Rökkur - 01.10.1922, Síða 13
sonar, einnig í Skálholti. Er frá honum Finsensnafnið runnið og var
Niels Finsen af þeirri ætt.
Þeir Árni heitinn landfógeti og faðir minn voru albræður, og
áttu þeir það sameiginlegt, að þeir voru báðir urtagarðsmenn og
vinir trjáa, blóma og skóga. Var Árni heitinn atorkusamur í þá átt
og var garður hans ef til vill fegursti blómagarður í Reykjavík. I
æðum föður míns rann því göfugt blóð, en meira er um það vert og
vert finnst mér að geta þess, að Þórunn móðir hans hafði verið mesta
ágætiskona, sem vildi æ hjálpa bágstöddum. Bjarni amtmaður, afi
minn, var og merkismaður að mörgu leyti og sparsemdarmaður
mesti. En aldrei mun hann hafa um það fengizt, þó að Þórunn gæfi
úr skemmu. Er frá því sagt, að eitt sinn, þá er hann fór í eftirlistferð
í skemmu, hafi hann sagt: Ég sé, að hérna hefir hún Þórunn mín
verið. En hann hafði sagt það brosandi. — Tel ég víst, að faðir minn,
eins og góðir menn meðal allra þjóða, hafi átt móður sinni mikið
að þakka. í Landsbókasafninu eru til bréf frá honum ungum dreng.
Ber á gamansemi í þeim og þá skrifaði hann sig Steingrím Bjama-
son. Móður sinni gleymdi hann ekki, og var yngri systur minni það
nafn gefið. Systir mín, er dó í æsku, bar og það nafn. —
Faðir minn mundi því langt og gat frá mörgu sagt, sem vitan-
legt er, og var oft fyndinn og hafði lag á að segja þannig frá, að
sérkennilegt var. Hann mundi svo langt, eins og hann sagði í
ræðu, sem haldin var á áttugasta afmælisdegi hans, að aldrei var
talað um annað en rentukammer og kancelli. En hann var heldur
spar á að segja frá fyrri dögum, enda við börn hans ung þá og
spurðum lítið í þá átt á þeim dögum. Hann var maður tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var dönsk. Þau áttu einn son, Bjarna heitin,
er var læknir á Friðriksbergi. Hann var maður heilsutæpur. Hann
var mjög intereseraður í sálarrannsóknum síðari tíma og tók þátt
í slíkum félagsskap og var varaformaður í þekktu félagi í Höfn,
er gaf sig að slíkum málum. Gáfu þeir út fyrirlestra Bjarna heitins,
skömmu eftir andlát hans. Þeir feðgarnir skrifuðust æ á, með
hverri ferð. Ég man, að þegar hin sorglegu tíðindi um andlát
Bjarna heitins bárust, sátum við yfir morgunverði. Bréfberinn
barði að dyrum og rétti inn nýkomin Hafnarbréf. Faðir minn tók
bréfin og sá, að eitt þeirra var með rithönd unnustu Bjarna heitins.
Hann las það bréfið. Ég man, að ég sá litla breytingu á andliti hans,
en hann andvarpaði þungan. Ég veit ég man það andvarp til æviloka.
13