Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 H ér er eitt hús í brenni- depli um aldarskeið, 1884-1984, og sú starf- semi sem þar fór fram, nú jafnan kallað Farsóttarhúsið eða Gistiskýlið. Bókinni er skipt í fjóra hluta í samræmi við hlutverk hússins á hverjum tíma. I. hluti fellur á árin 1884-1903 þegar þar var Sjúkrahús Reykjavíkur, en einnig skóli fyrir verðandi lækna og ljósmæður til 1912, en ári fyrr varð læknaskólinn að læknadeild HÍ. Það kom sér vel að sjúklingar voru að jafnaði færri yfir veturinn þegar stúdentar komu til náms. Auð- vitað fengust læknar við alls konar kvilla, t.d. þurftu sjómenn oft að láta gera að sárum sínum eftir hníf eða öngul. II. hluti lýsir árunum 1903-20 en þá var rætt um Gamla spítalann. Í III. hluta er fjallað um Farsóttahús Reykjavíkur 1920-68 og var þá einnig geðsjúkrahús síðustu árin allt til þess að Borgar- spítalinn hóf starfsemi. Vitnað er í viðtöl við nokkra einstaklinga sem dvöldust í húsinu lengri eða skemmri tíma og þá fékk rýnir ekki varist þeirri hugsun að þessa bók hefði þurft að skrifa þegar fleiri sjúklingar voru ofar moldu! Í IV. og síðasta hlutanum er Gistiskýlið undir, 1969-84; var raunar rekið allt til 2014. Í tengslum við þessa sögu er gerð grein fyrir ýmsum drykkju- venjum aldarinnar og tilgreind félög og samtök sem beita sér fyrir vímuvörnum. Áfengissýki hefur nú tekið við af meintum aumingjaskap þeirra sem ekki stjórna drykkju sinni. Með þessu móti er sögð mikil og fjölbreytt saga. Vikið er að heilbrigðisástandi, bæði almennt og með reynslusögum einstaklinga. Lagasetning um þessi mál er kynnt og læknar kallaðir á vettvang og vikið að alþýðulækningum og margvíslegum framförum í læknis- fræði. Farsóttir voru margar. Mest óttuðst menn bólusótt og mislinga, en skarlatssótt og taugaveiki voru einnig mannskæðar. Berklar voru kannski ekki farsótt í venjuleg- um skilningi, en landlægir fram um miðja öld, hvíti dauðinn sem pensilín bægði frá. Berklaveiki náði hér hámarki 1920-30 og var þá dánarorsök fimmta hvers manns sem lést (169). Vel fer á að vekja í því samhengi athygli á bók Elin- borgar Lárusdóttur, Hvítu höllinni (132-9). Baráttan við sullaveiki var í algleymingi á fyrstu áratugum aldarinnar en holdsveiki orðin fá- gæt. Mænusótt stakk sér niður og Akureyrarveikin 1948-9. Framfarir í sýklafræði „skutu stoðum undir nútímaskurðlækningar“ við upphaf 20. aldar (165) og bólusetningar bættu um betur, einkum frá og með fjórða tug aldarinnar. Sýklalyf komu til sögunnar um miðja 20. öld og voru bylting til batnaðar. Lyf leystu þó ekki alla sögu sbr. kófið síðustu misseri; sóttkví hafði ekki verið beitt í tugi ára þegar veiran byrjaði að grassera hér. Víða er vikið að hreinlæti og mikilvægi þess, en læknum og öðrum gekk hægt að koma skikki á fráveitumál og vatnsból; sýkingar vegna meng- aðs vatns voru algengar. Sérstakur kafli er um spánsku veikina. Hér eru sagðar býsna skrautlegar sögur af líkskurði læknanema. Ekki var nóg framboð af líkum og það sýnir tíðarandann að bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti að fátækra- nefnd mætti afhenda læknaskól- anum lík fátæklinga sem höfðu að öllu leyti verið á framfæri bæjarins (148). Fjallað er um fólk sem bjó í Þingholtsstræti 25 eða vann þar. Þar voru stórveldi eins og t.d. Mar- ía Maack sem veitti Farsóttahúsinu forstöðu um áratugaskeið, þangað til það var lagt niður. Kannski var hún í senn gift starfi sínu þar en út á við Sjálfstæðisflokknum, skelegg kona og eftirminnileg öllum þeim sem hana hittu; rýnir átti samtöl við Maríu á efstu dögum hennar. „Stórdrottningin og smákóngur- inn“ var hún stundum kölluð (171), lét af störfum 1964 rétt tæplega 75 ára gömul (174). Fólk á öllum aldri lá á Farsóttahúsinu, sumir litla hríð, aðrir nokkur ár. Fróðlegar og jafnvel átakanlegar eru frásagnir fólks sem dvöldust þar í æsku. Sóttvarnir lituðust af pólitík í drengsmálinu svonefnda árið 1921. Inn í alla þessa sögu fléttast í raun borgarsagan að nokkru leyti þessi ár; sjónarhornið nær yfir hina minnstu þegna, vinnuhjú og fátæklinga, lesandi sér hvern- ig borgin stækkar og kynnist aðbúnaði fólks, snauðra sem ríkra. Ýmsar örlagasögur einstaklinga persónugera þann vanda sem við var að etja. Félagssaga er þannig í bland við heilbrigðissöguna og vak- in er athygli á hvað mikið breyttist með lögum um almannatryggingar 1936. Oft horfir Kristín Svava með kynjagleraugum og lyftir upp í birt- una konum sem voru ósýnilegar sökum þess hvað störf þeirra þóttu lítilmótleg eða hversdagsleg. Mikil