Rökkur - 01.10.1922, Síða 78
Lenka var skilin ein eftir við fráfall hans með veikburða son. Öll
þrá Lenku var að halda í honum lífinu. Hann var lífsþrá hennar.
Hún óf sjálf dúkinn, sem föt hans voru gerð úr. Hún ræktaði sjálf
hveitið og ávextina, sem hann nærðist á. Hún baðaði hann úr legi
af hnotviðarlaufum úr garðinum og lét hann drekka geitamjólk,
til þess að koma tápi í hann. En hann varð aldrei tápmikill.
Og er Balkanstyrjöldin hófst 1912 og hermennirnir lögðu af
stað og synir Simunar í fararbroddi, var sonur Lenku skilinn eftir,
þrátt fyrir einkennisbúninginn, sem móðir hans hafði saumað á
hann og sverðið og skammbyssuna, sem hún hafði keypt handa
honum. Því sonur hennar var ekki álitinn stríðsfær. En þeir tímar
komu seinna, að Serbía þurfti á öllum sínum sonum að halda,
hraustum og óhraustum, til þess að halda óvinahernum í skefjum,
aftra því að hann væði yfir landið. Þá kom Simun fram sem vinur
Lenku. Hann útvegaði syni hennar örugga stöðu í hjúkrunarvagna-
deild og sagði sonum sínum að gæta hans, er þeir gætu því við-
komið, „vegna vesalings ekkjunnar, móður hans.“ En sonur hennar
dó úr kulda og vosbúð árið 1915, þegar serbneski herinn varð að
láta undan síga, á undanhaldinu hræðilega yfir Albaníu. Og dag
einn bar gest, flóttamann, að kofadyrum Lenku.
Og hann færði henni herfrakka, húfu og vopn dáins sonar hennar.
Hún grét yfir þessum hlutum og lagði þá til hliðar, varlega, sem
dýra minjagripi, sem nokkurs konar heiðurstákn, er hún gæti sýnt,
er herinn kæmi heim, þó smá væru samanborin við minjagripi
þeirra, er misst höfðu syni í orustu eða áttu sonu, er getið höfðu
sér mikla frægð.
Og líf hennar var enn einmanalegra en áður og hún kom varla
til þorpsins, þar sem nú voru hermenn í alls konar einkennisbún-
ingum. Þar voru stórar auglýsingar, á þremur tungumálum, er
lögðu fólki lífsreglurnar. Því óvinaherinn hafði setzt að í landinu.
En Lenka var ekki læs ...
Og hún lifði áfram án samvistar við aðra. Aðeins minjagripirnir
virtust gefa hugsununum byr undir vængi...
Og hráslagalegan desemberdag nokkurn, er hún vaknaði sem af
löngum draumi í kofa sínum, var hún frekar undrandi en hrædd.
Og hún leit skammbyssu sonar síns í höndum austurrísks hermanns
og hún vaknaði enn betur og sá óvinahermenn allt í kringum sig.
Og hún hugsaði aðeins um, hvort þeir myndu ætla að taka þenn-
an dýra minjagrip frá henni. Henni datt einu sinni ekki í hug,
78