Rökkur - 01.10.1922, Síða 29

Rökkur - 01.10.1922, Síða 29
ust honum þeir vera kaldir, ömurlegir og gleðisnauðir. En hið göfuga hugsanalíf hennar lýsti upp hina trúarlitlu sál hans, færði henni birtu og yl. Hann fann æ betur, því lengra sem leið, að hún var sannari en fjöldinn og hugsaði dýpra. Hún skapaði trú í hjarta hans, gerði hann sælli og ánægðari, en hann hafði nokkru sinni áður verið. Þau töluðu fram og aftur um trúmál, um trúna á hið góða í mönnunum. Þá fann hann hversu innileg trú hennar var. Hún hafði glæðst mikið, þegar sorgirnar heimsóttu hana, þegar styrjöldin geisaði á æskustöðvum hennar, og vinir eða ættingjar dóu eða hurfu, svo enginn vissi neitt um þá. Hún hafði trúað honum fyrir því, að hún átti unnusta í styrj- öldinni. Rúdolf var nafn hans. Af honum hafði hún aldrei frétt neitt, síðan er hann fór frá Danmörku, um það bil og styrjöldin byrjaði. Ef til vill var hann fangi óvinanna, — ef til vill særður — eða fallinn. Þau höfðu byggt allar sínar framtíðarvonir á Ástralíuferðinni. En nú, — mundi Rúdolf koma aftur? Höfðu brennheit tárin ekki hrært Maríu guðsmóður til með- aumkvunar með henni? Hélt hún ekki verndarhendi sinni yfir ástvininum dag og nótt? — Gunnar ympraði á því við hana eitt sinn, að ef Rúdolf félli, þá myndi trú hennar veikjast. En hún neitaði því harðlega. Hún hélt því fram, að sorgin mundi stæla og herða andlega krafta hennar, gefa trúnni byr undir báða vængi. „Hvað þarf ég að óttast?“ sagði hún eitt sinn. „Því skyldi ég ekki vera vongóð og halda fast við trúna? Rúdolf kemur, ef hann lifir, hingað til mín. Og komi hann ekki, þá fer ég til hans.“ Látlaus úðarigning allan daginn. Það var komið undir kvöld. Gunnar og Larsen höfðu verið að plægja rúgakurinn. Þeir voru orðnir holdvotir, svo að þeir hættu í fyrra lagi. Klárarnir voru líka orðnir dasaðir og ólundarlegir. Þeir drógu ekki plóginn lengur eins og væri það leikur einn. — Hefði verið sólskin og dálítil gola, þá. — En því var nú ekki að heilsa. 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.