Rökkur - 01.10.1922, Page 55

Rökkur - 01.10.1922, Page 55
sálir þeirra líða, leita í löngun unz þitt fjallaþil birtist þeim og þýða, heita þakkarkveðju móður til senda yfir sæinn víða sérhvert lítið kot þitt í, senda niðjum sömu lýða, söng og kveðju enn á nj. Guð þig blessi um öld og árin, íslands kveðja til þín er; dótturlandið telur tárin, er tekin var hún, rænd frá þér. En hún man og muna varman minnar þjóðar fólk þitt á. — Sérðu ei, þjóð mín, björgin, bjarmann bjarta landsins, yfir sjá? — '22. Kvæði Aleinn í stórborg heims, er hallar degi og heim, það orð, er aðeins minning rík, ó, unglingssálin veik, þú vissir eigi, að veröld þessi gæti í stirðnað lík breytt hverri sálar þinnar varmri von. Þú vildir heiminn sigra, fjallason, er hliðum borgarinnar bar þig að og beizkja ein er nú í hjartastað. Aleinn í stórborg heims, er hallar degi og heim, það orðið, þér í sálu brann. „Ó, gleðin ein mun verða á mínum vegi“, svo var þín hugsun, og hún bergmál fann hjá glópum þeim, sem gleymdu móðurráði, því glaumsins líf svo mörgu fögru spáði, 55

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.