Rökkur - 01.10.1922, Síða 33
Kvíðinn fyrir skilnaðinum við Gösku hafði vaxið hröðum fetum
síðustu vikurnar.
En hún gat eytt honum að mestu.
„Þú mátt ekki vera hryggur, vinur minn,“ sagði hún. „Ég bíð
þín — og hugsa til þín hverja stund. Meðan styrjöldin geisar, verðum
við að vera þolinmóð. Að henni lokinni kemur þú aftur frá Eng-
landi. Svo förum við bæði til Astralíu, „fyrirheitna landsins“ okkar
hér á jörðunni.“
Og þau brostu bæði að tilhugsuninni um framtíðina, sem í augum
þeirra var björt og fögur, eins og sólargeislarnir.
Skilnaðarstundin var liðin. —
Elann var lagður af stað, á leið til Englands. Járnbrautarlestin
þaut norður Sjáland, á leið til Kaupmannahafnar.
Þeir voru sex í járnbrautarklefanum, Gunnar Arnar og fimm
Þjóðverjar. Á hvaða ferðalagi þeir voru, vissi hann ekki — og hugs-
aði ekki um það. Hann gat ekki annað en hugsað um Gösku, án
afláts, fram og aftur.
Tveir Þjóðverjanna raula Das LiecL der Deutschen í hálfum hljóð-
um. En einn hinna, sem veit að Gunnar er íslendingur, tekur landa-
bréf upp úr brjóstvasa sínum. Hann breiðir það út, bendir á París
og St. Pétursborg og hvíslar: „Nach Paris! Nach St. Petersburg!"
— Og hann brosir út undir eyru.
En Gunnar hristir höfuðið og hugsar áfram um Gösku.
Hann er kominn til Kaupmannahafnar. Honum bregður við eftir
kyrrðina á Hábæ. Allt er á ferð og flugi, og honum finnst, að hann
geti hvergi verið í ró með hugsanir sínar.
„Því fyrr, sem ég kemst héðan, því betra,“ hugsaði hann.
„Úranía“ átti að fara daginn eftir til Englands. Hann ákvarðaði
sig þegar og símaði til Hábæjar:
„Fer á morgun. Úranía. Beztu kveðjur. Gunnar Arnar.“ —
Hann gengur heim, þangað sem hann bjó. Hann er þreyttur á
sál og líkama, og kastar sér út af á legubekkinn.
Óðara en hann festir blundinn, dreymir hann Gösku.
Hún er í hvítum klæðum og svarta, fagra hárið liðast niður um
33
3