Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2022, Qupperneq 30

Víkurfréttir - 31.08.2022, Qupperneq 30
Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis er ný- flutt í Reykjanesbæ og lumar ekki á neinni minningu frá Ljósanótt því þessi hátíð verður sú fyrsta sem hún sækir. Guðbjörg tók frelsi eftir heimsfaraldur fagnandi og fór víða í sumar. Hvernig varðir þú fyrsta sumarfríinu eftir Covid án takmarkana? „Ég notaði sumarið mikið til útiveru í alls konar veðrum en svo fór ég aðeins til útlanda að finna sólina.“ Hvað stóð upp úr? „Að þurfa ekki sífellt að vera að passa sig og að vera meðvitaður um smithættu. Það var líka svo létt yfir öllum og allir glaðir að vera lausir úr prísund.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Hvernig allt er fljótt að fara í sama farið aftur. Við erum fljót að taka við okkur og fljótt að fenna yfir.“ Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Strandirnar. Ég er ættuð þaðan og það er alltaf eins og fara heim að fara þangað.“ Hvað ætlar þú að gera í vetur? „Verð líklega á kafi í vinnu þar sem samningar eru lausir og síðan ætla ég í nám.“ Hvernig finnst þér Ljósanótt? „Mér finnst svona bæjarhátíðir algjör snilld. Þetta hristir fólk saman og gefur svo skemmtilegan blæ á bæjarlífið. Þetta er mín fyrsta Ljósnæturhátíð eftir að ég flutti í bæinn.“ Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt? „Ég ætla að fara í bæinn á fimmtudagskvöldinu. Hef heyrt að það sé mikið fjör þá. Síðan ætla ég á Alda- mótatónleika. Ég er á namskeiði alla helgina og ætla að reyna að komast á sem flesta atburði samhliða því.“ Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt? „Þetta er fyrsta hátíðin mín. Þannig að þetta er frum- raunin.“ Allir glaðir að vera lausir úr prísund Birna Björg Davíðsdóttir kunni að meta rigninguna og kuldann á Íslandi í sumar eftir að hafa upplifað hitabylgju á Ítalíu. Hún nýtti sumarið í að hitta fjölskyldu og vini og vinna. Henni finnst Ljósa- nótt æði en hún ætlar að fylgjast með hátíðinni í gegnum netið í ár þar sem hún verður að vinna. Hvernig varðir þú fyrsta sumar- fríinu án takmarkana? „Ég nýtti öll tækifæri til að hitta vini og fjölskyldu og var dugleg að vinna.“ Hvað stóð upp úr? „Það sem stóð upp úr í sumar var heimsókn til Mílanó á Ítalíu með kærastanum.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Það kom skemmtilega á óvart í sumar hvað ég kunni að meta rign- inguna og kuldann á Íslandi eftir að hafa upplifað hitabylgju í Ítalíu.“ Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Uppáhalds staðurinn minn til að sækja heim innanlands er litli bú- staðurinn hennar ömmu.“ Finnst Ljósanótt æði Hvað ætlar þú að gera í vetur? „Í vetur ætla ég að vera í skólanum, ég er að klára þriðja árið í háskóla og svo bara vinna og vera dugleg að hitta fólkið mitt.“ Hvernig finnst þér Ljósanótt? „Mér finnst Ljósanótt æði!“ Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt? „Ég er því miður að vinna á Ljósa- nótt í ár en ég hlakka til að fylgjast með í gegnum netið.“ Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt? „Besta minningin mín frá Ljósanótt er þegar við slepptum blöðrunum fyrir framan Myllubakkaskóla og auðvitað flugeldasýningin.“ Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is Samvera er besta forvörnin! Ljósanótt er menningar- og fjöl- skylduhátíð! Foreldrar! stöndum saman, sýnum ábyrgð okkar, ást og umhyggju í verki og tryggjum að börnin okkar séu ekki eftirlitslaus eftir að flug- eldasýningu og útivistartíma lýkur. Leggjum áherslu á að eiga góða stund með börnum okkar á ljósanótt og setjum velferð barna okkar í fyrsta sæti. Vert er að minna foreldra á úti- vistartíma barna og unglinga. Börn 12 ára og yngri skulu ekki vera úti lengur en til kl. 20.00 nema í fylgd með fullorðnum og börn á aldrinum 13-16 ára skulu ekki vera ein á almannafæri eftir klukkan 22:00. Góða skemmtun á Ljósanótt. Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi S AMVERA E R B E S T A F ORVÖRN I N ! SAMTAKA H Ó P U R I N N Söfnum góðum fjölskylduminningum, höfum gaman saman á Ljósanótt. Verum samferða heim. 30 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.