Rökkur - 01.10.1922, Side 36
hennar höfðu fallið á það. Það vissi hann. Og hann kyssti það —
oft, mörgum sinnum. — Og tár hans máðu skriftina:
„Ástin mín!
Ég þoli ekki að skrifa mikið. Hönd mín er svo óstyrk að skrifa.
Og ég á svo bágt með að skrifa á dönsku. En frú Larsen situr hérna
hjá mér og segir mér til, hvernig ég á að skrifa hvert orð rétt. En
það gerir minna til með það. Ég veit, að ég á ekki langt eftir,
Gunnar. Komdu til min, hjartans vinur minn! Komdu til mín —
og kysstu mig. Ég vil fara með koss þinn á vörunum inn í eilífðina.
— Komdu og kysstu Gösku þína, sem elskar þig alltaf, — allar
stundir.“
Jólin eru liðin.
Hann hafði þrýst hinzta kossinum á varir hennar.
Logn. Eilíft logn. Og hiti um háveturinn.
Aldrei frost. Aldrei stormur — og aldrei snjókoma.
Og hugur hans flýgur norður í höf, þar sem er stormur, grenj-
andi norðanbylur og hörkuhríð. — Stormur, sem æðir yfir haf og
hauður, og strýkur allt, — dautt og lifandi, miskunnarlaust.
Hann þyrlar upp fimbulháum öldum, slítur akkerisfestar og
brýtur skipin í spón, velkir líkum sjómannanna fram og aftur í
bárunum.
Hann keyrir öldurnar með reginafli að hömrum og klettum,
myndar hella og ginnungagöp. Hann sendir freyðandi öldur langt
upp eftir söndunum, glettnar og lævísar.
Og brimhljóðið hrærir dýpstu strengi sálarinnar, ómar ýmist blítt
eða strítt, ýmist sem vægðarlaus drottnari eða sem barn hjali við
leikfang sitt. Og stormurinn þyrlar fönnunum í dyngjur, margra
mannhæða skafla og grefur menn og dýr í mjúkri, hlýrri mjöllinni.
Hjarta hans fyllist eldheitri þrá til landsins kalda, þar sem höfuð-
skepnurnar syngja þessi ljós sín yfir fátækri þjóð — frá vöggunni
til grafarinnar.
En meðan þessar volegu raddir hljóma, fyllist hugurinn hatri,
ást, þrá og heift.
Mildur blær frá fölnuðum skógarlundum strýkur vanga hans,
kemur með hlýja hönd og gerir lundina angurværa og viðkvæma.
36