Víkurfréttir - 31.08.2022, Page 41
Grænmeti og ávextir
Skemmtileg keppni milli bæjarfélaga fór fram á Flughóteli á Ljósanótt árið
2012 þar sem m.a. voru smíðuð farartæki úr ávöxtum og grænmeti. Þá voru
gerðar athyglisverðar tilraunir með egg. Glæsileg dagskrá var á hátíðarsviðinu
þar sem minning söngsystkinanna Ellýar og Vilhjálms Vilhjálmsbarna var
heiðruð með vandaðri söngdagskrá. Að venju voru listamenn duglegir að
sýna verk sín. Halla Har, einn af eldri listamönnum bæjarins var ein af mjög
mörgum sem sýndu á Ljósanótt í mörg ár. Þá var setning Ljósanætur lit-
skrúðug með blöðrusleppingu. Magnús og Árgangagangan
Magnús Jónsson, bróðir Steinþórs Jónssonar sem er einn af upphafsmönnum Ljósanætur, átti þessa frábæru hug-
mynd að Árgangagöngunni, sem nú er orðið eitt vinsælasta atriðið á Ljósanótt. Hér er Maggi í göngunni í sólinni
2011 en honum við hlið er nýbökuð bæjarstjórafrú, Jónína Guðjónsdóttir og fremst til hægri er Elísabet Magnús-
dóttir, ritari bæjarstjórans. Meðal atriða þetta árið 2011 var Með blik í auga í fyrsta sinn og þótti heppnast afar vel.
Á myndinni má sjá söngkonurnar Fríðu Dís Guðmundsdóttur og Birnu Rúnarsdóttur á sviðinu.
FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR12
Svipmyndir frá Ljósanótt 2012
Fornbílar óku í halarófu niður
Hafnargötuna á laugardeginum.
Skólamatur bauð 5000 manns upp
á rjúkandi heita kjötsúpu.
Gróa Hreins var að mynda son sinn,
Sigurð Guðmundsson, á símann en
Sigurður heiðraði minningu Ellýar
og Vilhjálms Vilhjálmsbarna.
Glæsileg dagskrá var á stórtónleikum á
hátíðarsviðinu á laugardagskvöldinu. Þar var
minning þeirra Ellýar og Vilhjálms heiðruð með
vandaðri söngdagskrá.
Árgangar safnast saman við hátíðarsviðið við Ægisgötu en þúsundir tóku þátt í árgangagöngunni
sem fór niður Hafnargötuna. Elsti göngugarpurinn er fæddur 1922 og því níræður á árinu.
Um 20.000 manns voru á stórtónleikum Ljósanætur sem fóru fram á laugardagskvöldið. Tónleikarnir náðu
svo hápunkti þegar glæsileg flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Suðurnes var á ellefta tímanum.
Taekwondo-deild Keflavíkur sýndi bardagalist í miðbæ
Keflavíkur á laugardeginum...
... og á sama tíma tróðu fjölmargir tónlistarmenn upp við
Rokkheima Rúnars Júlíussonar við Skólaveg.
Listakonan Halla Har hefur tekið þátt í Ljósanótt frá upp-
hafi og ávallt sýnt sín nýjustu verk.
Árgangur 1962 skipaði sérstakan sess í árgangagöngu
Ljósanætur þetta árið. Hér er fyrirliði árgangsins.
Danssýningar voru víða um bæinn þar sem dansskólarnir
sýndu það sem nemendur þeirra eru að vinna að.
Yfir 2000 blöðrum var sleppt á setningarhátíð Ljósanætur
sem ávallt fer fram við Myllubakkaskóla í Keflavík.
Skemmtileg keppni milli bæjar-
félaga fór fram á Flughóteli þar
sem m.a. voru smíðuð farartæki
úr ávöxtum og grænmeti. Þá voru
gerðar athyglisverðar tilraunir með
egg. - Sjá nánar á vf.is.
