Rökkur - 01.10.1922, Qupperneq 16

Rökkur - 01.10.1922, Qupperneq 16
var veikbyggð kona. Börnin voru sex og dó eitt þeirra í æsku. En hún kvartaði ekki, þótt kraftarnir væru farnir. Því að góðar mæður hugsa æ svo lítið um sjálfar sig. Aðeins um aðra. Þær eyða kröftum sínum fyrir aðra. Lifa fyri raðra. Og svo var um hana sem svo fjölda margar aðrar góðar íslenzkar mæður. Ég vil aftur segja: Heiður sé þeim öllum. En verk móður minnar, hlutverk hennar var svo vandasamt að því leyti, að hún þráði að vera manni sínum andlegur förunautur, og henni hefir kannske oft fundizt, að andi hennar væri ekki nógu öflugur, að andi hennar gæti ekki flygzt með anda þess, er hún unni. Ég veit, að hún hefir fundið til þess, og ég veit, að hún hefir aldrei leitast við í neinu, að stíga feti framar en vera bar. Það var svo fjarri henni, að vilja tildra sér hátt, að vilja sýnast meira en hún var. Svo hún hvarf bak við stærð manns síns fyrst framan af. En það var sem hvarf sólar við hafsbrún, sem litar hafflötinn, þótt horfin sé. Og hann vissi það manna bezt sjálfur og það er honum til heiðurs sagt, að hann skildi það æ betur, og lét hana njóta þess æ betur, því að hann unni henni æ betur. Það, sem hér býr undir, er aðeins það, að skáldið lifir að nokkru leyti í öðrum heimi, sem förunauturinn fær ekki skyggnst í um stund. En skáldið uppgötvar — og það er því til sæmdar — að förunauturinn, sál hans, er sú sól, sem framleiðir birtuna, ylinn, sem gerir förina þá að sólskinsför, og að hann er förunautur, sem því er sæmd að, einnig í andans ríki. Faðir min var heiðraður, þá er hann var sjötugur að aldri og þá er hann varð áttræður. Á áttræðisafmæli hans gáfu skólapiltar honum styttu, eða eftirlíking af hinni frægu Venusarmyndastyttu. Þeir gengu í fylking með fána skólans í fararbroddi til heimilis hans. Þeir, sem inn komu með styttuna, eða afhentu hana í nafni skólapilta, söfnuðust kringum föður minn, og einn þeirra, Hans Einarsson, ef ég man rétt, hafði orð fyrir þeim. Ég get þess hér, vegna þess, að á þeirri stund sá ég mesta gleði ljóma í andliti föður míns. Því að meðan pilturinn mælti fá orð, en hlýleg, grét faðir minn, grét af gleði. Hafi hann reynt að halda aftur af tárunum, þá tókst það ekki. Eftir á gekk hann út og ávarpaði pilta. I sam- sæti um kvöldið sat hann milli þeirra Þorsteins heitins Erlingssonar og Hannesar Hafstein, sem báðir heiðruðu hann þenna dag, annar í kvæði, hinn í ræðu. Honum var áður mjög hlýtt til beggja þessara mikilmenna. Hannes Hafstein held ég hann hafi virt mest þeirra, er yngri voru en hann. — 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.