Rökkur - 01.10.1922, Page 47

Rökkur - 01.10.1922, Page 47
engin ást til meginlandsins hafði vaknað á ný eða traust til þeirra, sem á því bjuggu. Á sunnudögum las hann líka spánska blaðið, sem hann keypti í þorpinu, eða New York Kallarann (The New York Herald), sem Falconbridge lánaði honum. í því leitaði hann ávallt að evrópsku fréttunum með áfergju. Vesalings gamla hjartað öld- ungsins barðist enn hratt í brjósti, er hann las um föðurland sitt. — Stundum kom það líka fyrir, að hann talaði við Johnson, hafnar- vörðinn, þegar hann kom á bátnum, sem flutti mat hans og vatn. En svo varð hann einrænn aftur. Hann hætti að fara til Aspin- wallþorps eða lesa blöðin. Og hann karpaði ei lengur um pólitík við Johnson. Vikur liðu og mánuðir og hann leit engan og enginn leit hann. Einu sannanimar fyrir því, að hann var enn á lífi, voru þær, að matvælin hurfu dag hvern úr vörinni, þar sem bátsmenn skildu við þau, og að kveikt var á luktinni eins reglulega á hverju kvöldi og sól reis úr hafi á hverjum morgni. Bersýnilega stóð gamla manninum á sama um umheiminn. Heimþrá var ekki ástæðan, heldur að heimþrár vegna hafði hann dregið sig í hlé. Eyjan var allur heimur Skavinskis. En hann var búinn að sætta sig við þá tilhugsun, að þarna yrði hann til dauðadags. Og hann beinlínis gleymdi öllu öðru. En hann var eitthvað undarlega leyndardóms- fyllri á svip. Mildu, bláu augun hans störðu sem barnsaugu, og eins og þau litu eitthvað visst langt í burtu. í ríki náttúrunnar þarna var allt einfalt og stórt, og það hafði þau áhrif á öldunginn, að hann glataði persónuleik sínum. Hann var að hætta að vera til sem einstaklingur, var að verða hluti þess, sem umhverfis hann var. Hann skildi ekkert annað en það, sem fram fór umhverfis hann. Hann vann næstum óafvitandi. Og loks fannst honum himinn- inn, hafið, kletturinn hans, vitaturninn, glitrandi fjörusandurinn, útþanin seglin, mávarnir, flóð og fjara — ein stórkostleg heild. Ein stórkostleg, leyndardómsfull sál. Og honum fannst hann vera að sökkva inn í þessa leyndardómslegu mynd og hann fann nær- veru sálar þessarar myndar, sem lifði, vaggaðist, var í kringum hann. Hann sökk inn í hana, gleymdi sjálfum sér, og í þessu lífi, er hann lifði, þessari hálf-vöku, þessum hálf-svefni tilveru hans, uppgötvaði hann hvíld, svo mikla hvíld, að hún var næstum hálfur dauði. III. En svo vaknaði hann á ný. Dag einn, þegar hann fór niður að vör til þess að sækja mat sinn, leit hann þar pakka, sem hann átti 47

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.