Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 46

Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 46
sína sem fjárhirðir í fjárhóp sínum. Og er fjarað var út, gekk hann um sandana og safnaði dýrmætum skeljum, sem öldurnar höfðu skilið þar eftir. Og á kvöldin, er tunglskin var, gerðist hann fiski- maður, því í kringum eyna voru mið fengsæl. — Og honum fór loks að þykja vænt um klettana og eyjuna sína, þó þar væru engin tré, aðeins þykkar jurtir, þaktar límkenndu efni. En útsýnin var fögur, og það bætti upp fyrir auðnarlegt útlit eyjarinnar. Seinni hluta dags, er skyggni var gott, gat hann séð ströndina, þakta fögr- um, ríkum gróðri. Á slíkum stundum fannst Skavinski, að hann liti óvenjulega stóran garð, með kókospálmum og suðrænum trjám og blómabreiðum á milli, fagra liti suðræns gróðurs í dásamlegu samræmi, og svo hvít húsin hér og þar. Og enn lengra burtu, á milli Aspinwall og Panama, var stærðar skógur, sem á morgnana og kvöldin sýndist loga, reglulegur hitabeltisskógur, sem átti hafið að nábúa, skógur, þar sem gnægð var pálma og gúmmítrjáa. Og tæki öldungurinn sjónaukann sinn, gat hann augum litið bananana hanga á trjánum, apakettina klifra grein af grein og páfagauka- hópa þjóta áfram, eins og regnský yfir skógi. Skavinski þekkti slíka skóga síðan þá er hann varð fyrir óhappinu á Amazon-ánni. Hann þekkti hætturnar, sem bíða þar við hvert fótmál, í þessum dásam- lega fögru skógum. Að næturlagi einn á ferð í frumskógunum hafði hann hlustað á væl apanna og grimmdarurr jagúarsins. Hann hafði séð tröllslega stóra höggorma vefjast um trjáboli, eins og vafnings- jurt um vírspotta. Hann þekkti frumskógavötnin full krókódíla og hrökkviskatna. Hann þekkti möruna, sem hvílir á sál þess, sem er einn á ferð á slíkum stöðvum, þar sem til eru laufblöð tíu mann- hæða löng. Slíkar merkur þekkti hann, þar sem blóðsjúgandi mý- flugur þjóta um í milljónahópum. Og stórar köngulær er hvæsa eitri. Hann hafði séð allt þetta og reynt sjálfur. Og því var það honum nautn nú, að líta á það úr fjarlægð. Stara á fegurðina og hugsa um hætturnar, frá öllu því illa, sem lifir í skjóli hennar. Vitaturninn var vígi hans. Þar var hann dag hvern og hverja nótt, nema fáar stundir á hverjum sunnudegi. Þá skrýddist hann bláa vitavarðar- jakkanum með silfurhnöppunum, og nældi krossana á brjóst sér. Og silfurhært höfuð öldungsins reistist upp, er hann gekk inn kirkjugólfið í Aspinwallþorpi og heyrði Kreólana segja sín á milli: „Vitavörðurinn nýi er heiðvirður maður og ekki villutrúarmað- ur, þó hann sé Yankí.“ — En að messu lokinni fór hann æ sam- stundis til vitaturns síns. Og hann fór heim hamingjusamur, því 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.