Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2022, Síða 38

Víkurfréttir - 31.08.2022, Síða 38
Hópur af hressum Suðurnesjadömum fór í átta tíma göngu að Grænahrygg fyrr í ágúst. Ferðin var löng, skemmtileg og einstaklega falleg en henni fylgdu ákveðnar áskoranir. Þá þurfti hópurinn að vaða yfir ár, klífa tinda og ganga um í snjó og lausum jarðvegi til að komast að hryggnum. Blaðamaður Víkurfrétta slóst með í för og ræddi við þær Ingu Láru Jónsdóttur og Guðnýju Petrínu Þórðardóttur eftir gönguna. „Þetta voru rúmlega sautján kíló- metrar með rúmlega 800 metra hækkun. Það var svolítið laus jarð- vegurinn og brekkurnar niður á við voru því smá áskorun. Þetta er skilgreind sem erfið ganga en fyrir mig var þetta frekar þægileg ganga. Kannski erum við bara í svona góðu formi,“ segir Guðný hlæjandi og Inga tekur undir með henni. Aðspurðar hvernig tilfinningin var að sjá Grænahrygg eftir langa göngu segir Inga Lára: „Það var búið að lýsa fyrir mér áður en við fórum af stað að Grænihryggur væri mjög fallegur en leiðin að honum væri ennþá fallegri. Landslagið sem var á leiðinni var gjörsamlega sturlað en hryggurinn sjálfur líka ótrúlega fallegur.“ Guðný er sammála Ingu og segir landslagið í kring hafa nánast toppað hrygginn sjálfann. „Liturinn Göngugarpar Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is GrænahryggFRÁ SUÐURNESJUM SKOÐA Fegurð gönguleiðarinnar leyndi sér ekki en myndir segja meira en þúsund orð. 38 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.