Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2022, Page 10

Víkurfréttir - 31.08.2022, Page 10
Mikill meðbyr meðal íbúa og fyrirtækja fyrir Ljósanótt Ljósanótt verður haldin í tuttugasta og fyrsta skiptið dagana 1.-4. sept- ember. Í síðustu viku fór fram upp- lýsingafundur þar sem fyrirtæki veittu Reykjanesbæ styrki fyrir há- tíðarhöld Ljósanætur. Helstu styrkt- araðilar eru Landsbankinn, Skóla- matur, Isavia, Lagardère og Nettó. Þá var skrifað undir samninga, for- stöðumaður Súlunnar, bæjarstjórinn og menningarfulltrúi Reykjanes- bæjar tóku til máls. „Það má segja að þetta sé fyrsta samkoman í dagskrá Ljósanætur, þar sem við þökkum styrktarað- ilum fyrir að styrkja þessa hátíð og gera okkur kleift að halda hana. Eftir langa bið þá eru það ákveðin tímamót að fá tækifæri til að halda Ljósanótt, við finnum fyrir mikilli eftirvæntingu meðal íbúa. Undir- búningur hátíðarinnar gengur mjög vel. Að halda svona hátíð eins og Ljósanótt er stórt verkefni og væri í raun ekki hægt að halda hana nema ef við myndum öll taka þátt í hátíð- inni. Þetta er gríðarlega stórt og flott verkefni en þetta væri ekki hægt ef við hefðum alla þessa styrktaraðila með okkur,“ sagði Þórdís Ósk Helga- dóttir, forstöðumaður verkefnastofu Súlunnar. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, þakkaði öllum þeim sem leggja hátíðinni og samfélaginu lið. „Ljósanótt hefur stundum verið kölluð hátíð íbúanna og við erum alltaf að sjá meira og meira um frumkvæði af hálfu íbúa, sem er gott. Við viljum að íbúarnir finni þörf og kraft sem við náum svo að leysa úr læðingi. Allra bestu þakkir til allra þeirra sem eru að leggja hér samfélaginu lið og svo ég noti eina klisju sem eitthvert fyrir- tækið er að nota í auglýsingum: Nú ætlum við að gera þetta saman,“ sagði Kjartan. Guðlaug María Lewis, menn- ingarfulltrúi Reykjanesbæjar og verkefnastjóri Ljósanætur, sagði að í íbúakönnun sem gerð var um Ljósanótt árið 2019 hafi komið fram að um 80-90% íbúa Reykjanesbæjar töldu að hátíðin skapaði samkennd meðal íbúa. „Í verkefninu starfar stór hópur af fólki af öllum sviðum Reykjanesbæjar. Við vinnum með öðrum aðilum og ætli þetta séu ekki nokkrir tugir aðila sem koma beint að hátíðinni. Þá erum við ekki að taka með í reikninginn aðra þátttakendur í verkefninu sem eru íbúar og fyrirtæki. Við erum búin að vera að vinna að undirbúningi síðan í febrúar. Þá byrjuðum við að funda og höfum fundað jafnt og þétt. Þetta er því heilmikið verkefni og ómetanlegur þessi stuðningur sem er að koma úr samfélaginu. Það er svo frábært að fá þessa styrki og fá viðtökur frá fyrirtækjum sem finnst sjálfsagt að koma til móts við þetta verkefni. Það er mikill meðbyr og frá- bært að finna það. Í íbúakönnuninni kom einnig fram að 90% íbúa þótti hátíðin hafa jákvæð áhrif á ímynd Reykjanesbæjar. Þetta er því mikil- vægt verkefni í hjörtunum okkar og út á við,“ sagði Guðlaug. Flugmenn framtíðarinnar í Flugbúðum Flugbúðir Flugakademíu Íslands fóru fram dagana 9.-11. ágúst þar sem farið var yfir allt það áhugaverðasta og skemmtilegasta sem kennt er í flugtengdum fögum. Flugbúðirnar eru ætlaðar ungu fólki á aldrinum 13-16 ára sem hafa áhuga á flugi og flugtengdum málum til þess að spreyta sig og fá betri innsýn í flug- heiminn. Í ár voru um 20 þátttak- endur og fengu allir tækifæri á að fara í flughermi Flugakademíunnar, fara í vettvangsferðir sem og að sitja fyrirlestra í flugtengdum fögum. Á fyrsta degi Flugbúðanna fengu þátttendur kynningu á starfi, vélum og námi Flugakademíu Íslands áður en haldið var á athafnasvæði Fis- félagsins Sléttunnar. Þar léku flug- garpar listir sínar sem vakti mikla lukku þátttakenda. Á degi tvö fengu þátttakendur að spreyta sig í flughermi Flugakademíu Íslands og leysa hin ýmsu verkefni. Því næst kom Ólafur Axel Kárason, flugstjóri hjá Play, Rúnar Ingi Erl- ingsson flugumferðarstjóri, Telma Rut Frímannsdóttir og Kristín Edda Egilsdóttir, flugkennarar og fyrrum nemendur Flugakademíunnar, í heimsókn og kynntu þau störf flug- manna og flugumferðastjóra. Síðasta daginn var vettvangsferð inn á flugverndarsvæði Keflavíkur- flugvallar þar sem rætt var við vakt- stjóra slökkviliðsins sem sýndi þátt- takendum alla starfsstöð ISAVIA á austurhlaði Keflavíkurflugvallar. Þá var ferðinni næst heitið í flug- skýli Flugakademíunnar þar sem hópurinn fékk að komast í kynni við kennsluflugvélarnar. Að endingu tók tæknistjóri Icelandair á móti hópnum og leiddi hann þau um að- stöðu og skýli þeirra. Umsjónarmenn Flugbúðanna í ár voru þau Andrés Páll Baldursson og Kristjana Henný Axelsdóttir og sagði Andrés að mikil ánægja hafi ríkt meðal hópsins. „Það er mjög gleðilegt að Flugbúðirnar séu aftur komnar á dagskrá hjá okkur með reglubundnum hætti. Það er alltaf mikill áhugi fyrir Flugbúðunum og sýndi það sig vel í þátttöku- fjöldanum. Allir þátttakendur voru gríðarlega glaðir með búðirnar og er ég viss um að við eigum eftir að sjá mörg af þessum ungmennum í há- loftunum í framtíðinni“. Flugbúðir Flugakademíu Íslands fyrir 13-16 ára ungmenni verða næst haldnar 13.–15. júní 2023 og er hægt að kaupa gjafabréf í Flugbúðirnar allt árið í kring. Frá undirritun styrktarsamninga vegna Ljósanætur 2022. VF-mynd: pket 10 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.