Rökkur - 01.10.1922, Qupperneq 69

Rökkur - 01.10.1922, Qupperneq 69
Vekja þær til göfgi og dáða. Veikur vilji. Þar er rótin, segir hún. Eins og vöðvar linist, séu þeir ekki æfðir og líkaminn verði skar af áreynsluleysi, eins sé um sál hverrar manneskju, ef hæfileikar hennar eru ekki notaðir, æfðir. Og hún spyr enn: „Hugsa þær nokkurn tíma, þessar fögru konur?“ — Hún segir, að það líti ekki út fyrir það. — Þær virðist frekast hugsa um það, að ginna og klófesta menn. Að keppa hvor við aðra í því. Leita að nýjum vörum til þess að kyssa. Ekkert sé heilagt í augum þeirra. Ekkert fullnægi þeim. Sannleikurinn sé, að sálir beggja kynjanna séu að meira eða minna leyti sofandi. Og að „modern“ stúlkur vestan hafs hafi engar siðferðishugmyndir, enga sómatilfinningu. Ást og allt rómantískt sé dáið í þessari nýja tímans Ameríku. Þegar kona nái fertugsaldri sé hjarta hennar autt og tómt, sál hennar geymi engar dýrar minningar. Og þegar karlmennirnir séu um fimmtugt, þreyttir eftir harða baráttu, baráttu, sem var háð til þess einungis, að auðgast veraldlegum auðæfum, þá fyrst fari þeir, þessir Mammons-þrælar, að sjá, hvers þeir hafi farið á mis. Hún minnist á starf sitt í sambandi við ameríska herinn á Frakk- landi og Englandi. Hún átti tal við ameríska æskumenn hundruð- um, þúsundum saman. Átti tal við særða menn og dauðvona, hrausta og kappsama, en kannske einmana. Níu tíundu þeirra, segir hún, minntust aldrei á unnustur sínar eða vinstúlkur. Amerísku her- mennirnir, hávaði þeirra, minntust aðeins mæðra sinna. Mæður þeirra. Konurnar, sem nú eru komnar yfir fertugt, fimmtugt, konur, sem höfðu hærri, göfugri hugsjónir en þær, sem nú eru ungar. Um þessar konur hugsuðu þeir, þessum konum unnu þeir, minning þeirra var þeim helg. Og í einverunni þráðu þeir þær, litu andlit þeirra fyrir augum sálar sinnar. Hvað sannar þetta? Að menn í raun og veru unna því góða í sál konunnar. Virða sjálfsafneitun. Það skín ást blandin sorg úr hverju orði Elinor Glyn. Rödd hennar er hrópandans í eyðimörkinni, þegar hún skorar á amerísk- ar konur að breyta um stefnu, skorar á þær að hugsa, nota gáfur sínar, læra að ná valdi yfir villtum þrám, glæða áhuga sinn fyrir öllu góðu og göfugu, leita að sannri hamingju í sjálfsafneitun, göfugu starfi, hugsa um bækur, listir, lifa fyrir það, sem einhvers er vert í þessum heimi. Það er vetur í sál amerískra kvenna nú, segir hún, en hún hefir þó þá trú, að vorið, andlegt vor, muni koma 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.