember. Útförin fer fram fimmtudaginn 29. desember klukkan 13 í Akureyrarkirkju. Hafdís Pálsdóttir Ragnar Kr. Guðjónsson Guðjón Freyr Ragnarsson Sandra Sif Ragnarsdóttir Andri Bollason Hákon Heiðar Ragnarsson Aníta Ársól Torfadóttir Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, SNÆBJÖRN PÉTURSSON, Spóavegi 14, Ölfusi, lést á sjúkrahúsinu á Selfossi laugardaginn 17. desember. Útförin verður auglýst síðar. Magni Blöndal Pétursson Gísli Þór Pétursson Ingibjörg Guðmundsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRANNA BRYNJÓLFSDÓTTIR, Hrafnistu við Brúnaveg, áður Árskógum 6, Reykjavík, lést á heimili sínu 19. desember. Útför hennar verður frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. desember klukkan 13. Guðrún Gísladóttir Sigurður Reynir Gíslason Málfríður Klara Kristiansen Áslaug Gísladóttir Þórður Kr. Jóhannesson Ástkær eiginmaður minn, BERGSVEINN JÓHANN GÍSLASON bóndi, Mýrum í Dýrafirði, lést 16. desember á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði. Útförin verður auglýst síðar. Elínbjörg Snorradóttir (Lóa)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.