Rökkur - 01.10.1922, Side 57

Rökkur - 01.10.1922, Side 57
Gangan þunga Nóttin er komin. Hjala haustsins vindar, hljóður eg veginn treð í urð og grjóti. Nú skarta í mjallarfeldi fjallatindar og foldin brosir stirndum himni móti. Ég áfram held um eggjagrjót og klaka og urðir, hraun og klungur, byggðum fjarri, því fagra lít eg vonarstjörnu vaka á vetrarhimni, öðrum hreinni og skærri. Ég áfram held, þó erfitt sé að ganga og enn sé langt að hinzta næturstað. En fyrr en varir styttist leiðin stranga. Þá staðnum næ ég allt er fullkomnað. Niðdimmt er úti. Næturkiljan þögnuð og nóttin skýjatjöldum festing hylur. En sál mín gleðst og finnur ríkan fögnuð: Til fulls mig aðeins Drottinn sjálfur skilur. Ég áfram held — og ennþá syrtir, syrtir og allt er hljótt. Mig skelfir myrkrið svarta aðeins um stund, því aftur birtir, birtir, af ást og þökk til Drottins slær mitt hjarta. ’16. 57

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.