Rökkur - 01.10.1922, Page 54
Noregur! Ég nam þá staðar
nálægt þinni hjartarót,
þar sem sól í birtu baðar
bjartan völl, þars áttu mót
synir þeir, er sæmd og heiður
sáu þinn — og tefldu djarft.
Eiðsvöllur sem öflgur seiður
andann kalli — það er vart
annað nafn, er náði’ eins þéttu
Njálutaki mér á sál,
það er sem á þeirri sléttu
Þorgeir hefði varið mál.
Því er eins og öflgur seiður
andann kalli, er man eg þig.
íslendingi æðstur heiður
Eiðsvallar að gista er stig.
Noregur! Ef ísland eigi
ástar getur sýnt mér hót,
þá er seinust varða á vegi,
veit eg táknar: hvíldar njót! —
hinztu hvíld þá væra’ eg vildi
víst fá þér við hjartarót,
þar sem aldinn, ungur skildi
og fslendingi er tekið mót
eins og bróður, syni, systur,
sérhver maður handtak fær,
þar sem ekkert móðumistur
mannsins sálu þoku Ijær,
þar sem ennþá fólkið finnur
fögnuð sælan trausti í,
þar sem ungur, aldinn vinnur
af ást og finnur gleði í því.
Noregur! Á völlinn væna
vildi eg leggja þenna krans;
íslendinga augu mæna
oft á hafsins bylgjufans,
54