Rökkur - 01.10.1922, Page 39

Rökkur - 01.10.1922, Page 39
breytinga, er barometerinn ge£ur til kynna. Á kvöldin kveikir hann á luktinni. Og það væri í sjálfu sér lítið erfiði, ef hann þyrfti ekki að bera luktina upp, á að gizka fjögur hundruð stigaþrep, og iðu- lega gá að, hvort ekki hafi slokknað á henni. Hann lifir því nær algerðu einsetumannslífi. Það var því ekki kyn þó Isaak Falcon- bridge hefði áhyggjur þungar og stórar, er honum var kunngert hvarf vitavarðarins. Og skiljanlegt er vel, að honum létti í skapi, er sama daginn kom umsækjandi inn á skrifstofu hans. Umsækjandinn virtist aldraður maður, að minnsta kosti um sjötugt, en hann var hraustlegur í útliti, kengréttur og hermannlegur ásýndum og hvatur í hreyfingum. Hár hans var snjóhvítt, en hörundsliturinn sem Suð- urlandabúa. En eftir lit augna hans að dæma, hafði hann ekki slitið barnsskóm í suðursölum, því augu hans voru blá sem þeirra, er Norðurlönd byggja. Ráðvendnislegur var hann á svip, en hryggð og menjar mótlætis skinu úr andliti hans. Og Falconbridge geðjað- ist að honum eftir fyrsta tillit. Það var aðeins undir yfirheyrslunni komið, hvort umsókn hans yrði tekin gild. Og eftirfarandi samræða fór fram: „Hverrar þjóðar?“ „Pólskur.“ „Hvar unnið til þessa dags?“ „Hér og þar.“ „Vitavörður verður að vera staðbundinn.“ „Ég þarfnast hvíldar.“ „Borið brandinn? Nokkur skírteini um vaska framgöngu?" Öldungurinn tók silkiklút úr barmi sínum, tætlur gamals flaggs. Hann breiddi það út og mælti: „í þessum klút eru skírteinin. Þennan kross fékk ég 1830. Þessi er spánskur, úr Carlista stríðinu. Sá þriðji er frönsku legíónarinnar. Sá fjórði ungverskur. í Bandaríkjunum barðist ég á móti Suður- ríkjamönnum. Þeir úthluta ekki krossum þar.“ Falconbridge tók skjal, sem öldungurinn rétti honum. „Hm. Skavinski! Er það nafn þitt? Tvö flögg tekin í byssustingja- áhlaupi. Þú hefir verið vaskur hermaður.“ „Ég er fullfær um að gegna vitavarðarstöðu svo vel fari á.“ „Það er nauðsynlegt að klifra upp í turninn oft á hverjum sólar- hring. Fætur óbilaðir?“ „Ég fór fótgangandi frá hafi til hafs.“ „Verið sjómaður?" 39

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.