alúð hefur verið lögð við myndaöflun og skýringartexta sem bæta við meginmálið. Það er til fyrirmyndar. Víða eru grænlitað- ar síður eða opnur með myndum af fólki, skipulagsuppdráttum, bréfum, skjölum o.fl. Bókin er fal- lega umbrotin með breiðri vinstri spássíu sem myndir geta flotið út á, tilvísanir neðanmáls. Í bókarlok er afar nýtileg skrá um nöfn og efnisorð. Kristín Svava er vand- virkur fræðimaður, hefur góð tök á máli og skrifar læsilega, sviðsetur nokkra atburði í fullum trúnaði við heimildir, breytir nöfnum þar sem þarf að vernda persónur. Með sögu eins húss breiðir hún sig yfir borg- arlífið í eina öld og með örlagasög- um einstaklinga persónugerir hún gleði og sorg sem lituðu dagana. Þetta er úrvalsbók og fallega búin að heiman af hálfu Sögufélags. Sögulegt hús BÆKUR SÖLVI SVEINSSON Sagnfræði Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25  Eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur. Sögufélag 2022. Innb., 350 bls., myndir, enskur útdráttur, skrár. Morgunblaðið/Ásdís ÚrvalsbókAðmati rýnis er Kristín Svava er vandvirkur fræðimaður. Listasafninu í Stokkhólmi gert að spara Stjórnendur Listasafnsins í Stokkhólmi hafa tilkynnt að til aðmæta rekstrarvanda safnsins verði það lokað ekki baramánudaga heldur líka þriðjudaga frá ogmeð nýju ári auk þess sem fyrirhuguðum sýningum verður frestað. Frá þessu greinir SVT. Á síðasta ári fékk safnið 12miljónir sænskra króna frá ríkinu gegn því að hafa ókeypis aðgang. Frá ogmeð áramótum verða allir safngestir eldri en 19 ára að greiða aðgangseyri samtímis því sem styrkurinn hverf- ur. „Ég hef ekkert ámóti því að fólk þurfi að greiða aðgangseyri, en finnst tímasetningin ekki rétt þar sem margar fjölskyldur og ungt fólk á þegar erfitt með að ná endum saman,“ segir Susanna Pettersson, stjórnandi hjá safninu. „Ég hef fullan skilning á stöðu safna, en við verðum að forgangsraða almannafé á krísutímum,“ segir Parisa Liljestrand,menningarmálaráðherra Svía Parisa Liljestrand Hækkandi pappírsverð hefur áhrif Hækkandi verð á pappír hefur áhrif á útgáfustarfsemina í Dan- mörku á næsta ári og verður sem dæmi stórlega dregið úr prentun bóka á glanspappír. Danska dag- blaðið Jyllands-Postenhefur rætt við fulltrúa frá þremur stórum útgáfum, það erGyldendal, Gut- kind og Lindhardt&Ringhof, til að forvitnast umútgáfu næsta árs. „Þetta [hækkandi pappírsverð] bitnar illilega ámest spennandi og skapandi vinnu forlagsins. Ég vona því auðvitað að þetta tímabil gangi hratt yfir og við getumaftur haldið áframþar sem frá var horfið,“ segir Lars Boesgaard, starfandi forstjóri hjá Lindhardt&Ringhof. Bendir hann á að í sparnaðarskyni verði ekki hægt að endurprenta stórar og vinsælar ljósmyndabæk- ur útgáfunnar ámeðan pappírs- verð sé jafnhátt og raun ber vitni. Í fréttinni kemur framað vegna hækkandi pappírsverðs hafi prent- kostnaður hækkað um25-40%milli ára. Þar kemur einnig framað út- gefendur vilji forðast það að þurfa að fækka útgefnumbókumum of og því sé gripið til þess ráðs að hætta við útgáfu dýrustu bókanna. Morgunblaðið/Einar Falur Bækur Ljósmyndabækur eru oft á tíðum prentaðar á glanspappír. Leið til að eyða „sovéskum áróðri“ Ráðamenn í Kænugarði hafa ákveðið að skipta um götu- heiti og fjar- lægja styttur sem vísa til Rússlands. Frá þessu greinir AP. Gatan sem nefnd var eftir rússneska rit- höfundinumDostojevskij verður framvegis kennd við bandaríska listamanninumAndyWarhol. „Að endurnefna göturnar er leið til að eyða þeim áróðri sem Sov- étríkin þröngvuðu upp á Úkra- ínu,“ segir Volodymyr Prokopiv, talsmaður hjá borgaryfirvöldum í Kænugarði. Andy Warhol Jólaveisla Emmsjé Gauta í Háskólabíói Jülevenner Emmsjé Gauta 2022 nefnast tónleikar sem tónlistar- maðurinn Emmsjé Gauti heldur í Háskólabíói í kvöld og á morgun. „Hátíðin hefur fest sig í sessi sem ein af jólahefðum þjóðarinnar og flykkjast árlega þúsundir Íslendinga í Háskólabíó til að berja Jülevenner augum,“ segir í tilkynningu. Ásamt Emmsjé Gauta koma fram Ragnhildur Gísladóttir, Club Dub, Saga Garðarsdóttir, Jesú Kristur, Úlfur Úlfur og Emil Alfreð. Enn er hægt að fá miða á tónleikana annað kvöld kl. 19 og 22. Miðar fást á vefnum tix.is. Uppselt er á fjölskyldutónleikana á morgun kl. 15 og tekið fram að á kvöldsýningunum séu atriði sem ekki eru við hæfi barna. Fínn Emmsjé Gauti snýr aftur með Jülevenner sem notið hefur vinsælda. SKEIFAN 11 108 RVK. SPORTÍS SPORTIS.IS S:520-1000 ÞÚ FINNUR JÓLAGJAFIRNAR HJÁ OKKUR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.