Rökkur - 01.10.1922, Qupperneq 64

Rökkur - 01.10.1922, Qupperneq 64
Við, sem hér erum, erum nokkurs konar hálfvelgingar, eða á leiðinni að verða það, hálf-íslenzkir, hálf-enskir, hálf-kanadísk- amerískir hálvvelgingar. Við finnum, að við getum eigi þjónað tveimur herrum vel. En flestir viljum við þó reyna að gera eitthvað í þjóðræknisáttina, varðveita íslenzka tungu hér, og taka þátt í hverju því, sem stuðlar að því að varðveita íslendingseinkennin. Og það er við ramman reip að draga. Praktiskast væri að segja: Ann- aðhvort — eða. En mönnum er vorkunn. Menn eru hér flestir ríg- bundnir, en undir niðri þykir mönnum vænt um ísland, þó ástin verði að lúta í lægra haldi fyrir eigin hagsmunum. Persónulega er ég þeirrar skoðunar, að sá maður, er flytur heim aftur, ef kring- umstæður leyfa, geri það sem rétt er og honum er sómi að. En þeir verða fáir, kannske engir, og hinir vilja margir eitthvað gera, því hugurinn er þrátt fyrir allt hálfur heima. Allir vita í hjarta sínu, að vestur-íslenzki þjóðflokkurinn hlýtur að hverfa inn í ensku heildina, er tímar líða. Það er algerlega röng stefna að halda því fram, að íslendingar geti haldið einkennum sínum um aldur og ævi hér, ef eigi flyzt inn „nýtt blóð“. Það er betra að kannast við sannleikann, þó hann sé bitur. Það er farið að líða á dag í þjóð- lífi Vestur-íslendinga. En öll þjóðrœknisstarfsemi á fyllsta rétt á sér til þess að lengja daginn og gera sólarlagið eftirminnilegt. Hvers manns, er vinnur drengilega í þá átt, verður minnst á íslandi. En að því mun reka, að bókmenntamenn einir munu nema íslenzkt mál og lesa íslenzkar bækur. En það má ekki reyna að lengja dag- inn á þann hátt, að hvetja almenning á íslandi til þess að setjast hér að. Það má ekki gera það íslands vegna. Það má ekki gera það fólksins sjálfs vegna, því það er mikið efamál, að fólkið græði á því á nokkurn hátt. Og nú yrði þeim vart fyrirgefið. En það er annað ráð, sem reynsla er að fást fyrir, að vel myndi gefast, og það er að fá íslenzka menntamenn hingað, fáa menn en góða, til þess að lífga eldinn, láta eldinn brenna eins lengi og hægt er. Hin aðferðin er í alla staði óafsakanleg, nema frá sjónarmiði manns, sem er Kanadamaður í húð og hár, og sem hugsar aðeins um hag síns eigin lands. En ritstjóri Lögbergs er þjóðræknismaður, og því fellur oss sárt, ef hann vill, að gripið sé til ráðs, sem myndi skaða ísland. Fari nú svo, að framhald verði á slíkum greinum; fari svo, að t. d. kanadíska stjórnin greiddi götu íslenzkra innflytjenda, þá ætti Alþingi íslendinga að vera á verði. Þingið ætti að styðja félög um 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.