Rökkur - 01.10.1922, Qupperneq 9

Rökkur - 01.10.1922, Qupperneq 9
ánægðir með lífið í sinni gömlu, góðu Reykjavík. Þeim þótti vænt um Reykjavík. Þeim fannst fallegt í og í nágrenni Reykjavíkur. Og þeir voru helzta prýði hennar sjálfir. Svo má lengi áfram halda. En í þetta sinn skal staðar numið. í þetta sinn verður þessi ófullkomna umgjörð að duga. Og myndin, sem nú skal upp dregin, veit ég, að yður muni falla betur í geð. Faðir minn heitinn bjó í tvílyftu húsi við Austurvöll. Hann bjó í því, frá því ég man fyrst eftir mér og til dauðadags. En áður bjó hann í litlu húsi við Tjarnargötu. Húsið hans við Austurvöll var milli gamla Kvennaskólans og Apóteksins. Það stendur við styztu götu Reykjavíkur. Ég veit ekki nema hún sé styzta gata heimsins. Því að við hana standa aðeins þrjú hús og eru þau áður upp talin. Þó var götu þessari strætisnafn gefið — og það mátti vel — og kölluð Thorvaldsensstræti, en á miðjum Austurvelli er stytta af Albert Thorvaldsen, af honum sjálfum ger, og má vera, að strætið eigi nafn sitt að rekja til hennar, en nafn listamannsins ber hún, hvort sem það er í sambandi við styttu hans eða ekki. í Kvennaskólanum bjó Páll heitinn Melsted og var hann góðvinur föður míns. Heimsóttu þeir hvor annan oft. Við skulum nú líta inn á skrifstofu skáldsins. Hún er kölluð bleika stofan og er nafnið dregið af lit veggjanna, sem vitanlegt er. Á milli glugganna, sem vita að garðinum fyrir aftan húsið, er legubekkur með baki. Húsgagn það var kallað sófi í gamla daga. Og fyrir framan sóffann er skrifborð skáldsins. Það er ekki venjulegt skrifborð. Það er frekar lágt mahóníborð. Það er langt og breitt. Á báðum endum eru bókahlaðar. Orðabækur flestar og fræðibækur. í herberginu er og mahónípúlt, stórt og stór hylla upp af. Þar eru og fræðibækur. Þá var annað púlt, gult að lit, og kallað gula púltið. Lokið er grænmálað. Á því eru engar bækur, en í skúffum þess var margt girnilegt til fróðleiks. Hamar, naglbítur og nafar. Vindlakassar. Jólaskraut alls konar. Þar var „Jólakarlinn" og þótti okkur krökkunum vænzt um hann af öllu, sem þar var. Þá eru bókaskápar margir og ná allir frá gólfi og næstum til lofts. Þar er Jónas og Bjarni. Þar er Espólín og Jón Ámason. Þar — eða var — Goethe og Schiller. Þar var Shakespeare. Og þar var Holberg. Þar var legíó af latneskum bókum og grískum. Þar var margt andlegt góðgæti. Á gólfinu undir skrifborðinu var sútað gæruskinn íslenzkt, svart á lit. Á því lék ég mér oft. Gluggatjöldin voru dökk og þykk, en rúllugardínur — ef ég má nota gamalt Reykjavíkurorð — voru með 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.