Ýmis íþróttaafrek voru unnin á
Ljósanótt. Sundkrakkar frá ÍRB
syntu áheitasund frá Innri Njarðvík
til Keflavíkur og þá fór fram
aflraunakeppnin Sterkasti maður
Suðurnesja.
Ljósanótt 2012 var haldin há-
tíðleg um nýliðna helgi. Þetta
var 13. Ljósanæturhátíðin. Dag-
skrárliðir skiptu hundruðum.
Ljósmyndarar Víkurfrétta voru
á ferðinni með myndavélar og
fönguðu stemmninguna. Hér er
lítið brot af myndum en á vef Vík-
urfrétta má sjá hundruð mynda í
fjölmörgum myndasöfnum.
Árið 2011Árið 2012
Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartansson, einn af „sonum“ Keflavíkur, kveikti
á Stefnumótastaur á horni Hafnargötu og Tjarnargötu í Keflavík á Ljósanótt
2014. Hugmyndin að staurnum á rætur að rekja til lags Magnúsar Kjartans-
sonar, Skólaball, sem hljómsveitin Brimkló flutti svo eftir- minnilega á sínum
tíma. Björgvin Halldórsson söng lagið og segir það eitt af vinsælustu lögum
sem hann hafi sungið í gegnum tíðina. Á þessari Ljósanótt var einnig opnað
fjölskyldusetur auk fleiri flottra viðburða eins og ljósmyndasýningar 1940-1960.
Magnús og Bó og stefnumótastaurinn
Árið 2014
Andlit bæjarbúa og heimatónleikar
„Andlit bæjarins“ var aðal sýning Ljósanætur 2015 en Björgvin Guðmundsson,
ljósmyndari í áhugaljósmyndarafélaginu Ljósopi og félagar hans í því settu
upp magnaða sýningu af 300 bæjarbúum sem teknar voru fyrir sýningu. Að
vanda var dagskráin fjölbreytt með tugum sýninga og viðburða um allan bæ.
Þá var í fyrsta sinn boðið upp á „heimatónleika“ en þar skemmta og syngja
tónlistarmenn við eða í heimahúsum í gamla bænum í Keflavík.
Fjölmennasta hátíðin?
Fjölmennasta Ljósanæturhátíðin frá upphafi segir í miðopnu Víkurfrétta árið
2016 en mjög vel þótti takast til í hátíðarhöldum með mjög virkri þátttöku
bæjarbúa. Þetta var í sautjánda sinn sem hátíðin var haldin. Ein breyting
varð á við setningu Ljósanætur en í fyrsta sinn, allt frá því að leikskólabörn
og yngstu grunnskólanemendur slepptu blöðrum við Myllubakkaskóla, var
það ekki gert. Stórum boltum var hent á milli en höfðu all nokkrir á orði að
þeir söknuðu þess að sjá blöðrum fljúga út í himinhvolfið. Allt gekk þó vel í
fjölbreyttri dagskrá
Íbúar Reykjanesbæjar voru þátttakendur í stærstu sýningunni á Ljósanótt
2018 en það var ljósmyndasýningin „Ein mynd segir meira en þúsund orð“.
Sextíu ljósmyndarar sendu nærri 400 myndir í keppnina og afraksturinn var
sýningur á hátíðinni í aðalsal Duus-safnahúsa. Ein af sérstæðum sýningum
á Ljósanótt 2018 var í Stofunni í Duus en þar voru sýndir Silver Cross barna-
vagnar, gamlir og nýir. Mörg undanfarin ár hefur verið menningardagskrá
í Höfnum, minnsta hverfi Reykjanesbæjar. Elíza Newman hefur í mörg ár
staðið fyrir tónleikum og fengið iðulega þekkta tónlistarmenn til að koma
og leika í Kirkjuvogskirkju. Þá var á Ljósanótt 2018 skemmtilegt sagnarölt
um Hafnirnar.
Barnavagnar og ljósmyndasýning
Árið 2015
Árið 2016
Árið 2018
vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 41