Rökkur - 01.10.1922, Page 60
Matthías Jochumsson
(Kveðið, er andlátsfregn hans barst mér.)
Heima og hér
höfuð vor beygjum í lotning:
Andaður er
óðlistar gramur þinn, fjallanna drottning.
Heima og hér
höfum við tignað hans sál;
alls staðar er
elska til hans þar sem talað er feðranna mál.
Ástúð og afl
áttirðu skáld, er af Guði varst sendur.
Teflt er það tafl,
er tók þig í frá oss á ókunnar strendur
Lífsins í leik
lékstu á strengi svo náði þér enginn.
Ódáins eik
ertu í listanna skógi, þó burt sértu genginn.
Feðranna fold
fölvar nú haustið og næðir í sárin.
Margur á mold
móður nú grætur, en ljóðin hans þerra burt tárin.
Skortir nú skjöld,
skarð er í röð, það, sem fyllt getur enginn.
eins hverja öld
óska eg þér, móðir, sem hann er í burtu er genginn.
,21.
60