Rökkur - 01.10.1922, Síða 38

Rökkur - 01.10.1922, Síða 38
Vitavörðurinn Eftir Henryk Sienkiewirz. I. Þau undur gerðust eitt sinn, að vitavörðurinn í Aspinwall, sem er skammt frá Panama, hvarf með öllu. Hann hvarf með öllu, og menn gátu sér þess til, að hann hefði verið staddur á slæmum stað á skerbrúninni og hann hefði tekið út. Vitinn stendur sem sagt á dálítilli eyju eða kletti, þar sem illt er um fótfestu á öllum brúnum og allra veðra von. Það var því enginn vitavörður í Aspinwall í svip og það varð að fá annan vitavörð undir eins og nokkur tök voru á. Staðan var þýðingarmikil, því smáskipaumferð var mikil á þessum slóðum. Og stóru skipin, sem fara milli Panama og New York, fara þar fram hjá líka. Og framundan Nývík er firn af skerja- hryggjum og sandrifjum. Á milli þeirra er vandsiglt, þó á degi sé. En enn vera er það þó að næturlagi. Og á þessum slóðum er þoku- samt mjög, því þetta er í hitabeltinu, svo sem kunnugt er og sólar- hitinn afskaplegur og uppgufun sjávarins eftir því. Að næturlagi eru því vitaljósin nær einu leiðbeiningar sjómannanna. — Það er hlutverk ræðismanns Bandaríkjanna í Panama, að útvega nýjan vitavörð. Og það er hlutverk, sem erfitt er að inna af hendi. í fyrsta lagi er það þýðingarmikið að fá hæfan mann innan tólf tíma. í öðru lagi mátti ekki veita slíka stöðu nema framúrskarandi gætnum og ráðvöndum manni, og því ekki hægt að taka þann, sem fyrst bauðst af handahófi. Og í þriðja lagi var úr fáum eða engum að velja. Líf í vitaturni er tilbreytingarlaust. Og slíkar stöður eiga vart við fólk suður þar. Þar unna menn frjálsu lífi, áhyggjulausu letilífi. Vitavörður í Aspin- wall er nokkurs konar fangi. Aðeins á sunnudögum má hann fara inn til Aspinwall-þorps. Bátur frá þorpinu kemur að vísu til vitans daglega með mat og vatn, en fer jafnharðan til sama lands aftur. Á skerinu eða klettinum, sem er ein ekra að stærð, býr enginn nema vitavörðurinn. Hann býr í vitanum. Hann sér um, að allt sé þar í lagi. Á daginn dregur hann upp alls konar flögg, sem tákn þeirra 38
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.