Rökkur - 01.10.1922, Side 48

Rökkur - 01.10.1922, Side 48
ekki von á. Og á pakkann var skrifað: Herra Skavinski, vitavörður í Aspinwall. Hann tók eftir því strax, að Bandaríkjafrímerki var á pakkanum. Og gamli maðurinn gerðist forvitinn og opnaði hann. Hann leit bækur. Hann tók eina í hönd sér. Leit á hana og lagði frá sér aftur. Hendur hans skulfu skyndilega. Hann studdi hönd á enni og reyndi að safna hugsunum sínum. Dreymdi hann? Bókin var pólsk. Hvernig stóð á þessu? Hver gat hafa sent honum þessar bækur? Honum datt í hug þá í svip, að hann hafði lesið í New York blaðinu, að stofnað hefði verið pólskt félag í New York. Og ræðismaðurinn hafði sent hluta af launum hans til þessa félags, því hann hafði litla þörf fyrir peninga, og félagið sendi bækur í staðinn. Svo þetta var allt eðlilegt mjög, en samt gat öldungurinn í fyrstu ekki áttað sig á því. Pólskar bækur á eyjunni. I vitaturninum. Bækur handa honum í einverunni. Það var svo nýtt fyrir hann, kom til hans eins og vind- blær frá liðnum dögum. Eins og dularfullt fyrirbrigði. Og nú fannst honum, eins og sjómönnunum á hafinu úti, að eitthvað kallaði á hann með nafni. Og að rödd þess, sem kallaði á hann, væri honum kær, þó næstum hefði hún honum gleymd verið. Hann sat um stund með lokuð augun og þóttist viss, að ef hann opnaði þau, yrði draumurinn liðinn. Pakkinn, opnaður, lá fyrir framan hann. Sólin skein á bókahlað- ann, og efst var opin bókin sú, sem hann hafði tekið í hönd sér. Þegar gamli maðurinn rétti út hönd sína eftir henni í annað sinn, heyrði hann slög síns eigin hjarta. Hann leit á bókina. Það var ljóðabók. Á fremsta blaði var titill- inn prentaður með stórum, skrautlegum stöfum. Og fyir neðan nafn höfundarins. Hann þekkti, kannaðist við nafnið, nafn stór- skáldsins pólska, Mickiwicz. Hann hafði lesið ljóð hans í París 1830. Seinna, er hann barðist í Algier og á Spáni, heyrði hann rætt um frægð skáldsins. En þá tók Skavinski sér aldrei bók í hönd. Þá krepptust hnefar hans um byssuna dag og nótt. Árið 1849 fór hann til Ameríku, og á ævintýraferðalagi sínu hitti hann vart Pólverja og sá aldrei pólskar bækur. Því fletti hann blöðunum með enn meiri ákafa nú, unz hann leit titilblaðið aftur. Honum fannst einhver hátíðleg athöfn í byrjun. Þögnin ríkti. Klukkan í Aspinwallþorpi sló fimm. Aðeins fáeinir mávar flögruðu yfir höfði hans. Ægir mókti. Öldurnar aðeins hvísluðu að fjörusandinum. Á ströndinni brostu hvít húsin og grænir pálmar. I sannleika var eitthvað hátíð- 48

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.