Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 22
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 1 3 7 9 8 10 6 4 Metsölulisti Vikuna 14. desember - 20. desember Gættu þinna handa Yrsa Sigurðardóttir 5 Reykjavík glæpasaga Ragnar Jónasson Katrín Jakobsdóttir Játning Ólafur Jóhann Ólafsson Eden Auður Ava Ólafsdóttir Tól Kristín Eiríksdóttir Kyrrþey Arnaldur Indriðason Guli kafbáturinn Jón Kalman Stefánsson Hamingja þessa heims Sigríður Hagalín Keltar Þorvaldur Friðriksson Bannað að ljúga Gunnar Helgason 2 Morgunblaðið/Árni Sæberg SkógarafurðirÁ Snæfoksstöðum er hægt að fá ýmsar afurðir úr skóginum, jólatré, kurl, panel og eldivið. SmíðaviðurÁ Snæfoksstöðum er fullkomin viðarsög sem sagar íslenskan við til húsaklæðninga hvort heldur er innanhúss eða utandyra. ekki eins vel og áður og það veldur minni frjósemi. Áður var hún kannski 80-90% en er dottin niður í 30-35%. Hjörðin vex því hægt. Það sama er að gerast um alla Skandin- avíu. Þar eru hreindýrabændur farnir að fóðra hreindýrin úti á víðavangi á veturna. Hreindýra- ræktin í Skandinavíu er farin að líkjast beitarbúskap með fóðrun, nánast eins og sauðfjárbúskapur var lengi hér á Íslandi og svipað og þegar maður er með hesta í girðingu yfir veturinn. Þá ber mað- ur í þá rúllur.” Stefán hefur breytt rekstri hreindýrabúsins til að laga sig að breyttum aðstæðum. Hjörðin hefur minnkað og telur nú 1.200-1.500 dýr að því er Stefán áætlar. Þeim mun ekki fjölga við óbreyttar aðstæður fyrr en farið verður að fóðra dýrin á veturna. „Nú erum við mest að selja hrein- dýraveiðiferðir. Það er mikil ásókn í þær, einkum frá bandarískum veiði- mönnum. Þeir eru á höttunum eftir stórum krúnum. Maður þarf að passa sig á að eiga nóg til af þeim. Það þarf líka að gæta sín á því að gera ekki hjörðina úrkynja með því að veiða alltaf flottustu dýrin. Þess vegna spörum við ákveðinn fjölda af fallegum dýrum,“ segir Stefán. Þegar dýrunum er smalað í rétt og valið úr þeim til slátrunar er mikið horft til holdafars, það er kjötfyll- ingar á lærum og baki, því áherslan hefur verið á kjötframleiðslu. Í Isortoq er fullkomið sláturhús sem mætir kröfum Evrópusambandsins. Það er notað nú til að verka bráð veiðimanna en regluleg slátrun hefst aftur ef hjörðin stækkar og stendur undir henni. Eftirlitsdýralæknir þarf að koma á hverju ári til að votta slátur- húsið og slátrunina ef viðhalda á Evrópuviðurkenningunni. Stefán segir að á Spáni sé byrjað að setja vefmyndavélar í sláturhús til að sinna slíku eftirliti. „Þetta var tekið upp á hreindýraráðsfundi í Noregi 30. nóvember. Ég stakk upp á því að vísindasamfélagið í Skandinavíu kynnti sér aðferð Spánverja við að fylgjast með slátrun og framfylgja þannig öllum reglum.“ Ef á að fara að fóðra hreindýrin á Grænlandi segir Stefán að rækta þurfi fóðrið á staðnum vegna þess hve flutningskostnaður er hár. Grænlenska ríkið styrkir bændur til nýræktar en á Suður-Græn- landi er sauðfjárrækt með um 20.000 fjár. Einnig er komin svolítil nautgriparækt. Mikið er flutt inn af fóðri en það er á stefnuskrá grænlenskra stjórnvalda að rækta upp í kringum 1.000 hektara á næstu árum. Erfitt getur verið að finna undir- lendi sem hentar til túnræktunar. Það er einkum að finna í árdölum þar sem jökullinn hefur hopað og sandaurar myndast. Í landi hreindýrastöðvarinnar eru t.d. um 400 hektarar af flötum sandslétt- um sem hægt væri að græða upp líkt og Landgræðslan