Rökkur - 01.10.1922, Side 11
allt í einu, allur svipurinn hýrnaði og höndin hélt áfram að skrifa.
Mér leikur grunur á, að vinnudrýgstu stundir hans hafi oft verið
eftir kvöldverð og fram undir miðnætti. —
Hann tók í nefið. Og var það almennt meðal reykvískra mennta-
manna. Silfurdósir gáfu samkennarar hans honum sjötugum. Og
þær bar hann æ eftir það. En birgðir geymdi hann æ í tveim
flöskum og var tóbaksbaun í hvorri. Hann reykti venjulega nokkra
vindla á dag, en aðeins smávindla. Stóra vindla reykti hann vart.
Sígarettur eða pípu aldrei. Vindla sína og ýmislegt annað pantaði
hann að jafnaði sjálfur, frá Þýzkalandi. Yfirleitt hefi ég fáa menn
þekkt, sem létu sér eins yndi verða að ýmsu, sem í fljótu bragði kann
að skipta litlu um. Hann átti það til dæmis til, að panta einhverja
nýja frætegund, áður óreynda heima, og það var honum ánægja, að
sá henni, bíða eftir, vona, að eitthvað kæmi upp. í garðinum voru
um þetta leyti þrjár reyniviðarhríslur. Þær voru á að gizka hálf
önnur mannhæð, og gnæfðu því hátt yfir ribs- og sólberjarunnana.
Að ráði Scherbecks landlæknis lét hann vökva blóði rætur þessara
trjáa. Var það gert í sláturtíðinni á hverju hausti. Var Scherbeck
urtagarðsmaður mestur á íslandi lengi vel, og mikill vin blóma og
trjáa. En aldrei gleymdi faðir minn heitinn reyniviðarhríslunum sín-
um. Það var honum yndi að hlúa að þeim frá því snemma á vorin og
á haust fram. Þá tíndi hann fræin, sem hann reyndi að sá til þess að
framleiða nýjar plöntur. Allt þetta var honum yndi. Gleðiefni. Oft
lét hann hendur sínar leika um börkinn, til þess að ganga úr skugga
um, að hann væri heill. Barkarsýki kom í eitt reyniviðartréð og
huldi hann eyðurnar með efni, sem er til þess gert, að varna barkar-
eyðingu eða koma í veg fyrir hana. Og ég vissi, að honum féll það
sárt, er hríslan sú dó út. Og það var margt annað, sem veitti honum
yndi og seiddi fram bros á varir hans; Að svara spurningum okkar
barnanna, að virða eitthvað fyrir sér í garðinum sínum, að horfa á
glampana, sólskinsblettina einkennilegu í Esjunni og margt fleira.
Allt þetta og margt fleira veitti honum yndi, ýmislegt, sem margur
maðurinn lokar augum sínum fyrir, sem virðist smálegt og þýðingar-
lítið mörgum, en samt getur framleitt innri hamingju, sem innri
hamingja getur nærst á. Prófessor Haraldur Níelsson segir í Andvara,
að hann hafi brosað manna fegurst og að hann minntist ekki, að
hafa séð fegurri augu en hans, nema ef vera skyldi í Indverjum.
Ég held það sé ekki of mælt að segja, að þrjá f jórðu dags hvers,
11