Rökkur - 01.10.1922, Síða 39

Rökkur - 01.10.1922, Síða 39
breytinga, er barometerinn ge£ur til kynna. Á kvöldin kveikir hann á luktinni. Og það væri í sjálfu sér lítið erfiði, ef hann þyrfti ekki að bera luktina upp, á að gizka fjögur hundruð stigaþrep, og iðu- lega gá að, hvort ekki hafi slokknað á henni. Hann lifir því nær algerðu einsetumannslífi. Það var því ekki kyn þó Isaak Falcon- bridge hefði áhyggjur þungar og stórar, er honum var kunngert hvarf vitavarðarins. Og skiljanlegt er vel, að honum létti í skapi, er sama daginn kom umsækjandi inn á skrifstofu hans. Umsækjandinn virtist aldraður maður, að minnsta kosti um sjötugt, en hann var hraustlegur í útliti, kengréttur og hermannlegur ásýndum og hvatur í hreyfingum. Hár hans var snjóhvítt, en hörundsliturinn sem Suð- urlandabúa. En eftir lit augna hans að dæma, hafði hann ekki slitið barnsskóm í suðursölum, því augu hans voru blá sem þeirra, er Norðurlönd byggja. Ráðvendnislegur var hann á svip, en hryggð og menjar mótlætis skinu úr andliti hans. Og Falconbridge geðjað- ist að honum eftir fyrsta tillit. Það var aðeins undir yfirheyrslunni komið, hvort umsókn hans yrði tekin gild. Og eftirfarandi samræða fór fram: „Hverrar þjóðar?“ „Pólskur.“ „Hvar unnið til þessa dags?“ „Hér og þar.“ „Vitavörður verður að vera staðbundinn.“ „Ég þarfnast hvíldar.“ „Borið brandinn? Nokkur skírteini um vaska framgöngu?" Öldungurinn tók silkiklút úr barmi sínum, tætlur gamals flaggs. Hann breiddi það út og mælti: „í þessum klút eru skírteinin. Þennan kross fékk ég 1830. Þessi er spánskur, úr Carlista stríðinu. Sá þriðji er frönsku legíónarinnar. Sá fjórði ungverskur. í Bandaríkjunum barðist ég á móti Suður- ríkjamönnum. Þeir úthluta ekki krossum þar.“ Falconbridge tók skjal, sem öldungurinn rétti honum. „Hm. Skavinski! Er það nafn þitt? Tvö flögg tekin í byssustingja- áhlaupi. Þú hefir verið vaskur hermaður.“ „Ég er fullfær um að gegna vitavarðarstöðu svo vel fari á.“ „Það er nauðsynlegt að klifra upp í turninn oft á hverjum sólar- hring. Fætur óbilaðir?“ „Ég fór fótgangandi frá hafi til hafs.“ „Verið sjómaður?" 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.