hefur gert á Íslandi. Til þess þarf að flytja inn áburð. Stefán bendir á að íslenska sprotafélagið Atmonia vinni að þró- un lítilla verksmiðja til að framleiða köfnunarefnisáburð. Mögulega geti slík lausn hentað til áburðarfram- leiðslu á Grænlandi. Stefán bendir á að einnig sé hægt að sá plöntum sem binda köfnun- arefni í jarðveginum eins og t.d. lúpínu og refasmára. Hægt er að sá þessum jurtum í ófrjóan jarðveg. Smáraræktinni fylgir að hafa þarf býflugnarækt til að flugurnar frjóvgi smárann. Annars þarf að sá smáranum um það bil þriðja hvert ár. Aðrar plöntur koma svo í kjölfar þessara. Stefán byrjaði að sá lúpínu fyrir um 30 árum. Lúpínan er farin að hörfa á elstu svæðunum og byrj- að að vaxa meira gras en lúpína. Þetta er líka góður undirbúningur fyrir birki og víði. Stefán segir að hreindýrin bíti lúpínuna á haustin þegar alkalíefnin í henni minnka eftir fræmyndun. Hægt er að halda lúpínu niðri með því að beita á hana kindum á vorin. Ætlar að flytja á Drangsnes Stefán hefur fest sér lóð á Drangsnesi og ætlar að byggja þar íbúðarhús og smiðju þar sem hann getur unnið að handverki sínu. Hann er hagur á bæði tré og járn og tálgar mikið úr tré og eldsmíðar hnífa. Stefán sýndi okkur þorratrog sem hann tálgar úr íslenskri ösp eða greni. Til þess notar hann tréskurðarverkfæri og sum þeirra hefur hann sjálfur smíðað. Önnur hefur hann keypt, til dæmis skaröxi með blaði sem beygt er í U. „Það tekur mig eina viku að gera þorra- trog og skreyta það með útskurði,“ segir Stefán. Bolirnir sem hann notar í trogin þurfa að vera yfir 30 sentimetrar í þvermál. Hann tálgar einnig út trébolla og segir Stefán að það sé hluti af skógarmenningu Noregs að drekka úr slíkum bolla. Verkfærin geymir Stefán í kistu sem hann smíðar eftir fyrirmynd frá 9. öld. Hún fannst þegar Osebergskipið var grafið upp. Kistan er sett saman með geirneglingu og trétöppum. Í henni eru hvorki naglar né skrúfur úr járni. Stefán segir að hver víking- ur hafi átt svona kistu og geymt í henni persónulega muni. Neðst á kistuhliðunum eru eyru og voru þau notuð til að reyra kistuna við dekkið. Kistan var notuð sem sæti þegar setið var undir árum. Kistu- veggina smíðar Stefán úr íslenskri ösp eða greni, lokið úr lerki og lamirnar á lokinu og hespan eru úr reyniviði og þolinmóðirnir í þeim úr gullregni. Þegar kistan er opnuð mynda lamirnar fisk. Að treysta á sjálfan sig Stefán hefur lengi starfað við óblíðar aðstæður úti í óbyggð- um þar sem hann hefur þurft að treysta á eigin atgervi. Nú stingur hann við í hverju spori og það á sína skýringu. „Vinur minn missti vélsleða niður um ís á Grænlandi. Ég óð út í vatnið sem var upp á mið læri og braut tvöfaldan ísinn til að komast að sleðanum. Ég varð að taka á af öllum kröftum sem ég átti til að draga sleðann upp og kom honum á þurrt. Þá var ég um þrítugt og svo- lítið hraustur. Um kvöldið fann ég þennan svakalega verk í bakinu og hef verið bakveikur alla tíð síðan,“ segir Stefán. Önnur saga var rifjuð upp af því þegar Stefán var að plægja kart- öflugarðinn sinn í Isortoq á Græn- landi og notaði til þess vélknúinn plóg. „Ég rann í brekku, plógurinn greip í stígvélið og tætti það í sundur. Hann náði að skera mig í legginn. Ég fór heim á bæ, hellti spritti í sárið og saumaði sárið saman. Ég er enn með örið,“ segir Stefán og flettir upp skálminni því til sönnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.