Rökkur - 01.10.1922, Page 66

Rökkur - 01.10.1922, Page 66
A stöðinni Handtök hinstu, höfug tár. „Mundu, minnstu mín um ár.“ Lestin langa er löngu á burt. Gests er ganga Guð veit hvurt. — Ár og árin eigra burt. Sorg og sárin sitja um kjurt. — Elinor Glyn og amerískar konur. í vel þekktu amerísku tímariti, sem út kom seinni hluta ársins 1921, er grein eftir frú Clayton Glyn, sem þekkt er undir nafninu Elinor Glyn. Elinor Glyn er, sem kunnugt er, fræg skáldkona, og þessi grein hennar hefir vakið mikla eftirtekt. Fyrirsögn greinar- innar er: „What is the matter with you Ameriian womenV' Elinor Glyn hefir verið hér vestan hafs fyrr, fyrir tuttugu árum síðan; síðastliðið ár kom hún aftur. Og hún skrifar um það, sem er efst á baugi í sál hennar, um það, sem hið glögga gestsauga hennar lítur. Grein þessi er skrifuð af heimsfrægri skáldkonu, sem ann öllu því, sem fegurst er í amerísku1) þjóðlífi, amerískri menningu, 1) Hér vestra þegar minnzt er á Ameríkumenn, amerískar konur o. s. frv., er átt við Bandaríkjafólk, en ekki kanadiskt fólk. Heima á fslandi er öllu oft grautað saman svo sem kunnugt er. 66

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.