Rökkur - 01.10.1922, Side 79

Rökkur - 01.10.1922, Side 79
að dauðahegning lá við, ef slíkur gripur fannst í húsum íbú- anna. Fyrst, er hún stóð augliti til auglitis við gisl þorpsins — gamla lénsmanninn, rann eins og ljós upp fyrir henni. Því einnig hann yrði að gjalda „svika“ hennar. „Simun,“ kallaði hún. „Hefi ég leitt óheill í hús þín?“ „Æðrastu ekki, Lenka,“ sagði Simun hóglega. „Sudbina! Forlög. Það átti að fara svona.“ Þau litu hvort á annað og skildu, að vegir forsjónarinnar eru órannsakanlegir. Og er þau voru samhlekkt, héldust þau enn í hendur. Hiið við hlið og hönd í hendi, gengu þau til aftökustaðar- ins. Þau báru höfuðið hátt, litu upp, á alskýjaðan himininn yfir höfðum þeirra. í fyrsta skipti gengu þau samhliða yfir akrana og fram hjá gamla brunninum. Úr gluggum húsanna höfðu þorps- búar litið þau og hermennina. Og sumir læddust í humáttina á eftir. Austurríski yfirforinginn lét það gott heita. Þeir höfðu margt hermanna á þessum slóðum. Og þetta var eftirminnileg viðvörun öðrum. Og er fylkingin nálgaðist kirkjuna, hófust raddir hinna dæmdu í söng, eins og í gamla daga: „Boze pomiluy; Drottinn, aumka þig yfir oss.“ Og það var enn fegurð og samræmi í söng þeirra. „Boze pomiluy," endurtók hópurinn, sem hafði fylgt þeim að gröfinni. „Virðuleg jarðarför, Lenka,“ hvíslaði Simun. „Víst er jarðarför okkar virðuleg, Lenka.“ Stöðvunarskipun var gefin. Fjarlægðin milli hinna dæmdu og hermannanna var mæld. Simun og Lenka stóðu á grafarbarmi og hermennirnir steinssnari í burtu. Skotin riðu af. Þau féllu í gröfina, saman, samhlekkt. „Sudbina,“ tautuðu þorpsbúar, er þeir gengu heim þreytulega og þungt hugsandi. „Sudbina. — Hver má sköpum renna?“ Rökkur 1923. 79

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.