Rökkur - 01.10.1922, Side 12

Rökkur - 01.10.1922, Side 12
síðustu æfiár hans, hafi bros leikið um varir hans og glampar frá hans fögru sál ljómað í augum hans. En einmitt þessir glampar og bros hans áttu að miklu leyti rót sína að rekja til þess, sem fyrir augu hans bar og veittu honum yndi, til $ums þess, sem ég hefi lítils- háttar á minnst. Hann var æ, eins og oftlega hefir verið á minnst í greinum, sem um hann hafa verið skrifaðar af mætum mönnum, seint og snemma á ferli, og æ, ef von var á fögru sólarlagi. I garðinum voru tvær litlar flaggstengur og eignuðum við Haraldur bróðir minn okkur þær og flöggin. Á annarri var danska flaggið, en á hinni sams- konar flagg, nema að feldurinn var blár. Með öðrum orðum sama flaggið, sem Stúdentafélagið nokkrum árum seinna barðist fyrir, að löghelgað yrði sem fáni íslands. Veit ég, að einhver muni enn muna eftir bláhvíta flagginu, sem blakti svo oft á sumrin í litla garðinum okkar. Og það var honum ekki síður en okkur óblandin ánægja, að horfa á þau blakta þarna, yfir grænum runnunum. Því að hann unni litum og litbrigðum. Hann var maður dulur, sem lét tilfinningar sínar vart í ljós, nema þá helzt gleði yfir slíku, sem ég hefi áður á minnst. Djúpa gleði og djúpa sorg duldi hann vel, og skal á það minnst síðar. Bömum sínum unni hann jafnt, en þó held ég, að eitt- hvað það hafi verið um Harald bróður minn, sem honum fannst til um. Kannske það, að það bar snemma á löngun til ljóðagerðar hjá Haraldi og Haraldur var honum vafalaust æ skemmtilegur göngu- félagi, þótt smár væri. Seinna, þegar Haraldur fór að yrkja i ísafold undir nafninu H. Hamar, sýndi hann oft föður mínum kvæði sín áður, en þó held ég, að faðir minn hafi viljað, að Haraldur þrosk- aðist, án þess að hann lofaði eða lastaði. Og undir niðri mun honum hafa þótt vænt um, að Haraldur hneigðist í þá átt, þótt honum hafi auðvitað, verið ljóst, að sú leið er ekki rósum stráð að jafnaði, þegar um unga menn er að ræða. Og því ekki viljað hvetja um of, heldur láta drenginn vera trúan sjálfum sér, aðeins látið hann finna þann hlýleik, sem hvetur til framfara. Ég hafði, um það leyti og faðir minn dó, ekkert ort, nema unglingsleg gelgjuskeiðskvæði, sem ég þakka forsjóninni fyrir, að ég hryggði hann ekki með að sýna honum. Faðir minn var í þenna heim borinn að Arnarstapa undir Jökli, þann 19. maí 1831. Faðir hans var Bjarni amtmaður Thorsteinson, sonur Þorsteins bónda Steingrímssonar, Skaftfellings, er var bróðir Jóns prófasts Steingrímssonar. Móðir hans var Þórunn, dóttir Hann- esar biskups Finnssonar í Skálholti, er var sonur Finns biskups Jóns- 12

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.