Rökkur - 01.10.1922, Page 28

Rökkur - 01.10.1922, Page 28
Þau þögðu bæði stundarkorn. Báðum flaug þeim það sama í hug, að danskan væri móðurmál hvorugs þeirra, þótt þau töluðu hana bæði. Allt í einu rauf Gaska þögnina: „Hvað er Krig á íslenzku?" „Styrjöld," mælti Gunnar. Aldrei hafði honum dottið í hug, að samtal þeirra mundi byrja á þennan hátt. En hún hélt áfram: „Þar sem ég er fædd og alin upp, hafa verið háðar orrustur. Nú stendur þar ekki steinn yfir steini Allir mínir eru að líkindum dánir. Og ég á ekkert heimili.“ Þetta kom svo skyndilega, að hann átti bágt með að finna við- eigandi orð. „Bræður mínir voru í styrjöldinni. Þeir féllu fyrir skömmu, báð- ir í sömu orrustunni. Þeir börðust við landa sína. Það er hryllilegt." Hann sá tár glitra í augum hennar. „Nú getur þú víst ekki farið heim aftur?“ spurði hann. „Nei. En ég ætla langt burt — yfir hafið, — þangað, sem menn- irnir eru betri og frelsið meira.“ „Ef þú hugsar til að fara til Ameríku, Gaska, þá myndirðu verða fyrir vonbrigðum. Það er alveg eins þar.“ Hún brosti við og mælti: „Ég ætla ekki þangað, heldur til Astralíu. Þar er gott að vera, — enn þá“ Samtalið var litlu lengra. Gunnar festi hestana við plóginn og hélt áfram að plægja. Og jafnóðum og plógurinn velti strengnum, — fæddust nýjar hugsanir, og gamlar dóu. Eldurinn skíðlogaði á arninum. Gluggatjöldin höfðu verið dregin fyrir og kveikt á hengilamp- anum. Vinnunni var lokið þennan daginn og fólkið stytti sér stundir með að lesa dagblöðin. Gunnar gat ekki haldið þræðinum í greininni, sem hann var að lesa. — Gaska hafði náð tökum á huga hans. Svo liðu dagar og vikur og þau urðu æ betri vinir. Og þegar Gunnar hugsaði sér þessa mánuði án Gösku, þá fund- 28

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.