Rökkur - 01.10.1922, Side 60

Rökkur - 01.10.1922, Side 60
Matthías Jochumsson (Kveðið, er andlátsfregn hans barst mér.) Heima og hér höfuð vor beygjum í lotning: Andaður er óðlistar gramur þinn, fjallanna drottning. Heima og hér höfum við tignað hans sál; alls staðar er elska til hans þar sem talað er feðranna mál. Ástúð og afl áttirðu skáld, er af Guði varst sendur. Teflt er það tafl, er tók þig í frá oss á ókunnar strendur Lífsins í leik lékstu á strengi svo náði þér enginn. Ódáins eik ertu í listanna skógi, þó burt sértu genginn. Feðranna fold fölvar nú haustið og næðir í sárin. Margur á mold móður nú grætur, en ljóðin hans þerra burt tárin. Skortir nú skjöld, skarð er í röð, það, sem fyllt getur enginn. eins hverja öld óska eg þér, móðir, sem hann er í burtu er genginn. ,21. 60

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.