Rökkur - 01.10.1922, Page 71

Rökkur - 01.10.1922, Page 71
Margt er í hömrunum Fjarað er að Feigðarskeri, fallinn út er sær. Fjóla í fákinn slær. Margt er í hömrunum á hleri. Fjarað er að Feigðarskeri, fer hún þá leið, hendist það á hörkureið. Margt er í hömrunum á hleri. Fjarað er að Feigðarskeri, Fjóla herðir reið, heyrir ’ún í hamri seið. Margt er í hömrunum á hleri. Fjarað er að Feigðarskeri, flæða tekur senn. „Hestur minn, harðar renn!“ Margt er í hömrunum á hleri. Fjarað er að Feigðarskeri, fellur myrkrið á. Álfabyggðir augun sjá. Margt er í hömrunum á hleri. Fjarað er að Feigðarskeri, fagran heyrði ’ún seið. — Komin var hún langt úr leið. — Margt er í hömrunum á hleri. Fjarað er að Feigðarskeri, ferlegt heyrist óp, útburðarins harmahróp. Margt er und hömrunum á hleri. 71

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.