Rökkur - 01.10.1922, Page 58

Rökkur - 01.10.1922, Page 58
Á förum Eg kem hér eins og forðum að kólguþrungnum mar, því hvergi uni eg betur og hér fékk þráin svar frá brimgný hafsins kalda, er bylgjan lyfti sér og bergið úðakossana marga fékk hjá þér. í leiðslu þar eg hlustaði nótt og nýtan dag á niðinn, þegar aldan við bergið kvað sitt lag. Ó, helzt eg vildi una við hafið, úfið, kalt, þó hljóti eg nú að kveðja og þakka fyrir allt. Þar helzt eg vildi una, því hjarta mitt er þar og heima — aðeins þar, út við græði, fær það svar. Eg harma reyndi ungur, en hirði lítt um það, því hafsins söngvar gleðja og fylgja mér af stað. í sál minni þeir búa og sorgum eyða þar og seinast man eg ekkert af því, sem fyrr til bar, en þykist kenna hreiminn um þel og sálargöng — sem þagnandi brimgný frá hafsins unaðssöng. Hvort þagnar hann alveg? Er þel mitt orðið kalt og þrotin gleði hjartans, er forðum var mér allt? Ó, lifðu í sál mér, þó logi hjartans und sem lifandi minning um horfna sælustund. Þótt fari eg víða — um fold og kaldan ver, þá fyrnist ei það, sem eg naut í faðmi þér. 58

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.